Nú er ég þungt huxi

Þegar ég var að vaxa úr grasi þótti við hæfi að buxurnar væru vel girtar.

Í dag virðist sem ungdómurinn sé að vaxa upp úr brókunum. Hver axlar ábyrgðina? Jú auðvitað við sem huxum um þau dax daglega. Eilíft pex er samt ekki aðferðin til að fá unga fólkið til að huxa. Þá er maður bara talinn kex ruglaður.

Ég faxaði bréf um daginn á góðan vin sem er alltaf að baxa við eitthvað og hefur ráð undir rifi hverju. Hann sagði mér að saxa niður ávexti og mixa góðann drykk á sunnudaxmorgni og fara svo í messu í Fox vox kirkju. Eftir það yxu þessar dillur unglinganna ekkert í augum mínum.

Um daginn þegar ég var ásmt fjölskyldu minni erlendis var ég spurður að því hvort við værum frá Finnlandi. Þessi spurning kom mér á óvart en eftir á að hyggja ekki.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég er svo lélegur í að fatta.  Ég fatta ekki af hverju þér þykir skiljanlegt að vera spurður að því hvort þú sért frá Finnlandi.

  Í gamla daga þegar ég fór með fjölskylduna í ferðalög til útlanda kom fyrir að við vorum spurð sömu spurningar.  Spyrjandanum þótti þá tungumálið sem við töluðum hljóma líkast finnsku. 

Jens Guð, 13.8.2007 kl. 20:55

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Barnið vex en brókin ekki, er það bara ekki málið, þau eru að nota gömlu fötin sín vel og lengi or not...

En ekki finnst mér hún smart þessi bróka/buxnatíska og þakka guði fyrir það á hverjum degi að einkasonurinn unglingurinn ( 14 ára) er enn þokkalega girtur, sennilega svona vel upp alinn...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 13.8.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Halla Rut

Sex og pex á Rex klukkan sex.

Og nú eru krakkar farnir að ganga í náttbuxum dagsdaglega, út um allt.

Halla Rut , 13.8.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú ert náttúrlega kexruglaður

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 00:56

5 Smámynd: Karl Tómasson

Anna mín þau detta inn.

Þú veist að góðir hlutir gerast hægt.

Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 00:42

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband