Besti bloggari Íslands

Nú er aðeins sólarhringur þar til kosningu um besta bloggara Íslands líkur. Þátttaka hefur verið góð og vil ég meina að heiðarleiki og góður andi hafi ríkt á meðal keppenda og þátttakenda í kosningunni.

Það fer ekki á milli mála eins og staðan er nú þegar þetta er skrifað að tveir mætir bloggarar, Jens Guð og Gurrihar hafa vænlega stöðu þegar aðeins sólarhringur er til stefnu en margt getur gerst á enda sprettinum. Úrslit verða gerð kunn klukkan 22 annað kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég verð nú að játa að ég er svo hissa á niðurstöðum eins og þær líta út núna eru vægast sagt undarlegar. Eru bloggararnir að kjósa sig sjálfa í gríð og erg... Má ég kjósa Jónu 200 sinnum í viðbót til að koma henni betur inn?

Aðalheiður Ámundadóttir, 29.8.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Karl Tómasson

Heil og sæl Aðalheiður og takk fyrir komuna.

Ég held og tel víst að það eigi ekki að vera hægt að kjósa sama aðila úr sömu tölvu oftar en einu sinni. Ef svo er þá bara tekur þú þig til og kýst Jónu 200 sinnum og málið er dautt.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.8.2007 kl. 23:06

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir!!!

Ég verð að skjóta hér einu að. Sökum anna hef ég ekki gefið mér tíma til að svara mörgum skemmtilegum athugasemdum sem hafa verið skrifaðar á mína bloggsíðu undanfarið. Ég hef hinsvegar lesið þær allar og haft gaman af og þakka ykkur öllum af heilum hug fyrir.

Ég veit að það er bara gaman að fá viðbrögð við athugasemdum og ég er ekki einn um að vilja fá svör við þeim.

Ég verð að sætta mig við það að ég er semí bloggari, enda komst ég ekki einu sinni á topp tíu á minni eigin síðu. Ég átti nú reyndar frekar von á því en svona er þetta bara.

Karl Tómasson, 29.8.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Jens Guð

  Jóna er frábær bloggari.  Ég les færslur hennar daglega og hlakka alltaf til að lesa næstu færslur hennar.  Gurrí er ekki síðri.  Ég les færslur hennar líka daglega.  Blogg þeirra beggja er bara skemmtileg lesning.  jafnframt kitlar mitt egó að mínu bloggi séu greidd atkvæði.  Sjálfur hef ég kosið mitt blogg tvisvar til að skerpa á því egói.  Já,  einhverra hluta vegna var ég allt í einu kominn með þann möguleika að kjósa í annað sinn úr sömu tölvu.  Og gæti svo sem virkjað fleiri tölvur í þessum leik.  Þetta er nú fyrst og fremst léttur leikur sem ég tek ekki það hátíðlega að fara út í herferð.  Að vísu vakti ég athygli á þessari skoðanakönnun á bloggsíðu minni.  Og geri það kannski aftur ef á mig fer að halla verulega.  Hehehe!  En hver sem niðurstaðan verður þá er þetta léttur og skemmtilegur leikur og ég mun ekki gráta þó að til að mynda Gurrí,  sá frábærlega skemmtilegi penni,  sigli fram úr mér á lokaspretti.  Þetta er til gamans gert og segir kannski meira um það hvaða samhljóm lesendur bloggs Tomma eiga með lesendum annarra bloggara en vera vísindalega rannsókn/úttekt á viðhorfum bloggara almennt til bloggheims.  Bara gaman. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég vil bæta því við að umsögnin besti bloggarinn er of stórt í þessu samhengi.  Hver sem úrslit verða,  að minnsta kosti í því tilfelli ef að mitt blogg vinnur,  þá er ég ekki besti bloggarinn.  Hinsvegar er gaman að því ef fólk hefur skemmtun af að lesa bullið á mínu bloggi.  En mitt blogg er fjarri þvi besta bloggið. 

Jens Guð, 29.8.2007 kl. 23:33

6 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri Jens, Jóna, Steina, Jenný, Gurrý og fleirri bloggvinir, allt frá því að ég fæddist hef ég verið kallaður Kalli og einnig oft Kalli Tomm. Einhverra hluta vegna hafið þið öll kallað mig Tomma.

Jens!!! á ég að kalla þig Guð??????????

Karl Tómasson, 29.8.2007 kl. 23:36

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tommi minn.... nei Kalli meina ég . Ég verð að segja sjálfri mér til varnar að ég hef ekki kallað þig Tomma síðan þú skammaðir mig... eða þannig. Ég segi eins og Jens, það er gaman að þessari skoðanakönnun hjá þér og kitlar vissulega egóið. Mér þykir voða vænt um athugasemd Jens og Aðalheiðar. Ég vildi sjálf óska þess að ég kæmist yfir að lesa alla bloggvinina mína á hverjum degi en til þess verð ég að panta fleiri klst í sólarhringinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.8.2007 kl. 23:47

8 identicon

Takk fyrir frábæra hátíð síðustu helgi. Ballið var frábært, greinilegt að gömlu rokkararnir úr Gildrunni hafa engu gleymt. Hún er sko í takt í við tímann, ekki síst með forsetann við settið. Strákarnir í Hljómi eru líka alltaf jafn hressandi.

Bestu þakkir fyrir frábæra dagskrá, bæjaryfirvöld mega vera stolt!

Kveðja úr Holtunum

Þorlákur (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:58

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bara rosalega montin yfir að vera þarna með í góðra vina hópi.  Hef ekki kosið ennþá.  En ætla að skoða málið vel og vandlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 00:04

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl verið þið - ég er svolítið hugsi núna.

Hvaða þýðingu hefur svona kosning? Hún mælir áhuga þeirra sem eru lesendur þessarar síðu. Með fullri virðingu fyrir þeim, þá finnst mér full mikið í lagt að tala um "besta bloggara Íslands" í þessu sambandi, þó svo að einhverjir sem koma hér inn hafi skoðanir á sínum bloggvinum og vilji koma þeim að.

Hvaða tilgangi þjóna svona vinsældakosningar? Spyr sú sem ekki veit (og er alltaf ánægð með sínar heimsóknir, hvort sem þær eru 100 eða 3000, allt eftir umræðuefnum)

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.8.2007 kl. 00:37

11 identicon

Til hamingju með hátíðina ykkar  Ég segi bara eins og Ásthildur, mér er heiður af því að fá að vera í hópi ykkar bloggaranna sem ég les mér til ánægju á hverjum degi. Ég lít á þetta sem léttan leik og tek mátulega hátíðlega yfirskriftina besti bloggarinn. Held að við séum öll ósköp lík með það að eiga okkar góðu daga og síðri daga í bloggheimum eins og annars staðar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:52

12 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl verið þið öll ágætu gestir.

Ég segi eins og Ásthildur og Anna, mikið er gaman að vera á meðal ykkar allra. Taka þátt í blogginu, tala um lífið og tilveruna og ég segi líka, fyrir alla muni tökum lífið ekki of alvarlega, það er allt of stutt til þess.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 30.8.2007 kl. 01:07

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo hokin af harmi Kalli minn að ég er um það bil að tapa mér hérna.  Ég á greinilega ekki nema 6% af raunverulegum bloggvinum, afgangurinn eru ekkert annað en b... segi svona.  Tek þessu sem leik og þú verður að fyrirgefa en ég var búin að steingleyma þessu. 

Play on, úje!

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 02:45

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ef þú villt vita meira um þá sem eru á listanum "Besta bloggsíða Íslands".  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 07:06

15 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir Gunnar Helgi.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 30.8.2007 kl. 07:17

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Góðan daginn. Mikið svakalega hefur þú blekkt vini þína hér í bloggheimum. Ert svona assgoti myndarlegur Kalli beib.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 09:04

17 identicon

Er þetta ekki bara allt eins og það á að vera. Mér líst vel á þessa skoðanakonnun Karl en hvar eru vinir Jónu? Halló, vinir Jónu.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:05

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá aldeilis gaman hér Partý !!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 12:24

19 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Og hvar á eiginlega að kjósa???

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.8.2007 kl. 12:31

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég hef aldrei skilið hvar fólk kýs og á enn eftir að setja inn mitt atkvæði. Ég er algerlega með þessum titli..BESTA blogg Íslands. Vil alls ekki hafa neinn annan titil..

Annars er ég enn alveg undrandi að hafa lent á þessum lista. En er glöð með að vera í þessum góða hópi því hér eru margir af mínum bestu bloggvinum. Ekki amalegt. En sá sem vinnur  Titilinn verður samstundis strokaður út af mínum lista...segi það og skrifa!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 13:26

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úbbs sem betur fer þá er ég ekki í neinni slíkri hættu   En þetta er alveg rosalega skemmtilegt.  Takk fyrir þennan skemmtilega leik Kalli. Það eru einmitt svona litlir hlutir sem gera lífið skemmtilegt, eins og sögurnar hennar Katrínar, skrýtlurnar hennar Jennýar, og fræðslan hans Jens, og nú er ég farin að nefna nöfn sem er rosa hættulegt, því þá vill einhver gleymast.  En það eru bara svo margir skemmtilegir í þessu samfélagi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 15:51

22 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er komin í fjórða sæti

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 16:37

23 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Reyndi að kjósa mig - OFT - en sá mig hvergi á listanum , Grátur og harmur

Halldór Sigurðsson, 30.8.2007 kl. 20:59

24 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Svikari

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 21:17

25 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa svikari, Dúa svikari

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 21:35

26 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég neyddi alla vini mína til að kjósa mig og bar í þá stórfé fyrir, samt sigraði jensguð, argggg ... hehehehhe. Leit á þetta sem leik, enda hefur elskan hann Kalli lplatað okkur nokkrum sinnum, hver man ekki eftir greindarkeppnunum þegar Kalli veðjaði við vin sinn um að hann kæmist hratt ofarlega á listann? Þetta var alla vega skemmtilegt grín, kæri Kalli! Næst er það bara SÆTASTI BLOGGARINN! Ég tilnefni Thor Thorarensen!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:42

27 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jens er vel að titlinum kominn

Sigurjón Þórðarson, 31.8.2007 kl. 15:20

28 identicon

Hvar fer svo þessi blessaða kosning fram? Ég sé á listanum sem birtur er í einni athugasemdinni, að ofan, að allt eru þetta bloggarar á blog.is. Er kosningin um besta bloggara landsins einskorðuð við eitt lén? Mér dettur nú bara í hug þegar bandaríkjamenn halda sín innanlands íþróttamót og krýna síðan það sem þeir kalla heimsmeistara. Frekar kjánalegt.

 P.S. ég blogga ekki sjálfur, svo hér er enginn fúll á móti að ergja sig á að fá ekki að vera með :)

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband