Innilegar hamingjuóskir

Meistaraflokkur kvenna hjá Aftureldingu gerði sér lítið fyrir og vann sér sæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liðið sigraði Völsung á Húsavík 3-0 í seinni leik liðanna um sæti í úrvalsdeildinni.

Á brattann var að sækja hjá Aftureldingu eftir 2-3 tap að Varmá í fyrri leiknum. Þessi frækni árangur kemst í sögubækur Aftureldingar þar sem þetta er aðeins í annað skipti í 98 ára sögu félagsins sem liðið á sæti í úrvalsdeild í knattspyrnu.

Til mín barst skemmtilegt áheit frá Tryggva Þorsteinssyni þar sem hann skoraði á Gildruna að leika fyrir stelpurnar tónleika ef sigur innist á Húsavík en hljómsveitin Ljótu hálvitarnir frá Húsavík sagðist spila tónleika fyrir Völsungsstúlkur ef þær innu sigur í þessari úrslitarimmu.

Þar sem hljómsveitin Gildran er lítið sem ekkert starfandi um þessar mundir gátum við ekki orðið við þessari bón Tryggva en hugur okkar var að sjálfsögðu hjá þeim í dag eins og öllum öðrum Mosfellingum.

Afturelding lagði ekki einungis Gildru fyrir Völsunga í dag heldur Gildrur.

Fjölmenni tók á móti stelpunum í Aftureldingu þegar þær lentu kl 21 í kvöld á Reykjavíkurflugvelli. Þar ríkti mikil stemning og gleði.

Innilegar hamingju óskir. 


mbl.is HK/Víkingur og Afturelding unnu sér sæti í efstu deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Óska þeim hjartanlega til hamingju

Upp tekur sig nostralgía hjá mér þar sem ég var ein af stelpunum sem komu af stað kvennabolta hjá Aftureldingu ég á hér heima "gömul" eintök af "Eldingu" blað sem gefið var út af knattspyrnudeildinni og þar eru fréttir af fyrsta sumrinu okkar í boltanum.

FYRSTI LEIKUR OKKAR FÓR 14 eða 18 núll en síðasti leikur sumarsins fór 1-0 fyrir okkur svo það var "á brattann að sækja" það sumarið

Þær eru verskuldaðar af þessum tímamótum og í mér slær AFTURELDINGARHJARTA

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 5.9.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Kalli, þetta var heldur betur flott hjá stelpunum okkar. 

ÁFRAM AFTURELDING !

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.9.2007 kl. 07:13

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæll Kalli minn. Þarna sérðu, stelpurnar blómstra í kringum þig. Innilegar hamingjuóskir. Þó ekki sé ég Mosfellingur langar mig að fagna með ykkur. Ef þú hefur tíma hafðu þá samband við mig því mig langar að láta þær hafa einhver verk sem þær gætu hugsanlega boðið upp á einhverri samkomu síðar í haust eða vetur. Mig rennir í grun að alltaf vanti eitthvað í kassann ekki síst þegar ný og spennandi verkefni bíða. Eigðu góðan dag kallinn minn.

kv.  Thorberg

Bergur Thorberg, 6.9.2007 kl. 07:44

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju til theirra !!!

Alheimsljós til thín og theirra

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 08:28

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir kommentið hjá Steinu...en ég er ekki svoooo gamall Mosfellingur..Til hamingju Afturelding með sætið í úrvalsdeildinni. Víkingarnir komust einnig upp...hvað er betra..bæði uppáhaldsfélögin mín...Gangi þér vel Kalli vinur í bæjarstjórninni...hver veit nema að ég flytji aftur uppeftir ef VG kemst í hreinan meirihluta..

Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 12:30

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gleymdi einu.....getur þá ekki Gildrumezz komið í staðinn fyrir Gildruna?

Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 12:32

7 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl öll sömul og takk fyrir komuna. Eins og vanalega er alltaf jafn gaman að sjá ykkur.

Þetta er engin smá gleðifrétt frá þér Bergur Thorberg. Það verður gaman að segja stelpunum þessi tíðindi. Ég er alltaf jafn ánægður með myndirnar mínar sem ég keypi af þér fyrir nokkrum árum. Aðra gerðir þú sérstaklega fyrir mig. Myndina af trommaranum.

Heill og sæll meistari Guðni Már og velkominn í bloggheima. Það er alltaf gaman að fá gott fólk í þá skemmtilegu furðuveröld. Þú kemur til með að lenda í smá vandræðum þegar liðin þín mætast. Besta ráðið er að koma aftur í Mosó, þá er málið leyst. Það er rétt hjá þér, þetta er spurning með Gildrumezz. 

Kraftur, snerpa, úthald, ending ............   

Óli minn getur þú ekki reddað mér laginu??? Til hamingju með Sóldísi.

Karl Tómasson, 6.9.2007 kl. 14:32

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.9.2007 kl. 18:28

9 identicon

Innilega til hamingju sömuleiðis.

vá hvað við getum verið stolt af "stelpunum okkar"

Hversu gaman er að lesa hér að landskunnir listamenn eru tilbúnir að færa stelpuliðinu gjafir til að sýna velvilja til þeirra í verki.  Frábært framtak hjá Thorberg.  

ég held ég verði bara að fá að segja hér:  Áfram Afturelding og líka áfram Mosfellsbær

 bestu kveðjur  Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:19

10 identicon

Kæru bloggarar, takk fyrir þennan frábæra stuðning ykkar.

Nú erum við í sigurvímu eftir árangur sumarsins og markmið okkar hefur náðst, að komast í efstu deild og vera stolt Mosfellbæjar.  Við vissum að það yrði á brattann að sækja,  bæði fjárhagslega og síðan vantar alla umgjörð því þetta er okkar fyrsta ár í mfl í 10 ár.  Það að sækja stuðning og áhorfendur vissum við að yrði ekki auðvelt - en það myndi vera auðveldara eftir því sem betur gengi og því er góður árangur lykilatriði.  Við erum mikið búin að vinna í að fjölga áhorfendum á þessum frábæru skemmtunum sem leikir okkar hafa verið.  Fyrst voru mamma og pabbi og síðan fór að fjölga.  Nú er sæmilegur kjarni sem kemur alltaf.  Á Húsavík voru 700 áhorfendur að hvetja sína menn - nú ætlum við í 1000 manns á sunnudag. (Vá - en þeir draumar).  Það er hægt með ykkar aðstoð - endilega komið takið þátt í þessari skemmtun.  Þeir sem ekki hafa áhuga á fótbolta geta litið á þetta sem einskonar Ascot veðreiðar - bæra mæta í sínu fínasta og fá kaffi og hitta fólk.

Fyrir þá sem vilja fara yfir ferðasögu sumarsins eru hér myndir frá næstum öllum leikjum okkar - ásamt sigurvímunni á Húsavík - endilega skoðið.

http://picasaweb.google.co.uk/Afturelding2007

Thorberg - takk fyrir þitt innlegg - það mun örugglega nýtast okkur vel.  Á mánudag tekur við blákaldur raunveruleikinn og við þurfum að fara að vinna í undirbúningi fyrir næsta ár, þ.m.t. fjármálunum.  Við erum ferlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fáum, bæði fjárhagslegan og annan.  Kalli - við þurfum að finna eitthvað gigg til að nýta þennan meðbyr.

Takk og kveðja frá stelpunum - þær vilja endilega fá að sjá alla Mosfellinga á leiknum á sunnudag þegar við ætlum að vinna HK/Víking í hreinum úrslitaleik um deildarbikarinn.  Leikurinn er á Varmárvelli kl. 14.00

Sýnum stuðning okkar í verki - Áfram Afturelding! - Bikarinn í Mosó!

Tryggvi Þorsteinsson - Meistaraflokksráði kvenna

Tryggvi Þorsteinsson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 09:09

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.... hef ekki hundsvit á boltum en þakka fyrir mig engu að síður og er tilbúin til að flytja í sveitina ef VG verða í hreinum meirihluta.  Það er hvort sem er orðið ómögulegt að þrífast í borginni undir stjórn íhaldsins.  Grmfgfsjf

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband