þri. 9.10.2007
Bloggdólgurinn Valdi Sturlaugz
Sumir bloggarar kjósa einhverra hluta vegna að skrifa ekki undir sínu eigin nafni, heldur að notast við einhver leyninöfn. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við það svo fremi sem alls velsæmis er gætt. Alvarlegra er þegar slík leyninöfn eru notuð til þess eins að vera með háð, níð, lítilsvirðingu og svívirðingar gagnvart nafngreindum manneskjum og samferðafólki þeirra. Nokkur slík dæmi dúkka upp öðru hvoru en misalvarleg þó.
Undanfarnar mánuði hafa Varmársamtökin haft sem tengil á sinni heimasíðu bloggdólg sem kallar sig Valda Sturlaugz. Hann fer hamförum í skrifum sínum sem einkennast öll af rætnu háði og lítilsvirðingu og hafa þau skrif beinst sérstaklega að fáeinum persónum og þá einna helst mér undirrituðum.
Þó nokkrir hafa séð ástæðu til að fjalla um þetta og hefur stjórn samtakanna m.a. verið send bréf og athugasemdir frá mætum sveitungum þar sem gerðar hafa verið alvarlegar athugasemdir við það að samtökin skuli ekki sjá sóma sinn í að taka þetta út af síðu sinni og afneita öllum tengslum við umræddan bloggdólg. Þvert á móti hafa samtökin leyft þessum bloggdólgi að koma með athugasemdir á síðu sína undir leyninafni á sama tíma og þau hafa séð ástæðu til að henda út jafnvel einföldum fyrirspurnum, undirrituðum með fullu nafni einstaklinga sem raunverulega eru til.
Þessi sömu samtök lögðu sig fyrr á árinu afar hart fram við að upplýsa hverjir meintir bloggdólgar væru sem herjuðu á síðu samtakanna og annarra og nafngreindu þar fólk án afláts. Á sama tíma herjaði ein aðaltalskona samtakanna, Kristín Pálsdóttir systir stjórnarkonunnar Sigrúnar Pálsdóttur, á sömu síður undir hinum ýmsu leyninöfnum, notaði annarra manna netföng í leyfisleysi og stofnaði jafnvel heila bloggsíðu í kringum einn "karakterinn" sinn. Ennfemur hafði hún fyrir því að búa til nýtt netfang á bak við nær hvert einasta nafn sem hún skáldaði upp. Þetta kom í ljós þegar ip-tölur voru birtar og var staðfest í samtali við blaðamann DV þegar málið var komið á forsíður blaðsins. Hún hafði viðurkennt fyrir honum að hafa skrifað undir þessum leyninöfnum. Gunnlaugur B. Ólafsson varaformaður staðfesti ennfremur nýlega að Kristín hafi skrifað undir þessum leyninöfnum. Var Kristín notuð af stjórn samtakanna til þess að koma höggi á þá sem gagnrýndu stjórnina eða tók hún upp á þessu hjá sjálfri sér?
Þegar kvartað hefur verið yfir skrifum Valda Sturlaugz á heimasíðu Varmársamtakanna hefur Berglind Björgúlfsdóttir formaður, svarað á þá leið að viðkomandi verði að ræða málin við hinn umrædda bloggdólg. Hún tekur enga afstöðu gagnvart þeirri staðreynd að maðurinn er ekki til þrátt fyrir að vita það og líklega að vita hver(jir) leynist á bak við nafnið. Hún segist hafa þurft að úthýsa fólki af síðu samtakanna vegna fúkyrðaflaums, sem er ekki rétt - viðkomandi var úthýst þar sem hann spurði samtökin of erfiðra spurninga. Berglind lítur það hinsvegar mildum augum að fólk skrifi þar undir leyninöfnum, á meðan það er í þágu samtakanna. Að framansögðu er næsta líklegast að stjórnarfólk úr Varmársamtökunum eða fólk nátengt henni stendur að baki nafninu Valdi Sturlaugz svo aumkunarvert sem það nú er.
Huldumaðurinn Valdi Sturlaugz þekkir vel til mála í Mosfellsbæ og er ljóst að hann hefur mikil tengsl og sambönd í bæjarpólitíkinni á sama tíma og hann lýsir því yfir að hann búi í Reykjavík, sé sjálfstæðismaður og hafi lítinn sem engan áhuga og þekkingu á bæjarmálum í Mosfellsbæ. Hann hefur einstakan áhuga á málefnum VG hér í bæ og öllu sem að þeim snýr. Það vekur furðu að hann kallaði m.a. samflokksmann sinn í sjálfstæðisflokknum, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, cover-girl bæjarblaðsins Mosfellings og undraðist hvað blaðið hampaði henni. Þessi huldumaður sá einhverra hluta vegna einnig ástæðu til þess að gera lítið úr leiðaraskrifum ritstjóra Mosfellings Hilmars Gunnarssonar og gera lítið úr frjálsri og óháðri aðkomu þess blaðs að bæjarmálum. Um leið hampaði hann umfjöllun Morgunblaðsins um málefni Varmársamtakanna og skjallar nú sem aldrei fyrr núverandi bæjarstjóra, væntanlega í þeirri trú og von að hann taki öðruvísi á málefnum Varmársamtakanna en Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Allt kemur þetta frá manni sem segist búa í Reykjavík og vera sjálfstæðismaður! Staðreyndin er hinsvegar sú að tónninn í skrifum Valda Sturlaugz minnir oft frekar á málflutning samfylkingarfólks í Mosfellsbæ en rótgróins sjálfstæðismans enda hefur það margoft komið fram í umræðunni hversu Varmársamtökin og Samfylkingin hafa hampað hvort öðru í málflutningi sínum. Eins og Varmársamtökunum er mikið í mun að láta sem þau séu ópólístísk. Nú virðist samt sem að renna séu á Samfylkinguna tvær grímur um ágæti samstarfsins.
Það er furðulegt til þess að vita að samtök sem börðust hvað harðast og úthrópuðu meinta bloggdólga skuli ekki reyna að upplýsa hver umræddur aðili er og ef ekki er vilji eða geta til þess, afhverju þau slíta ekki öll tengsl sín við þennan aðila þar sem greinilega fá að blómstra brenglaðar hvatir fólks sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að hefna ímyndaðra harma.
Það er fáranlegt að hægt skuli vera að halda út heilli bloggsíðu þar sem að menn halda úti einelti og dylgjum í skjóli nafnleyndar.
Þess má geta að lokum að aðeins er til einn maður sem er kallaður Valdi Sturlaugs, það er maður um áttrætt sem er föðurbróðir minn.
Virðingarfyllst
Karl Tómasson.
Athugasemdir
Svona hjál dæmir sig sjálft. Ég segi að því meira sem þessi fýr tjáir sig því betra.
Eða með orðum Abraham Lincoln: "It is better to remain silent and be thought a fool, than to open one's mouth an remove all doubt."
Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2007 kl. 00:26
Þetta er samtökunum til mikillar skammar og því fullorna fólki sem heldur þessum blogg trúiði út. En því miður er þetta í takt við þau vinnubrögðsem við höfum séð undan farið og skaðar málefni þeirra mikið.(ef einhver af þeim man enn í dag hver þau voru)
Högni Snær Hauksson.
Högni Snær Hauksson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 01:19
Þetta er nú meira fjörið. Í mínum huga er nafnleynd alltaf eitthvað sem að þolir illa dagsljós. Og ég skil ekki af hverju fólk sem að hefur sterkar skoðanir á einhverju kemur ekki hreint til dyra og stendur við sína afstöðu undir nafni.
Jens Guð, 10.10.2007 kl. 01:22
Ég get ekki skilið hvers vegna fullorðið fólk nenni að standa í því að úthúða fólk opinberlega og hafi síðan ekki manndóm í sér að koma fram undir nafni. Sumir eiga bara erfitt. Þetta minnir mig á atvik sem gerðist fyrir nokkrum árum þar sem stjórnarmaður hjá Fram var orðinn einn virkasti félaginn á spjallsvæði Vals og notaði hvert tækifæri til að úthúða stjórn Vals. Það besta var að sá náungi var afhjúpaður honum til mikillar minnkunar. Vonandi verður Valdi Sturlaugz afhjúpaður fljótlega, eitt er víst að hann mun ekki afhjúpa sig sjálfur.
Ég styð það að fólk fái að tjá sig undir nafnleynd, en þeir sem gera það hafa engan rétt til að nafngreina aðra. Svo einfalt er það.
Mummi Guð, 10.10.2007 kl. 08:56
Ég skil vel að þér sé ofboðið að sitja undir nafnlausu skítkasti. Nafnleysingjum er ekki hægt að svara og í raun eru þeir ekki svaraverðir.
Áhugavert þetta sem Anna K. segir um að banna IP töluna. -- Vissi ekki að það væri hægt! Það er held ég nokkuð sem allir bloggarar ættu að kunna.
En ég held að flestir séu farnir að sjá í gegnum þessi Varmársamtök. Amk. eiga þau ekki mikinn hljómgrunn meðal þeirra sveitunga sem ég umgengst.
Sigurður Hreiðar, 10.10.2007 kl. 09:54
Það er svo merkilegt að þrír einstaklingar -Karl Tómasson, Bjarki Bjarnason og Hjördís Kvaran- hafa ekki getað átt friðsæla stund síðustu dægrin vegna skrifa manns eða konu sem kallar sig Valda Sturlaugz. Bjarki er hinn eini sanni "mæti sveitungi", sverð og skjöldur félaga síns Karls Tómassonar, sem hefur verið að senda samtökunum bréf í leit sinni að þessum manni. Allt er þetta fólk í einhverjum 5-10 manna hópi sem vill gangast við vinstri grænum í þessu bæjarfélagi. Stjórnmálaflokki sem hefur eytt mestu af sinni orku í baráttu gegn opnum íbúa- og umhverfissamtökum í bæjarfélaginu.
Þetta sama fólk hefur ekki lagt neitt uppbyggilegt til þeirrar viðamiklu skipulagsumræðu sem Varmársamtökin hafa staðið fyrir. Því virðist þessi hópur bæði haldin sjálfseyðingarhvört, sem felst í því að ráðast á félagsstarf sem að vinnur að þeirra eigin áherslum og þar að auki virðist þetta fólk algjörlega húmorslaust, heilsar varla á förnum vegi og er í algjörri tilfinningastíflu. Ég er viss um að Ragnheiður Ríkharðsdóttir heldur ró sinni þó einhver bloggari hafi vísað til hennar sem "cover-girl Mosfellings". Það verður ekki við allt ráðið og trúlega hefur hún sjálfstraust og húmor. Veit að hún er nógu flott til að skreyta forsíður blaðanna!
Ég skora á alla að fara inn á síðu Valda og eiga ánægjuríka stund http://blogg.visir.is/valdist/
Með kærleikskveðju og góðu flæði,
Gunnlaugur B. Ólafsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:09
Góð tilvitnun hjá Jóni Steinari.
Ég vil taka undir þetta. Stundum er eins og þessu fólki sé bara ekki alveg sjálfrátt.
Marta B Helgadóttir, 10.10.2007 kl. 10:52
Hef ekkert að segja um þetta en læt samt vita að ég sé búinn að lesa... kvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.10.2007 kl. 18:05
Stend með þér í þessu máli.
Óheiðarlegt að haga sér svona. að koma með fullyrðingar ,og eigi sja´sóma sinn í því að gera það undir eignn nafni.
Og endurtek það sem hann Jón Steinar Ragnarsson sagði hérna efst
Eða með orðum Abraham Lincoln: "It is better to remain silent and be thought a fool, than to open one's mouth an remove all doubt."
Halldór Sigurðsson, 10.10.2007 kl. 19:38
Vona að allir séu meðvitaðir um að þetta er síða forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Hann er ekki starfinu vaxin ef að hann heldur sig hafa frjálsar heimildir, með sínu aðstoðarfólki, til að setja fram endalausar dylgjur og árásir á fólk og félagsstarf í bæjarfélaginu.
Hvernig væri að fá að heyra hans drauma og þrár hans til handa mannlífi og byggð, heldur en að festast í þessum leiðindum. Hvað er þetta innlegg hér fyrir ofan annað en rætin illkvittni. Líkt og þegar Líney kona hans og Hjördís leggjast nýlega svo lágt að vera með aðdróttanir um jóganámskeið sem fyrirtæki mitt bíður upp á hér í bænum.
"Sérstök áhersla er lögð á meðferð fólks sem hefur tekist á við grindarverki, grindarlos eða grindargliðnun, jafnt eftir langvarandi sem skammvinn átök við grindverk ýmiskonar." Skrifar hún og ekki er ljóst hvort hún er innstillt inn á gott hjartalag?
Hjördís er með eineltistilburði í minn garð, setur mitt nafn endurtekið í samhengi við sitt hömlulausa tilfinningarót og sama gerir Bjarki Bjarnason sem á haustdögum skrifaði grein sem að hann sendi bæði í Mosfelling og Morgunblað. Aðalinntak greinarinnar var aðför að minni persónu. Þau virðast vera í hlutverkum húskarls og kerlingar í fjósverkunum á forsetasetrinu.
En til þeirra sem vita vilja þá er ég enn stoltur af hinum táknræna gjörningi þegar ég felldi öryggisgirðingu við trjálund í Álafosskvos á síðastliðnu vori, þegar ljóst var að vegurinn yrði lagður án deiliskipulags undir formerkjum lagnavinnu. Það var nefnilega ekki æði heldur góð leið til að vera áfram í fínu flæði.
Með ósk um næði,
Gunnlaugur B Ólafsson, 11.10.2007 kl. 01:41
Ég get nú ekki orða bundist lengur, ekki þegar hann Gunnlaugur ætlast til að hann sé ósnertanlegur með sitt skítkast og heldur að það sé fyrirgefið með einhverjum klisjum í restina á háði sínu og spotti í garð heiðarlegs fólks.
Það hlaut að koma að því að Kalli svaraði fyrir sig, menn snúast til varnar þegar sífellt er ráðist á þá, janfvel rólegastu menn.
Gunnlaugur, ef þú ert jafn heiðarlegur karakter, jafn sanngjörn persóna og jafn mikið góðmenni og Karl Tómasson og Líney kona hans, þá ert þú á grænni grein í tilverunni. Hinsvegar hefur þú ekki verið að sýna okkur það með þínum skrifum um Karl og hans fólk.
Ég hef óbeit á svona framkomu.
kveðja
Helgi Pálsson.
HP Foss, 11.10.2007 kl. 14:47
Einhverra hluta vegna vilja aðilar hér á síðunni halda áfram vegferð persónulegrar lágkúru. Það vil ég ekki. Einhverra hluta vegna vilja aðilar hér á síðunni kynda undir framhald á leiðindum sem að eru búin að standa alltof lengi og gera engum gagn. Það vil ég ekki.
Ég er tilbúin að hitta á þessa aðila og vinna að því að hreinsa ágreining og draga lærdóm fyrir framtíðina. Vilja þau það? Ég er til í að sýna þessum aðilum fyrirgefningu og kærleika. Vilja þau það? Ég stjórna ekki viðbrögðum annarra en velvild og jákvæðni hafa verið mín leiðarljós. Þykir miður ef einhver telur sig hafa upplifað sárindi út af einhverju sem ég hef sagt eða gert.
Aðalmálið er að svona tegund samskipta er ekki góð. Hún er það ekki. Mosfellingar og aðrir eiga þetta ekki skilið. Er vilji til að finna leiðir til þess að koma af stað verðugri samskiptamáta? Mín hönd er útrétt og verður það, en eins og áður segir þá stjórna ég ekki dómum og viðbrögðum annarra. Það ber hver og einn ábyrgð á sínu.
Vona að allir njóti dagsins,
Gunnlaugur B Ólafsson, 11.10.2007 kl. 15:25
Ég er karlinn en þú kerlingin, svo grundvallaratriðin séu á hreinu.
Gangtu heil og sæl á Guðs vegum,
Gunnlaugur B Ólafsson, 11.10.2007 kl. 16:17
Ég hef bara farið einu sinni inn á þessa Valda Sturlaugz síðu og dugði það mér alveg til að sjá að ég hefði ekkert þangað að sækja, nema ef vera skyldi hvernig ætti að rakka fólk niður. Þar sem það er eitthvað sem ég hef ekki í eðli mínu og hef ekki áhuga á að taka upp þá sleppi ég því bara að fara þangað inn. En á síðu Karls Tómassonar félaga míns fer ég oft mér til skemmtunar.
Ég ætla að vona að hann fari að fá frið fyrir rógburði og ofsóknum Valda og annarra sem virðast nærast á því að rakka hann og fjölskyldu hans niður og öll hans störf. Að segja að Karl hafi enga framtíðarsýn eða metnað fyrir bæjarfélagið sitt er þvílík fjarstæða. Þetta segi ég eftir að hafa unnið með honum í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar núna í tæpt eitt og hálft ár. Við höfum unnið náið og í góðu samstarfi að mörgum verkefnum fyrir bæjarfélagið okkar og erum búin að leggja drög að ýmsu öðru sem unnið verður á næstu árum bænum okkar og Mosfellingum til góðs.
Það er hálf ömurlegt að verða vitni að þessu stríði og hvet ég fólk til að nýta orku sína og tíma til góðra verka í stað þess að vera sífellt að rakka náungann niður, það hefur aldrei skilað neinu.
Herdís Sigurjónsdóttir, 12.10.2007 kl. 09:00
"En til þeirra sem vita vilja þá er ég enn stoltur af hinum táknræna gjörningi þegar ég felldi öryggisgirðingu við trjálund í Álafosskvos á síðastliðnu vori, þegar ljóst var að vegurinn yrði lagður án deiliskipulags undir formerkjum lagnavinnu. Það var nefnilega ekki æði heldur góð leið til að vera áfram í fínu flæði."
Af einhverjum ástæðum fór nú ekki að "flæða" fyrr en filman var farin að rúlla hjá fréttamönnunum.
Halldór Egill Guðnason, 12.10.2007 kl. 10:47
Sammala því að fólk á að skrifa undir nafni Kalli. Ég tek ekki mark á því sem er skrifað undir dulnefni, hvað hefur fólk eiginlega að fela? Bestu kveðjur
Hlynur Hallsson, 12.10.2007 kl. 11:41
"Félagi minn" Karl Tómasson segir sjálfstæðiskonan Herdís Sigurjónsdóttir til forystumanns VG. Það eitt er dálítið skondið, samkvæmt mínum húmor. Margt hafi gott verið unnið af þeim í stefnumótun. -Eflaust, en hafa bæjarbúar fengið að vera þátttakendur í því?
Það hefur lengi verið einkenni á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokks að vinna ekki fyrir opnum tjöldum, með því að kynna hugmyndir, fá fram umræðu og leita leiða með íbúum og almenningi að bestu lausn í hverju máli. Þar hafa síðustu misserin stórir samningar við verktaka verið ráðandi. Þetta hefur búið til ákveðið tómarúm og spillt fyrir að lýðræðisvitund hafi það vægi sem að hún á að hafa.
Verð að viðurkenna að það kom á óvart að vinstri grænir skyldu gangast undir sömu jarðarmen með því að vanvirða skyldu sína að standa fyrir uppbyggilegri og málefnalegri umræðu við íbúa um þróun bæjarins. Málefnafátæktin er eitt, en þó er öllu verra að það virðist meginhluti orku þeirra fara í að eyðileggja málflutning og hugsjónir annarra með bulli og leiðindum.
Þetta eru mínar hugrenningar í leit að ástæðum fyrir því afhverju skipulagsmál í þessu bæjarfélagi lenda í slíkum hnút og ógöngum sem þau hafa gert. Morgunblaðið hefur jafnframt haldið því fram að Mosfellsbær hafi sýnt óvenju mikla hörku í samskiptum við íbúa um skipulagsmál. Blaðið gerði vandaða úttekt á málinu sem að við heilbrigðar aðstæður hefði átt að taka fagnandi af bæjaryfirvöldum.
Í nýlegum leiðara Mosfellings er gert lítið úr umfjöllun Morgunblaðsins og Karl Tómasson vísar til hennar í þá veru að skrifin hafi verið um "málefni Varmársamtakanna". Ja, há, þróun og mikilvægir þættir skipulagsmála eru bara orðin eign samtakanna! Vissulega upplifir maður það oft þannig, en ég hélt að það væri ekki opinberlega viðurkennt.
Samfylkingin og Morgunblaðið verða vondu aðilarnir sem eru handbendi Varmársamtakanna. Þessa framsetningu og túlkun er okkur boðið upp á endalaust, ekki síst af forseta bæjarstjórnar og það hefur ákveðin tilgang. Að setja umræðuna í sjálfheldu eða gera hana það leiðinlega að henni vaxi ekki fiskur um hrygg.
Varmársamtökin hafa sjálfsagt gert sína feila í viðleitni sinni að efla vakningu og vitund bæjarbúa um mikilvægi verndunar og útivistar á Varmársvæðinu. Samtökin þurfa að skoða það vel svo að vinna þeirra skili sem mestum árangri til framtíðar. Tel að það sé gott að fá uppbyggilegar ábendingar sem megi efla áherslur íbúalýðræðis og umhverfisverndar.
Erfitt er að sjá að það verði úrbætur og eðlisbreyting á grunni umræðunnar ef einungis Varmársamtökin fara í gegnum ferli endurmats og sjálfskoðunar. Það þurfa allir að gera. Sífelld athugun á því hvort gengið hafi verið til góðs. Ég skynja ekki að það sé vilji til þess að lýsa því yfir að vandað verði til verka í framtíðinni hjá bæjaryfirvöldum. Leitað verði sátta. Að menn séu til í að hlusta og taka tillit. En vonandi ...
Góða helgi,
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.10.2007 kl. 15:15
sendi þér ljós kæri kalli bloggvinur, ekki veitir af, hvaða kraftar eru í gangi !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 17:09
Gunnlaugur B. Ólafsson varaformaður Varmársamtakanna og aðrir stjórnarmenn. Í þá áratugi sem ég hef tekið þátt í eða verið viðloðandi sveitarstjórnarmál hef ég að sjálfsögðu oft orðið var við að hart er tekist á um sum málefni. Það sem hins vegar hefur gerst hér í Mosfellsbæ, bæði varðandi fyrirhugaða tengibraut og nú undanfarnar vikur á heimasíðu einhvers Valda er ótrúlegt og nær í raun langt út fyrir alla almenna og heilbrigða skynsemi. Þar er veist að lýðræðislega kjörnum bæjarfulltrúa undir leyninöfnum með þeim hætti að hver sá sem þátt tekur í því er maður minni. Varmársamtökin eru ekki bara stjórnin ein, á bak við þau er einnig fólk sem verður að geta treyst því að ráðamenn samtakanna taki ekki þátt í neinu sem kallast getur niðrandi og meiðandi einelti. Um það hefur sumt stjórnarfólk Varmársamtakanna orðið uppvíst í skrifum sínum og í raun stjórnin öll á meðan hún kemur ekki í veg fyrir svo ógeðfeldan leik, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að loka t.d. umræddri Valda síðu. Ólafur Gunnarsson formaður Vinstri grænna í Mosfellsbæ.
Ólafur Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:53
Er þetta grín? Gulli og Hjördís, hvað eruð þið gömul? Hættið þessu!!
Rúnarsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:15
Sá vægir er vitið hefur meira
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:25
Iss, mér finnst bara gaman að þessu fólki, burt séð frá pólitík :)
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 01:03
Karl, ég finn enga áskorun á Jenný í athugasemdum! Skrifaðir þú henni bréf?
Edda Agnarsdóttir, 14.10.2007 kl. 11:38
Komin úr helgarreisu austur á land og áður en ég fór hvatti ég alla til að gefa tón sáttfýsi til framtíðar. En hér á greinilega bara að sjá flís náungans, skamma einn og annan eins og hunda. Snúa sér síðan að skemmtilegum leikjum og sprelli.
Hef ekki hugmynd um hver Valdi Sturlaugz er. Er honum þó þakklátur fyrir hlý orð í minn garð í síðustu færslu. Þar axlar hann ábyrgð í þeim orðum hans að hugsanlegt sé að hann hafi farið yfir strikið. Axla Karl og félagar slíka ábyrgð?
Verð að viðurkenna að árásargjörn skrif um mig og starf mitt fyrir Varmársamtökin hafa tekið sinn skerf úr lindum lífsorkunnar. Til þess verks fór ég af heilindum og góðum ásetningi, sem líffræðingur með mikinn áhuga á útivist og umhverfisvernd.
Samtökin hafa notið mikils velvilja, eru orðið þekkt nafn um allt land fyrir að hafa verið í fremstu röð allra þeirra aðila sem að á síðustu misserum hafa hamrað járnið, varðandi mikilvægi aðkomu íbúa að skipulagsmálum.
Framtíðin er björt fyrir áherslur umhverfisverndar og íbúalýðræðis. Þar er ekkert svartnætti, heldur einungis mikill fjöldi af fögrum stjörnum sem að falla ekki svo glatt, þó andi úlfúðar og sundurlyndis vilji losa þær frá himnafestingunni.
Gunnlaugur B Ólafsson, 14.10.2007 kl. 21:14
Gunnlaugur, segðu mér.
Hver ritstýrir heimasíðu Varmársamtakanna?
Ólafur Ragnarsson Hvarfi.
Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 23:05
Ritstjóri þessarar síðu virðist vera búin að feitletra spurninguna frá þér. Enda finnst mér þessi spurning vart frá þér komin. Myndtáknið þitt er heldur ekki fyrir framan. Hefur yfirleitt verið svona "lige glad" týpa í góðu flæði í þínum skrifum.
Það hver gegnir hvaða hlutverki í vinnu samtakanna á ekki erindi hér inn. En þér er velkomið að hringja í mig ef þetta brennur mjög á þér. Við erum búin að gera svo margt, 700 manna tónleikar, íbúaþing um skipulagsmál með á annað hundrað manns, láta vinna tillögur að bættri útfærslu tengibrautar, vel sóttir útimarkaðir sem voru einstaklega skemmtilegt krydd í mannlífið o.fl. o.fl.
Njótið dagsins,
Gunnlaugur B Ólafsson, 16.10.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.