Ritskoðað blogg

Þessa stundina er heilmikil umræða um bloggið á blogginu, þessir og hinir eru að hætta vegna óánægju með Moggabloggið. Aðrir eru að hætta vegna lágkúrulegra skrifa frá hinum og þessum og telja sig betur komna í öðrum félagsskap og svo framvegis og framvegis. Svo virðist sem einhverjir bloggarar láti það fara í taugarnar á sér að geta ekki skrifað um hvað sem er hvenær sem er og hafa nokkrir lent í því að síðum þeirra er lokað. Þeir tala um ritskoðun og heft tjáningarfrelsi en hvað er frelsi? Frelsi er vand með farið. Frelsið snýst m.a. og ekki sýst um það að kunna að fara með það. Frelsi er ekki frelsi ef það er farið að bitna á náunganum og samferðafólki okkar þannig að þau hin sömu vegna frelsis náungans búa við helsi.

Bloggið er öllum opið en auðvitað þarf að hafa eftirlit með því og ég efast ekki um að starfsmenn Moggabloggs séu vandanum vaxnir. Hugmynd Steingríms Joð um netlöggu, hversu heppilegt sem það orðalag nú var á sínum tíma snérist m.a. um þetta.

Eins og ég sagði í síðustu færslu tel ég og efast ekki um að bloggið sé ein skemmtilegasta og jafnframt magnaðasta leið seinni tíma til að viðhalda íslenskri tungu, menningu og texta en auðvitað þurfum við að vanda okkur, vanda okkur alltaf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Ég veit ekki ljónynja.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sammála þér Kalli Tomm

Jóna Á. Gísladóttir, 15.8.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.  Ég persónulega skildi nákvæmlega hvað Steingrínur J. átti við á sínum tíma.  Það held ég að vel flestir hafi gert en þetta var kjörið tækifæri til mistúlkunar.

Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég held að það hafi verið lokað á mig í gærkvöld. Var búinn með þennan líka fína pistil, því miður kannski aðeins af lengri sortinni, en þegar ég ætlaði að vista og senda kom tilkynning um að ég yrði að innskrá mig aftur. Hvað ég gerði og þá hvarf allt.

Ætli sé ekki komin einhver leyni-netlögga í geimið? Og ég sem sagði sosum ekkert ljótt…

Sigurður Hreiðar, 15.8.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Karl Tómasson

Sigurður minn.

Þetta hefur hent alla bloggara. Best er að skrifa allt í Word og kópera svo á bloggið og muna bara að breyta í wordið í blogginu.

Þetta er óþolandi að lenda í þessu minn kæri en áfram með smjerið.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sammála.

Halldór Egill Guðnason, 15.8.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband