Já!!!

Mögnuð var hljómsveitin en um trymbilinn John heitinn Bonham eru vart til lýsingarorð.

Ég læt í tilefni fréttana eitt af meistaraverkunum fljóta hér.

 

 


mbl.is Led Zeppelin kemur fram á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, hérna segjum tveir. Maður hefur bara aldrei vitað annan eins trommuleikara í gjörvallri sögu rokksins. Þarna var þess utan ekki komið til sögunnar þetta rafeindadót sem blekkir fólk og lætur argasta fúskara koma út sem snilling. Jon Bonham var bara að lemja settið sitt og kunni það. Minningin lifir. En án hans er hljómsveitin varla nema nafnið.

Rokkarinn sem getur ekki þagnað (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:25

2 identicon

Ég gat bara alls ekki fengið þetta vídeó til að spilast. Það byrjaði á texta og svo kom ekkert meir :( Ef þetta er Whole Lotta Love þá er það eitt af uppáhaldslögunum mínum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þarna sér maður vel tenginguna tónlist ef þetta er ekki lista spilamennska veit ég ekki hvað er það, takk fyrir mig kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.9.2007 kl. 23:13

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég fer ekki ofan af því að LZ var/er besta hljómsveit rokksögunnar.  Þá á ég við allir liðsmenn hljómsveitarinnar voru yfirburðarmenn á sínu sviði.  Jafnframt vó(g) hljómsveitin þungt í mótun þungarokksins og þeim tónlistarhræringum sem voru 1969 og næstu ár.

  Ég met Bítlana sem merkustu hljómsveit rokksögunnar en LZ þá bestu.   

Jens Guð, 13.9.2007 kl. 01:31

5 Smámynd: Karl Tómasson

Ég er sammála því Rokkari að án Bonhams verður Zeppelin að sjálfsögðu alrei sú sama. Hann kunni sannarlega að lemja settið. Eigum við ekki að reikna með að sonurinn Jason hafi fengið eitthvað frá pabba sínum?

Sæl Anna það er rétt hjá þér að þetta er Whole lotta love. Ég vona að þetta hafi verið tímabundið tæknivandamál hjá þér.

Sæll Úlfar listaspilamennska var það.

Sæll Jens. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif félaganna á rokkið, þau eru ótvíræð. Ég er samt á þeirri skoðun að enn hafi ekki komið fram betri hljómsveit en Bítlarnir og án vafa sú merkasta.

Sæll Erlingur. Þá er bara að skella sér og sjá hina meðlimina.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 13.9.2007 kl. 17:44

6 identicon

Núna spilaðist það ... og þetta er bara fullkomlega æðislegt  Takk fyrir að deila þessu með bloggvinum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 17:57

7 identicon

En að fá Júlla úr Deep Jimi And The Zep Creams í verkið?  Hann kann þessa slagara alla fram og tilbaka. 

Annars er band í Köben sem kallar sig The Led Zeppelin Experience, asskoti fínt band það.  Hef séð þá spila nokkrum sinnum og skemmt mér konunglega enda bandið dr....þétt (Splúndurfréttir eiga ekkert í þá)

Ef fólk er að leita eftir alvöru LZ upplifun þá mæli ég með tónleikadisknum How The West Was Won - tær snilld! 

Jóhann (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 18:45

8 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég er sammála ykkur. Þessi hljómsveit er sú besta í rokksögunni. John Bonham er besti trommuleikari sem uppi hefur verið að mínu mati. Hann sýnir nú ekki mikið í þessu myndbandi, hlustið á þetta hér, Moby dick og þá fáið þið að sjá og heyra tilþrif sem verða varla toppuð. Þarna má sjá bregða fyrir Jason Bonham spila á trommur á unga aldri.

Ingólfur H Þorleifsson, 13.9.2007 kl. 20:44

9 Smámynd: Karl Tómasson

1000 þakkir Ingólfur. Frááááábært!!!!!!!!!

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 13.9.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband