Hann leysti alltaf vind

FíllFyrir nokkru síðan skrifaði ég færslu um indverska prófessorinn Kúsandra, hann er einn frægasti slöngu-, fíla- og páfagaukakennari Indlands.

Hann varð og er hvað frægastur fyrir einstakt lag og vald á dýrum. Hann getur kennt dýrum að gera ótrúlegustu hluti.

Oftar en ekki stendur fólk agndofa að loknum sýningum hans. 

Í nýjustu bók meistarans, sem út kom í byrjun desember, viðurkennir hann að eitt hafi honum ekki tekist að gera þrátt fyrir margar tilraunir til þess.

Það er að fá fíl til að leysa ekki vind á meðan sýning stendur yfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Engu að síður, afar verðugt lífsverkefni hjá Kúsandra.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.12.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt !

Takk fyrir.

AlheimsLjóst til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband