Mannvonska

GórillurÞað var ömurlegt að lesa greinina í Morgunblaðinu í gær um drápin á górillunum í Virunga þjóðgarðinum í Kongó í gær.

Górillurnar voru fjórar og allar skotnar í hnakkann eins og um aftöku hefði verið að ræða. Ekki var síður átakanlegt að heyra að ein lítil górilla hafi hjúfrað sig að einu líkinu þegar að var komið.

Engin skepna myndi gera þetta sagði einn af þjóðgarðsvörðunum.

Þvílíka grimmd þarf til að fremja slíkann verknað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Karl !

Tek undir, með þér. Enn eitt dæmið, um ömurleika mannlegrar illsku.

Því betur, sem ég kynnist mannfólkinu; því vænna þykir mér um dýrin.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Óskar og takk fyrir heimsóknina.

Rúslandskeisari sagði eitt sinn. Þeim mun meira sem ég kynnist manninum, þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn.

Paul Mc sagði einnig í viðtali fyrir nokkrum árum.

Eini fjölskyldumeðlimurinn sem tekur alltaf á móti mér þegar ég kem eins og ég sé einn af Bítlunum er hundurinn minn.

Bestu kvejur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 12.8.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

og hver var tilgangurinn? enginn? Þetta er hræðilegt. Hversu agalegt væri líka ekki ef þessi skepna myndi deyja út.

Góður þessi með hundinn og Bítlana

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 01:19

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi, nú fer ég næstum að gráta.  Hvernig er þetta hægt ?

Anna Einarsdóttir, 12.8.2007 kl. 01:33

5 Smámynd: HP Foss

Já, þetta lítur ekki vel út, afskaplega ógeðfellt en það getur verið að við séum ekki alveg inni í þankagangi heimamanna. Kannski er þetta fyrir þeim  eins og  að ná sér í hreindýr austur á Héraði. Persónulega finnst mér það afskaplega ógeðfelld iðja, að læðast að hjörðinni, skjóta fyrst kálfinn og síðan móðurina, eða hvernig þetta er nú gert.

Gæti sjálfur hugsað mér að vera vopnaður myndavél.

HP Foss, 12.8.2007 kl. 05:44

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta eru ekki góðar fréttir frá Kóngó í Afríku. Og ekki heldur þessi frétt af drápi á varnarlausum kríuungum á Stafnnesvegi vestan við Keflavíkurflugvöll.

Hvað eru þessir ökumenn að hugsa sem aka niður þessa unga? Kannski meðal okkar Íslendinga grasséri sama hugsanaleysi og í svörtustu Afríku.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.8.2007 kl. 07:04

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hræðilegt hræðilegt, górillur eru í útrýmingarhættu vegna svo na meiningalausra drápa. 15 % af dýrum jarðar eru í útrýmingarhættu. Ekki er vitaða hvaða dýr eru ómissandi í lífskeðjunni, þannig að þegar þar að kemur þá lendir þetta allt á okkur sjálfum. Einstein sagði að ef býflugurnar deyja út deyr mannkynið 4 árum seinna.

það þarf mikla hugarfarsbreytingu á jörðu.

Kæri tommi alheimsfriður til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maður fyllist sorg að upplifa svona illsku.  Sama hvort það bitnar á dýrum eða mönnum.  Hvað er að gerast í sálinni á svona skepnum ?  Það getur ekki vísað á gott. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 13:06

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, mannskepnan er slæm skepna. Ömurlegar fréttir.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2007 kl. 13:52

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á ekki orð...  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.8.2007 kl. 15:05

11 Smámynd: halkatla

sorg

halkatla, 14.8.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband