fös. 30.11.2007
Vilt þú komast í heitar umræður á Mbl?
Hver er ekki alsæll með það að vera í heitu umræðunum á Mbl? Minna má nú sjá og lesa sumstaðar. Ég hef verið svo lánsamur að nafn mitt hefur verið þar inni í nokkra mánuði. Geri aðrir betur. Ég fann líka upp þessa snilldar leið til þess og nú skal ég loks gefa ykkur leyniuppskriftina að því.
Leitið uppi leik sem gengur undir nafninu Kalli Tomm, takið þátt, reynið að vinna og málið er dautt. Þið þurfið ekkert að skammast ykkar fyrir það og láta einhverja halda að þið séuð bara að taka þátt til að komast í þær heitu og "málefnalegu". Reyndar er til önnur leið sem er vinsæl til að komast í heitar umræður, hún er að tala um eitthvað neðan beltis, skammast út í einhvern eða eitthvað, helst með dónaskap og lítilsvirðingu, það getur líka gengið upp.
Svo er líka annað ráð en það er aðeins á fárra færi. Það er að skrifa fallegar og mannbætandi greinar. Ég á nokkra slíka bloggvini og einn þeirra skrifar varla færslu án þess að komast í heitar umræður. Einhvernvegin er ég samt nokkuð viss um að það sé ekkert kappsmál hjá þeim ágæta bloggara.
Mikið skil ég þá bloggara vel sem láta það fara í taugarnar á sér að einhver leikur sé alltaf í heitu umræðunum, auðvitað á slíkt ekkert heima þar, því er ég hjartanlega sammála. Þetta eru engar umræður, þetta er leikur. Samt koma nú stundum upp umræður í leiknum, það má ekki gleyma því.
Ég er að spá í að gefa út jólaspil. Hver vill vera með?
Hver er maðurinn???
Athugasemdir
Það er mjög heppilegt að leikurinn sé í heitu umræðunum. Það auðveldar manni að finna út hvar leikurinn sé í gangi þegar maður er í stuði til að taka þátt í honum.
Leikurinn á sömuleiðis vel heima undir yfirskriftinni heitar umræður vegna þess að sú yfirskrift vísar á hvar fjörið er mest.
Jens Guð, 30.11.2007 kl. 22:49
Sæll Kalli, veistu nokkuð af hverju www.mosfellingur.is liggur niðri?
Baldur (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:49
Ég yrði fyrst kvenna að kaupa það við spilum mikið á heimilinu. Á einn 11 ára sem safnar spurningaspilum.
Bestu kveðjur Ingigerður.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 30.11.2007 kl. 22:57
Heyrðu Kalli, sko, þessi leikur er heitur eftir hvað,,,,,,,, 3mánuði? Hvað er að því að hann sé í Heitu umræðunum?
Ertu samt ekki dálítið seinn á þér með spilið núna fyrir jólin? Kannski næstu jól?
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:04
Takk fyrir komuna kæru bloggarar.
Jens, sjáums hressir eftir viku.
Baldur, Hilmar er að vinna í málinu. Þetta er einhver bilun.
Hallgerður. Ég átta mig ekki á því sem þú ert að fara.
Ingigerður, gott að heyra.
Magga. Það er sennilega rétt að bíða til næsta árs með spilið, ætlar þú að vera með? Hvað varðar þær heitu allt í góðu.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 30.11.2007 kl. 23:18
Pizzur geta verið ágætar.
steinimagg, 30.11.2007 kl. 23:46
Hallsteinn frændi alltaf í stuði. Er box í kvöld?
Karl Tómasson, 30.11.2007 kl. 23:58
bara í fjaðurvikt
steinimagg, 1.12.2007 kl. 00:12
góð mynd
steinimagg, 1.12.2007 kl. 00:13
Verst að þegar leikurinn birtist í heita flokknum, þá er hann búinn. Ég missi altaf af þessu. Er þetta ekki annars allt saman leikur. Maður er manns gaman þótt menn hvorum hampi eða fari í hár saman. (glænýtt máltæki)
Ekki er vanþörf á að brydda upp á léttleika hér annað slagið. Ég má varla stinga niður penna í góðu formáli án þess að úlfahjarðir að mér sæki. Allt sem ég er þó að segja er að ég veit ekki neitt og bið aðra um að viðurkenna það líka.
Laun heimsins eru vanþakklæti. Og svo er maður vanþakklátur á það líka.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 10:08
Hvenær kemur svo endanlega svarið við spurningunni?
Már Högnason (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 10:19
Kæru bloggvinir.
Hallgerður. Eigðu góðan dag.
Jón Steinar. Máltækið er gott og á án vafa oft vel við hér í bloggheimum. Jújú, bara leikur. Það er gaman og nauðsynlegt að slá á létta strengi svona öðru hvoru. Leikurinn frægi var t.d. til þess gerður.
Már. Þetta er góð spurning. Ég kem með aðra á móti, hver er með síðasta hárið?
Kær kveðja fá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 1.12.2007 kl. 12:39
Hvað er málið með myndbreytingarnar? Hver vegna ertu með mynd af Óskari í Ásgarði hjá þér og er Hallsteinn með mynd af Billa Start hjá sér? ????
HP Foss, 1.12.2007 kl. 16:04
fer aldrei yfir á þá síðu að skoða, hef nóg með að fara rúnt á bloggvini !!! geri það samt ekki nógu oft.
flott nýja myndin af þér.
gleðilga aðventu á morgun
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 16:56
mér finnst yfirgengileiki þessa leiks (eins og hann gæti hugsanlega verið skemmtilegur) bera vott um leiðinlegheit lýðræðislegra umræðna...leiði þjóðarinnar á sjálfri sér!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.12.2007 kl. 21:10
Er Anna Benkovic að segja okkur að henni finnist leikurinn leiðinlegur? Að hann beri vott um leiða þjóðarinnar á sjálfri sér? Blessuð vertu nú ekki að velta þér uppúr leiknum ef þér ekki líkar hann. Það er svo ósköp einfalt að sniðganga það sem manni líkar ekki, td eins og það virðist óskaplega leiðinlegt að lesa blogg þar sem fréttirnar eru nánast endursagðar, þá er það einfaldlega það sem sumir hafa tileinkað sér og getur ekki á nokkurn hátt truflað okkur sem nennum ekki að lesa það. Það er nú ekki eins og það sé skyldulesning.
Sýnum tillitssemi og umburðalyndi gagnvart náunganum.
Kveðja
Helgi Páls
HP Foss, 1.12.2007 kl. 21:49
HP þú meinar Billy Smart.
steinimagg, 1.12.2007 kl. 21:55
Er maðurinn Kona?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.