Jón Gnarr, Jesú og leiklistin

Jón GnarrÉg var að horfa á sjónvarpsþáttinn Loga í beinni og þar var Jón Gnarr einn af viðmælendum.

Jón Gnarr stóðst ekki próf í Leiklistarskóla Íslands og Jón Gnarr hefur verið skammaður fyrir að gera lítið úr Jesú.

Jón Gnarr er einn besti leikari sem við eigum og ekki hefur hann farið leynt með aðdáun sína á Jesú.

Ég á mynd af Jesú eftir Jón Gnarr og hún er ein af mínum uppáhalds og verður alla tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var rosalega hissa þegar ég komst að því að Jón væri strangtrúaður.. eiginlega trúði því ekki, ekki það að hann sé neitt slæmur né að Jesú auglýsing gefi eitthvað annað í skyn.. fannst það bara ekki passa við týpuna.
En hann er einn af skemmtilegri mönnum íslands og flott hjá honum að glensast með Jesú, guð skapaði jú húmorinn ef menn trúa á guð og ef guð/Jesú getur ekki tekið húmor um sjálfan sig... that does not compute

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Miðað við hvað fáir svokallaðir leikarar geta leikið hlýtur að vera eitthvað að þessum svokallaða leiklistarskóla. En ég er bara áhorfandi, ég hef ekkert vit á leiklist en ég veit að Jón Gnarr getur leikið, einn af örfáum, kannski er hann Leikarinn, sá sem getur látið mig gleyma því eitt augnablik að það sé leikari sem er að tala.

Benedikt Halldórsson, 7.12.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón er Kaþólikki, svo það er margt í tilveru hans, sem er utar og ofar norminu. Hann er yndisleg persóna og góður pabbi auk þess að vera tröllaukinn talent og húmoristi og ekki síðri rithöfundur.  Vonandi fer hann að gera meira af því. Nálgun hans við trúna er mér nokkuð að skapi, þótt hann sé viljugur til að ræða þau mál, þá er hann ekki að troða skoðunum sínum og skilgreiningum upp á fólk.  Finnst sannfæring hans frekar í ætt við panteista en annað.

Ég stæri mig einatt af því að ég kenndi honum að leika (gort) því hann steig fyrst á svið sem ungur drengur´undir minni leikstjórn á héraðskólanum að Núpi í Dýrafirði.  Þar lék hann aðalhlutverkið í Grænjöxlum Péturs Gunnarssonar og var algerlega briiljant. Það var mikið ævintýratímabil og ferðuðumst við um vestfirði með verkið í snjóstormum og byljum.

Ég naut þess síðar að starfa með honum að fóstbræðraþáttunum alræmdu, sem leikmyndahönnuður. Það er einn skemmtilegasti tími, sem ég hef lifað.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

einu sinni þekkti ég þann mæta mann, en það eru mörg ár síðan,

AlheimsLjós til þín kæri mosfellingur

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er eflaust góður talent, en hér í okkar fámenni, þá verða menn stundum of mikið í sviðsljósinu, eins og þeir séu einir í heiminum, þetta gerðist með Ladda á sínum tíma, Eddu Björgvins, og manninn hennar kaffibrúsakarlinn.  Það er eins og við tökum einhvern traustataki og útnytjum hann þangað til hann er orðin gatslitinn.  Þetta er að gerast núna með Jón Gnarr.  Ég er alls ekki sammála því að við eigum ekki góða leikara, og við eigum örugglega fleiri góða grínleikara en aðrar þjóðir miðað við þessa sífelldu höfðatölu.  Því þeir spaugstofumenn eru allir frábærir grínleikarar, þó stundum séu þeim mislagðar hendur við spaugið.  Laddi er líka alveg frábær grínisti.  En við ættum að gæta okkar á því að ofnota ekki menn, þangað til allir hafa fengið upp í kok af viðkomandi.  Við eigum næga til skiptanna.

Svo vantar líka nýliðun í hópinn, hvernig væri að fara að leita að nýjum bubba..... nei afsakið nýjum talendum í spaugstofufræðum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband