Sveitin undurfríða

RegnbogarörSveitin mín undurfríða og fallegust allra átti afmæli í gær. Mikið ósköp var gaman að hitta fjöldann allan af sveitungum sínum í sannkölluðu hátíðarsakapi og fagna tímamótunum.

Mosfellssveit sem varð bær fyrir 20 árum er eitt fárra sveitarfélaga sem margir kjósa en þann dag í dag að kalla Mosfellssveit. Það er alltaf jafn vinalegt.  Hvenær heirum við t.d. Garðabæ kallaðan Garðahrepp?

Þegar ég var pínu lítill patti var mamma vön að vagga mér í vöggu heima í Markholti. Markholt var fyrsta gatan í Mosfellssveit. Svo kom Lágholt og Dvergholt og svo framvegis og framvegis og framvegis. Sveitin fríða stækkar ört og er Jólasnjór í Hamrahlíðblómlegri en nokkru sinni.

Ég skora á alla sveitunga mína nær og fjær að gera sér ferð í Kjarna og sjá ljósmyndasýninguna, Mosfellingar samtímans. Þetta er sýning sem ég og félagar mínir Hilmar Gunn og Magnús Már stöndum fyrir í samvinnu við listasalinn í Mosó.

Ég læt hér nokkrar myndir fljóta með sem eru á sýningunni.

Á ólympíuleikum

 

 

 

 

 

 

 

Gísli Ársæll og Mundi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Til hamingju með daginn - en,engin mynd af Guðjóni gröfumanni ??
Það veldur mér miklum vonbrigðum

Halldór Sigurðsson, 10.8.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Karl Tómasson

Hvernig spyrðu Halldór?

Auðvitað er mynd af honum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 10.8.2007 kl. 21:07

3 identicon

Til hamingju með daginn!  Svo vill til að ég bjó eitt sinn í Mosfellsbæ, í kringum ´85 að mig minnir. Þá var bærinn dálítið öðruvísi, grunar mig. Ég man að ég var minnst hálftíma, þrjúkorter að að ganga í næstu búð. Svo vann ég í sumarafleysingum á Reykjalundi þegar ég var ung, ég meina yngri, sumarið´74. Einn eftirminnilegasti staður sem ég hef unnið á. Leið afskaplega vel þar

Fæ ég ekki mörg prik í viðbót í skoðanakönnuninni þinni sem fyrrverandi Mosfellingur???  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Til hamingju Mosó

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.8.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Guðjón gröfumaður frá Hólmavík er nú yfirleitt kenndur við Markholtsættina í Mosó

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.8.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: HP Foss

Sveitin, undurfríða,
léttist aftur, lundin,
dýrðardagar líða.

HP Foss, 11.8.2007 kl. 09:33

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hef þú villt vita meira um þá sem eru á listanum "Besta bloggsíða Íslands".

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.8.2007 kl. 11:22

8 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Kalli minn, góður dagur og svo höldum við bara áfram að fagna út árið. Ég skora á alla að fara og skoða ljósmyndasýninguna í Kjarna, hún er meiriháttar.

Herdís Sigurjónsdóttir, 11.8.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband