Hátíð í bæ

Við Mosfellingar sem fögnuðum 20 ára afmæli bæjarins 9. ágúst s.l. höldum nú áfram hátíðarhöldum um næstu helgi. Nú er komið að okkar árlegu bæjathátíð sem ber heitið, Í túninu Heima.

Ég vona að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í fjörinu með okkur. Hér fyrir neðan má sjá fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar.

Fimmtudagur 23. ágúst 2007

Íþróttavöllurinn að Varmá: kl. 20:30 Mosfellsbær býður bæjarbúum til útitónleika í tilefni af 20 ára afmæli bæjarins

Stuðmenn og Gildran leika

Björgunarsveitin Kyndill sér um öryggisgæslu og skátarnir selja heitt kakó.

Föstudagur 24. ágúst 2007

Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna kl. 10:00 Möguleikhúsið sýnir leikritið Langafi drullumallar fyrir 4 ára börn úr leikskólum Mosfellsbæjar

Íþrótta og útivistardagur barna: Dagskrá unnin af kennurum grunnskóla Mosfellsbæjar

Hljómsveitir á vegum félagsmiðstöðvar bæjarins leika í sal Varmárskóla

13:00 -17:00

Listasalurinn í Kjarna: Mosfellingar samtímans. Bæjarblaðið Mosfellingur sýnir fjölda ljósmynda í eigu blaðsins í tilefni af 5 ára afmæli

16:00

Bærinn skreyttur í 4 litum

Bæjarbúar hvattir til að skreyta bæinn í 4 litum eftir hverfum. Mosfellsbæ verður skipt upp í fjóra hluta og hefur hver hluti sinn sérstaka lit (gulur, rauður, grænn eða blár)

Höfðar, Hlíðar, Tún og Mýrar - gulur

Tangar, Holt og Miðbær - rauður

Teigar, Lönd, Ásar, Tungur og Dalur - grænn

Reykjahverfi - blár

17:00

Bæjarleikhúsið:

10 - 12 ára leikarar Leikfélags Mosfellssveitar sýna spunasöngleikinn Ofviðrið á svið

Setning hátíðar:

19:45

Yfir íþróttasvæðinu að Varmá:

Magnús Norðdal listflugmaður sýnir kúnstir í háloftunum

20:00

Dagskrá í Íþróttahúsinu að Varmá

Setningarávarp Ragnheiðar Ríkharðsdóttur bæjarstjóra

Heiðursborgari Mosfellsbæjar heiðraður

Ávarp forseta bæjarstjórnar Karls Tómassonar

Tríó Björns Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir

Skrúðganga út í brekkur

Dagskrá í Ullarnesbrekkum

Varðeldur tendraður

Björgvin Franz Gíslason skemmtir

Eldblástur ▪ Stomp

Dúettinn Hljómur leiðir brekkusöng

Skátar úr Mosverjum selja heitt kakó

Kyndlar tendraðir í lok dagskrár

Bílastæði við íþróttahús, Hlégarð og Brúarland

Göngustígur liggur meðfram Varmá, yfir göngubrú og að dagskrársvæði

ATH: Engin umferð bíla er leyfð inn á svæðið

Laugardagur 25. ágúst 2007

10:00 - 13:00

Íþróttamiðstöðin að Varmá: Regnbogahlaupið.  Mannræktin ATORKS skipuleggur hringhlaup á fellin fjögur umhverfis Mosfellsbæ (Helgafell, Reykjafell, Reykjaborg og Úlfarsfell). Gert er ráð fyrir þremur klukkustundum á þá sem eru í góðri þjálfun.  Hægt er að fá orkudrykk á toppnum á hverju felli

11:00 - 13:00

Flugvöllurinn Tungubökkum: Módeldflugáhugamenn setja vélar sínar á loft ef veður leyfir

11:00 - 18:00

Stekkjarflöt: Skátafélagið Mosverjar Ratleikur fyrir alla aldurshópa með léttum þrautum, veitingar, grín og glens fyrir fólk á öllum aldri

Golfvöllur - Hlíðarvöllur: Púttflatir Golfklúbbsins Kjalar opnar fyrir alla sem langar að prófa að pútta. Í klúbbhúsinu eru veittar nánari upplýsingar

Ratleikur á hestum: Ræst verður í Laxnesi kl. 11.00. Riðið um Katlagil, þar sem silfur Egils Skallagrímssonar er falið og þaðan yfir Mosfellið, niður bakka Leirvogsár og komið í mark við Harðarból. Vegleg verðlaun í bæði unglingaflokki og meistaraflokki

Skráning í Þjónustuveri Mosfellsbæjar og lýkur henni miðvikudaginn 22. ágúst

Íþróttasvæðið að Varmá: Fló og fjör heldur flóamarkað í tjaldi við Íþróttamiðstöðina. Allt á að seljast, klinkið í fullu gildi

12:00 - 16:00

Álafosskvos: Varmársamtökin með útimarkað. Seld verður fersk lífræn matvara, blóm og handverk ásamt því að boðið verður upp á veitingar og ýmsa skemmtan

12:00 - 17:00

Útimarkaður Mosskóga í Mosfellsdal. Grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðabæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. o.fl.

13:00 - 17:00

Listasalurinn í Kjarna: Mosfellingar samtímans. Bæjarblaðið Mosfellingur sýnir fjölda ljósmynda í eigu blaðsins í tilefni af 5 ára afmæli

13:00 - 18:00: Sýningarhöll

Íþróttahúsið að Varmá: Fyrirtæki, klúbbar, félagasamtök og einstaklingar kynna starfsemi sína. Ýmislegt í boði m.a. hestaferð, teymt undir börnum - hoppkastali o.fl.

Ferðasafn stærðfræðisafnsins Mathematikum frá Þýskalandi: Safnið hefur verið sett upp víða um heim og þar er að finna verkefni og þrautir af ýmsum toga. Þar getur fjölskyldan fundið viðfangsefni við sitt hæfi. Sýningin er í Íþróttamiðstöðinni að Varmá

 

Komið að dansa" - Hópur fjörugra dansáhugamanna hvetur gesti til að dansa með

Dagskrá á hátíðarsviði í sýningarhöll:

Kl. 13:30 Álfarnir Þorri og Þura skemmta börnum.

Kl. 14:00  Hljómsveitir frá Félagsmiðstöðinni Bólinu stíga á svið

Kl. 15:00  Ragnar Bjarnason ásamt kvartet Reynis Sigurðssonar. Gestur Ragnars verður Björgvin Halldórsson

Kl. 16:30  Fimleikasýning fimleikadeildar UMFA.

Kl. 17:00  Leikfélag Mosfellssveitar með dagskrá

13:00 - 18:00:

Borhola 13" - Mosfellsbær er uppspretta heita vatnsins!

Orkuveita Reykjavíkur með opið hús í dælustöðinni við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi

14:00

Varmárvöllur: Hundasýning : Hundaræktunarfélag Íslands

15:30 & 17:00

Gljúfrasteinn:

„... og fjöllin urðu kyr"

Hátíðardagsskrá í tilefni 20 ára afmælis Mosfellsbæjar

Bjarki Bjarnason og Sigurður Ingvi Snorrason hafa tekið saman dagsskrána sem er fléttuð úr tónlist, sögum og veruleika úr Mosfellsbæ og -sveit fyrr og síðar, m.a. séð með augum Nóbelskáldsins. Flytjendur: Eyjólfur Eyjólfsson, Sigurður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hávarður Tryggvason, Bjarki Bjarnason og Þórunn Lárusdóttir

15:45 - 16:00

Flugklúbbur Mosfellsbæjar: Hópflug yfir hátíðarsvæðið

16:00

Verðlaunaafhending og tilnefning:

Sigurvegari í unglingaflokki og meistaraflokki í ratleik hestamanna

Litaglaðasti bæjarhluti Mosfellsbæjar tilnefndur

Afhending umhverfisviðurkenninga

16:17

Ólympíuleikar Mosfellsbæjar: Starfsmenn fyrirtækja keppa í ýmsum þrautum með ólympísku ívafi

18:00

Götugrill: Íbúar Mossfellsbæjar halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins

23:30

Hlégarður: Stórdansleikur Þruma og eldinga

Hljómsveitin Gildran leikur fyrir dansi

Sunnudagur 26. ágúst

13:00 - 17:00

Íþróttahúsið að Varmá: Fyrirtæki, klúbbar, félagasamtök og einstaklingar kynna starfsemi sína. Ýmislegt í boði m.a. hestaferð, teymt undir börnum - hoppkastali o.fl.

Ferðasafn stærðfræðisafnsins Mathematikum frá Þýskalandi: Sýning heldur áfram frá deginum á undan

Borhola 13" - Mosfellsbær er uppspretta heita vatnsins!

Orkuveita Reykjavíkur með opið hús í dælustöðinni við Dælustöðvarveg í Reykjahverfi

Fornbílaklúbbur Íslands: Fornbílar félagsmanna í FBÍ verða til sýnis við Íþróttahúsið að Varmá

Golfklúbburinn Kjölur: Unglingaeinvígið í Mos nú haldið í þriðja sinn og er sem fyrr um að ræða boðsmót þar sem fimm stigahæstu drengjum og þremur stigahæstu stúlkum í öllum aldursflokkum á Kaupþings-mótaröð GSÍ, að loknum fjórum mótum er boðin þátttaka.

10 keppendur hefja leik í hverjum aldursflokki og leikið frá rauðum teigum að hvítum og frá fyrstu holu til sjöundu, en þá standa eftir þrír keppendur í hverjum aldursflokki sem leika einvígi ásamt sigurvegaranum frá því í fyrra 

14:00

Bæjarleikhúsið:

Leiksýning Leikfélags Mosfellssveitar. 13-16 ára leikarar Leikfélags Mosfellssveitar sýna leikritið Ofviðrið eftir Shakespeare

Dagskrá á hátíðarsviði í sýningarhöll:

Kl. 13:30 Álfarnir Þorri og Þura skemmta börnum

Kl. 14:00  Fimleikasýning fimleikadeildar UMFA

Kl. 14:30  Álafosskórinn - Stjórnandi: Helgi R. Einarsson

Karlakór Kjalnesinga - Stjórnandi: Páll Helgason

Kammerkór Mosfellsbæjar - Stjórnandi: Símon H. Ívarsson

Mosfellskórinn - Stjórnandi: Páll Helgason

Reykjalundarkórinn - Stjórnandi: Íris Erlingsdóttir

Vorboðarnir - Stjórnandi: Páll Helgason

Samsöngur kóranna við undirleik Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Stjórnandi: Daði Þór Einarsson

Kl. 16:00  Hin vinsæla hljómsveit Sprengjuhöllin leikur í boði OR

Kl. 17:00  Formlegri dagskrá í íþróttahúsi lokið

13:00 - 16:00

Við íþróttahúsið að Varmá: Leikskólabörn með dagskrá ?????????

17:00 Dagskrárlok !

Góða skemmtun!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er eitthvað vitað um hvort Robby Williams mæti á svðið?

Halldór Egill Guðnason, 21.8.2007 kl. 16:52

2 identicon

Heyrst hefur að Robbie og Dóri muni taka lag með Gildrunni....

Tvífari (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 17:39

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og verður Guðjón gröfumaður ,gerður að verskulduðum heiðursborgara ??

Halldór Sigurðsson, 21.8.2007 kl. 19:35

4 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir og aðrir gestir. Ég þakka góðar kveðjur og heimsóknir undanfarna daga. Sökum mikilla anna, m.a. vegna hátíðarhalda í Mosfellsbæ hef ég verið á öðrum miðum en bloggmiðum undanfarið. Ég hef ekki gefið mér tíma til að svara einum eða neinum. Ég vona að mér sé fyrirgefið.

Ágæti tvífari, þú hefur fréttir að færa.

Heill og sæll meistari Halldór. Ég hef gert nokkrar tilraunir til að ná í R W en það er alltaf sama sagan, mér er alltaf bent á  að ég eigi að hafa samband við þann eina sanna. Hann er sagður betri og líkari  RW en hann sjálfur. Ég hef gert nokkrar tilraunir til að ná í hann án árangurs. Hver veit nema að hann komi óvænt á svæðið.

Heill og sæll Halldór Siguðsson. Nú er bara að mæta og sjá hvort Gaui grafa verði á svæðinu. Það ætti nú heldur ekki að fara fram hjá neinum ef svo er. Hann er sannkallaður höfðingi og verðskuldar bara gott. 

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. Sjáumst í túninu heima. 

Karl Tómasson, 21.8.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta er glæsileg dagskrá og vonandi að veðrið leiki við okkur bæjarbúa. Hér í Leirutanganum er þegar farið safna rauðum blöðrum og borðum. Læt hins vegar ekki sjá mig í rauðum galla. Þar set ég punktinn.

Halldór Egill Guðnason, 21.8.2007 kl. 22:03

6 Smámynd: Karl Tómasson

Halldór minn!!!

Komdu bara í kvosina, við verðum græn, vinstri græn.

Bestu kveðjur úr Kvosinni kyrlátu frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 21.8.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: Jens Guð

Þetta er bara alvöru hátíð.

Jens Guð, 21.8.2007 kl. 23:48

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá. það er engin smá dagskrá þarna hjá ykkur í sveitinni Kalli Tomm

Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 00:34

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 kæri kalli, þið eruð alltaf að skemmta ykkur þarna í mosó

ef ég byggi á íslandi vildi ég alveg búa þarna, ekki af því að þið eruð alltaf að skemmta ykkur, en af því að það er svo fallegt þarna !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 09:34

10 Smámynd: HP Foss

Nei, það verður nú seint talið fallegt í Mosfellssveit, frekar hrjóstrugt svæði og hentar afar illa til beitar.

Stefnuljós til hægri,

Helgi

HP Foss, 22.8.2007 kl. 10:57

11 identicon

Sæl verið þið öll.

Langt er síðan ég kvaddi mér hljóðs á þessari síðu enda haft talsvert annríki í kveðskap og listmálun undanfarið. Þið sem ekki vissuð þá virðist sem pensillin fari mér ekkert síður en pennin. 

Að vissu leiti er ég hjartanlega sammála náfrænda mínum Helga Pálssyni frá Fossi á Síðu sem nú hefur tekið upp á því að kalla sig HP foss, hvað sem það nú merkir, hvort um sé að ræða að hann hafi snúið sér alfarið að ritstörfum en þeir eru nú ekki margir sem hafa látið að sér kveða í ritstörfum utan mín frá Vestur Skaftafellsíðu um það að Mosfellssveitin sé hrjóstrug, óheppileg til beitar og því seint talin falleg. Ég setti því saman lítið ljóð eftir þennan lestur sem hljóðar svona;

Ég set nú saman stuðningsljóð

stattu þig Mosfellssveit.

Þið eigið nú nokkur fögur fljóð

sem varla þurfa að  far'á  beit. 

Með kveðju frá Óskari Þ.G. Eiríkssyni.

Óskar Þ. G. Eiríksson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:27

12 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Spurning um að fara í þorpara keppni !!!!!

Blómstrandi dagar vs. "Í túninu heima "

Góða skemmtum í túninu

Kv.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.8.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband