Mosfellingur

MosfellingurÉg vil endilega benda, gömlum Mosfellingum, bloggvinum mínum og öðrum gestum sem áhuga hafa á að kynna sér hvað um er að vera í Mosfellsbæ á bæjarblaðið Mosfelling.

Mosfellingur, sem hefur nú á nýju ári sinn sjöunda árgang, kemur að jafnaði út á þriggja vikna fresti. Þar er hægt að lesa heilmikið um það sem hæst ber í Mosfellsbæ.

Slóðin er einfaldlega: mosfellingur.is

Bestu kveðjur úr Mosó. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já, þeir eru nokkuð góðir með bæjarblöðin sín, Mosfellsmenn, eru þau ekki þó nokkur?

Við lásum þau nú ekki í hádeginu við Sigsteinn á Blikastöðum. Við hlustuðum á fréttir á Rás 1 og hámuðum í okkur ljúffengar kræsingarnar hennar Helgu.

Fátt gat truflað okkur á þeirri stundu.

HP Foss, 4.12.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk ég er einn af föstum lesendum

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:15

3 Smámynd: steinimagg

Mér finnst að það ætti að koma oftar út, gott blað.

steinimagg, 4.12.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

ég ætla að nýta mér þetta og fá fréttir af ´mosó. Ég sé að það hafa fleirri en ég notið góðra veitinga hjá Helgu og Sigursteini á Blikastöðum kærar kveðjur á mínar gömlu slóðir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:53

5 identicon

Þakka ábendinguna. "Addað" í eftirlæti. Öfund til ykkar að þurfa ekki að nýta útsvarsprósentuna í botn. Sendi þér KT-keflið því Sveinn skautst til Noregs og Kalli er munaðarlaus nú um mundir. Hvað með Jóla-Kalla? Kv. frá Akureyri (þar sem nemendum gengur vel í pisa)

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:16

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mosa þykir miður að ekki hefur síðasta tölublaðið borist á heimili hans.

Guðjón Sigþór Jensson, 5.12.2007 kl. 12:23

7 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna kæru bloggvinir.

Helgi minn, það var engin Mosfellingur þegar þú varst hjá Sigsteini og Helgu í góðu yfirlæti á hádegismat.

Hulda og Laugheiður gaman að heyra frá ykkur gömlu Mosfellingar. Auðvitað verðið þið að sjálfsögðu alltaf Mosfellingar.

Takk Hallsteinn minn.

Við tölum ekkert um myndina kæri Arnþór en takk fyrir ábendinguna.

Gísli Akureyringur, sem Guðfaðir leiksins gef ég þér fullt umboð til að skella inn einum í forföllum Sveins.

Jens, endilega hringdu í póstinn og fáðu blaðið sent. 

Karl Tómasson, 5.12.2007 kl. 23:16

8 identicon

Ómissandi blað.... Ég rek ávalt upp stór augu þegar blaðið kemur inn um bréfalúguna hjá mér....

Svo er svona svakalega sætur strákur á forsíðu síðasta blaðs....

Örlítið tengdur undirrituðum

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband