Er Mosfellsbær fallegur?

Ég fór í smá bíltúr í gær og kíkti m.a. á nýju hverfin sem eru að rísa í Mosó. Þar sem ég dólaði niður eina götuna vatt sér að mér hressilegur maður með hamar í hendi. Ég þekkti mannin ekki en svo virtist sem að hann vissi hver ég væri. 

Hann hóf að spyrja mig ýmissa spurninga um framkvæmdir á vegum bæjarins og ég reyndi auðvitað eftir bestu samvisku að svara þeim, enda maðurinn vopnaður hamri.

Eftir þó nokkuð spjall spyr hann mig hvort mér finnist Mosfellsbær fallegur. Ég viðurkenni að á mig kom smá hik, því spurningin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þá sagði hann strax, "já!!! þú ert ekki viss" Jú jú sagði ég auðvitað er Mosfellsbær fallegur og þarna stóðum við í miðju spýtnabrakinu og moldarhrúgunum. Ég bætti svo við að auðvitað væri svolítið rask á meðan þessi hverfi væru að byggjast upp en vissulega væri Mosfellsbær fallegt bæjarstæði.

Ég spurði hann þá sömu spurningar, hvað honum findist. "Nei!!! mér hefur aldrei fundist Mosfellsbær fallegur" Auðvitað varð ég gamli sveitalubbinn sár án þess að láta á því bera og sagði við hann þegar ég var að setjast inn í bíl, þetta er fallegt hús. "Já þakka þér fyrir, við gerum ráð fyrir að geta flutt inn fyrir jól"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mosfellsbær blæs út eins og stór blaðra.  En ég er viss um að bærinn á eftir að verða fallegur, þegar róast ástandið.  Til dæmis er rosalega fallegt upp með ánni, og búið að gera þar margt skemmtilegt göngustíga og snyrtilega gengið frá öllu, enda eigið þið hann Oddgeir að, sem er perla.  Svo öll skógræktin niður við leirarnar.  Þetta er ungur bær á uppleið, með unglingaveikina eins og sagt er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þegar ég var lítill þá fannst mér alltaf gaman að fara í langferðalag frá Garðabæ til Mosfellsbæ... mér finnst bærinn flottur. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.9.2007 kl. 18:17

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe kellingin hefur pínt hann til að flytja í Mosó. auðvitað er bærinn fallegur. Sveit í borg

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl Ásthildur. Það er rétt hjá þér að Oddgeir er perla og búinn að vinna mjög gott starf fyrir bæjarfélagið.

Sæll Gunnar, það er rétt hjá þér þetta var sannkallað langferðalag fyrir ótrúlega fáum árum síðan.

Sæl Jóna. Nú er spurningin hvort þú farir ekki að pína bretann.

Sæl Anna. Auðvitað áttu að koma aftur í Mosó. Ég er búinn að segja þér að það verður tekið vel á móti þér.

Karl Tómasson, 13.9.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband