Löng bið eftir öli

Öl á brúsaEr það forsvaranlegt að þurfa að bíða í tugi mínútna eða jafnvel klukkustundir eftir afgreiðslu? Nei, ég held að flestir séu sammála um að það þætti ekki góð þjónusta í dag. Flestir sætta sig við einhverjar tafir hjá tannlækninum, heimilislækninum eða hárskeranum en slík bið getur einnig reynt á þar. 

Nú þegar blessuð jólin nálgast þá var mér hugsað til þess þegar ég fór með pabba að ná í jólaölið í Ölgerð Egils Skallagrímssonar sem þá var í Þverholti. Mikið óskaplega var það stór partur af jólunum og allri stemningunni í kringum þau að standa með pabba í röðinni í langan tíma með tvo brúsa og bíða eftir því að fá þá áfyllta. Ég man að okkar brúsar voru hvítir með rauðum grófriffluðum töppum. Það voru allar gerðir af brúsum í röðinni og engir eins.

Iðulega voru brúsarnir geymdir utandyra og mér er minnisstætt að þeir voru orðnir nokkuð bólgnir þegar lýða fór á jólin.

Í minningunni er þetta fallegur og skemmtilegur tími og öll biðin vel þess virði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Þetta var bara hluti af jólunum og biðin var alveg þess virði  

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Nú nennir enginn að bíða eftir neinu. Meira að segja farnir að selja malt og appelsín blandað í dósum. Eiginlega engin þolinmæði til að bíða eftir jólunum heldur. Þeir alhörðustu(IKEA) starta þeim í október. Þegar þau svo loks koma, eru margir orðnir dauðþreyttir á þeim og eftirvæntingin orðin að pirringi.

Halldór Egill Guðnason, 5.12.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Já ég man vel eftir þessari bið við Ölgerðina alltaf viss stemning svo var nú beðið líka við Frón kexverkssmiðjuna og keyptar kökur í hvítum fötum þetta voru góðir tímar og mikil þolinmæði til.

Bestu kveðjur Ingigerður. 

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 5.12.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Hvíti Riddarinn

Eins og maðurinn sagði:

Ef öl er böl,
þá er sandur möl

Hvíti Riddarinn, 6.12.2007 kl. 00:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eða stóri bréfpokinn fullur af eplum og annar af appelsínum, þá var skammtað á heimilin eftir stærð fjölskyldunnar, eplum og appelsínum, það var jólalyktin í þá daga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 13:55

6 Smámynd: Mummi Guð

Vá hvað ég man eftir þessu. Mér fannst biðin ekki löng sennilega vegna þess hvað þetta var spennandi. En eftir að hyggja þá var þetta löng bið.

Mummi Guð, 6.12.2007 kl. 15:26

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég man eftir þessum brúsum. Ég finn lyktina og er komin í jólafíling.. takk Karl

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.12.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband