Framsýni, áreiðanleiki og metnaður

Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var þann 21. nóvember s.l. voru fyrstu drög meirihluta bæjarstjórnar að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 kynnt. Mikil fjölgun íbúa setur mark sitt á áætlunina.Tekju- og gjaldaliðir hækka því umfram verðbólgu. Óhætt er að segja að mikill metnaður, framsýni og áreiðanleiki einkenni fjárhagsáætlunina.

Gert er m.a. ráð fyrir óbreyttri útsvarsprósentu, óbreyttum prósentum í álagningu fasteignagjalda, verulegri hækkun á framlagi til íþrótta- og tómstundarmála. Framlag til  umhverfismála er stóraukið og vegur þar þyngst ráðning umhverfisstjóra sem jafnframt mun sinna málefnum staðardagskrár 21.

Jafnframt er gert ráð fyrir því að á árinu 2008 fari fram vinna við að samtvinna starf í frístundaseljum og almennu grunnskólastarfi þannig að til verði heilsdagsskóli í fullmótaðri mynd fyrir yngstu bekki grunnskólans. Þegar þessu markmiði er náð gefst tækifæri til að fella niður gjaldtöku fyrir frístundasel þannig að nám og viðvera í grunnskólum verði gjaldfrjáls. Jafnfarmt er gert ráð fyrir mikilli aukningu í framlögum til lista- og menningarsjóðs.

Ég vil nota tækifærið og þakka sviðsstjórum og öðru embættisfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem það hefur lagt á sig við fjárhagsáætlunargerðina, ljóst er að allir hafa lagst á eitt. Álagið á alla stjórnsýslu bæjarins er mikið í svo ört stækkandi bæjarfélagi.

Um þessar mundir fer fram viðamikil stefnumótunarvinna undir stjórn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra sem gert er ráð fyrir að ljúki í lok janúar. Miklar vonir eru bundnar við að sú vinna skili miklum og góðum árangri sem létta muni allt álag og um leið stórbæta alla þjónustu bæjarfélagsins.

Mörg önnur spennandi verkefni eru nú einnig í burðarliðnum. Vinna við miðbæjarskipulag er langt komin. Vinna dómnefndar vegna fyrirkomulags í Krikaskóla er á lokastigi. Auglýst hefur verið eftir tillögum að nýju útilistaverki sem reist verður á torginu við hlið Kaupþings banka, gegnt Kjarna og nú er að hefjast vinna við undirbúning að samkeppni um ævintýragarð svo eitthvað sé nefnt.

Það eru spennandi tímar framundan í Mosfellsbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmm og mínir menn tekið sæmilega í þetta? Bið að heilsa Halla.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott að heyra að allt gangi enn vel í Mosfellsbæ - en hvað er "frístundaseljum" ?

Halldór Sigurðsson, 30.11.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: Karl Tómasson

Heilir og sælir bloggvinir.

Gísli. Ert þú ekki ánægður fyrir okkar hönd og Mosfellinga? Ég kem kveðjunni til Halla frá þér.

Halldór. Frístundasel er vistun þar sem m.a. er boðið uppá ýmiskonar frístundarstarf að loknum skóla.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 30.11.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband