Besta bloggsíða Íslands. Úrslitin ljós!!!

Nú liggur orðið ljóst fyrir hverjir eiga möguleika á því að hljóta sæmdarheitið: Besti bloggari Íslands.

Í skoðanakönnunninni hér til hliðar eru nöfn þeirra einstaklinga sem flest atkvæði fengu í forvalinu.

Nú er því ekkert til fyrirstöðu að greiða einhverjum þessara eðalbloggara atkvæði sitt. Það verður svo fimmtudaginn 30. ágúst kl. 22:00 sem kosningu líkur og úrslit liggja fyrir.

Leyndarmálinu uppljóstrað

Kæru bloggvinir og aðrir gestir ég vona að þið erfið ekki við mig eitt eða neitt að lokinni lesningunni hér að neðan.

Þannig er að fyrir nákvæmlega hálfum mánuði sat ég með góðum vini mínum í hrókasamræðum, m.a. um bloggið. Þessi góði vinur minn hefur eins og svo margir aðrir látið bloggið fara svolítið í taugarnar á sér. Ég held samt að hann langi voða mikið að prófa og hélt ég því m.a. fram við hann. Ég sagðist sjá hann fyrir mér liggjandi á blogginu og háma í sig fróðleik og skemmtun af ýmsu tagi án þess að þora að taka þátt í fjörinu, ekki einu sinni með athugasemdafærslu. Ég sagði líka við hann að galdurinn við bloggið, rétt eins og lífið sjálft, væri á stundum að taka sig ekki of alvarlega. Bloggarar þyrftu að þola gagnrýni á skrif sín og þankagang og taka því eins og fólk.

Ég sagði honum einnig að til væru nokrir eðalbloggarar sem vildu helst engar athugasemdir á sína síðu og hann gæti t.d. verið í hópi þeirra.

Hann vildi meina að það væri ekkert mál að hrúa til sín gestum á bloggið eins og mörgum bloggurum virtist svo í mun um að gera. Málið væri bara að skrifa einhverjar neðanbeltis pælingar eða einhverja dúndur pólitík og þar með væri málið leist. Ég þvertók fyrir þetta hjá honum og sagði það alls ekkert markmið allra bloggara, ég gæti til að mynda fjölgað heimsóknum hjá mér margfallt ef það væri mér eitthvert kappsmál og það án þess að tala um eitthvað neðanbeltis eða pólitík.

Gerðu það þá sagði hann!!!  Nú voru góð ráð dýr, átti ég að standa við stóru orðin?

Hann sagði að ef mér tækist að komast í hóp 100 vinsælustu bloggara á hálfum mánuði myndi hann færa mér glaðning þegar hann kæmi úr sumarfríinu.

Greindarpróf og vinsældakosningar

Undanfarnar tvær vikur hefur blogg mitt einkennst af greindarprófum og bloggvinsældum. Ég gat ekki valið mér efiðara viðfangsefni, því að á fáu hef ég eins lítinn áhuga og litla trú.

Vinsælda- og viskupróf og hvað er best og hvað er vest eru forkastanlega heimskar mælingar, oftar en ekki.

Auðvitað ætla ég samt að enda þetta með stæl og bjóða gestum mínum að velja sinn uppáhalds bloggara eins og fram kemur hér efst í skrifum mínum og auðvitað er það í gamni gert og vonandi taka flestir því þannig. Nöfnin á tíu efstu eru komin í skoðanakönnunina hér að ofan. 

Stundum má taka þátt í glensi þó það virki ekkert sérstaklega gáfulegt og til þess var leikurinn gerður. Það hafa í það minnsta nógu margir gert á minni síðu undanfarnar tvær vikur á skemmtilegan og jákvæðan hátt og fyrir vikið náði ég markmiðinu.

Hátíð í Mosfellsbæ

Í lokin skora ég á alla að gera sér ferð í Mosfellsbæinn helgina 23. - 26. ágúst. Þá verður okkar árlega bæjarhátíð, Í túninu heima. Bærinn fagnar 20 ára afmæli 9. ágúst og verður hátíðin glæsilegri en nokkru sinni. Ég mun koma betur að þessu seinna.

Nú er mál að linni og ætla ég nú að taka mér smá bloggfrí næstu daga enda stendur svo mikið til hjá okkur í Mosó og ég er líka hálf dasaður eftir öll skrifin.

Ég vona að ég hrynji ekki niður vinsældalistann fyrir vikið.

Lifið heil. Kalli Tomm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæl, Karl !

Hvaða helvítis undandráttur er þetta, hjá þér Karl minn ?

Úrslit ei kunngjörð, fyrr en degi eftir Höfuðdag Jóns Baptista ?

Jæja..... haf þú þína hentisemi, að nokkru.

Með beztu kveðjum, vestur; úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: HP Foss

Mér er létt!  Ég hélt að Karl vinur minn væri ekki með öllum mjalla, þessi greindarpróf og ruglið sem frá honum rann. Nú þekki ég hann,  vinnur af kappi að settu marki, einbeittur og frjór í hugsun.

Mosfellingar eru ríkari að hafa slíkan mann í sínu forsvari.

kveðja
Helgi.

HP Foss, 7.8.2007 kl. 20:54

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ehm... hérna til hliðar????

Heiða B. Heiðars, 7.8.2007 kl. 20:54

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert nú meiri karlinn. Gott að ég datt ekki í greindarprófagildruna þína, bara hina gildruna, ormurinn þinn! Hhehehehe! Ertu kominn á Topp 100? Best að kíkja.

Farðu svo að koma með könnunina. Vá, hvað ég skal kjósa sjálfa mig milljón sinnum ef ég hef komist á listann. Nú gildir engin fjandans bloggvinátta, hver er sjálfum sér næstur ... þótt um hálfgerða grínkosningu sé að ræða. Hehehhe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 21:03

5 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég vona að ég verði á listanum;)

Jóhann Kristjánsson, 7.8.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég kýs Jóhann Kristjánsson!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 21:28

7 Smámynd: Karl Tómasson

Hver veit Jóhann þú ert kominn með atkvæði.

Guðríður þetta er rétti andinn. Hver veit nema þú getir fengið starf í hinni einu sönnu Gildru sem bakraddasöngkona.

Anna, skoðanakönnunin kemur seina í kvöld. Eða í síðasta lagi annað kvöld.

Bestu kveðjur frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 7.8.2007 kl. 21:43

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Aha...og svo engin skoðanakönnun hér til hliðar? Ertu jókari aldarinnar?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 21:53

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhhh, Gildran, sjúkleg hljómsveit. Man vel eftir laginu Mærin. Flott lag og flottur söngur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.8.2007 kl. 21:59

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú ert krútt Kalli Tomm og pabbi þinn líka. Við erum öll self centered og erum stolt af því

Jóna Á. Gísladóttir, 8.8.2007 kl. 00:51

11 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Eru Gildru menn enn að leggja gildru fyrir fólk? 

Hvenær fáum við com back-ið hjá Gildrunni??

Svífur yfir Esjunni sólroðið .......... o.fl

Kjartan Pálmarsson, 8.8.2007 kl. 01:12

12 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru bloggvinir og aðrir gestir. Þá er skoðannakönnunin komin og nú er bara að láta slag standa. Ég tek það fram að henni er raðað niður eftir nöfnum eigenda í stafrófsröð.

Tveir reglulegir gestir á síðu mína á meðan kosning hefur staðið yfir með skemmtilegar athugasemdir eru óvænt inni, þrátt fyrir að hafa ekki fengið náð kjósenda. Ég tók mér það bersaleifi.

Þið eruð öll jafn skemmtilegir bloggvinir í mínum huga. Þið eigið það öll sameiginlegt að tala um allt og ekkert, gáfulegt og vitlaust. Það er ekki að ástæðulausu sem þið trónið á topnum.

Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 22 líkur kosningu og verður sigurvegarinn krýndur með stæl.

Nú er bara að taka þátt í fjörinu og svindla nógu mikið. Það er líka kúnst.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm og gangi ykkur öllum vel.  

Karl Tómasson, 8.8.2007 kl. 09:10

13 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég kýs sjálfa mig 50 sinnum hér með og vona að það nægi.

Kv. frá kaffikallinum.

Bergur Thorberg, 8.8.2007 kl. 11:43

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Asskoti sem ég er pólitískt rétthugsandi Kalli minn, að hafa kallað þetta asnlaega keppni þarna í upphafi.  En þetta er skemmtileg dægaradvöl og ég kýs enn og aftur:

Önnu, Dúu Jónu og Gurrí hristist x4

Alltaf auðmjúk, alltaf góð,

Ég,

í hláturskasti

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2007 kl. 14:50

15 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Bara það að vera á listanum... er sigur!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.8.2007 kl. 15:30

16 identicon

SÚRT og mér sem fannst þetta svo skemmtilegt. Hafði fyrir því að kommenta á þessa keppni með veseni og alles.

... en eins og Gunnar Helgi segir - sigur að vera á listanum

Elísabet (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 20:28

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldrei hvarflaði það að mér að ég kæmist á blaðið þitt Kalli minn, ég er reglulega montinn, og þarna eru allir þeir sem ég held rosalega mikið upp á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband