Besta bloggsíða Íslands. Allt á suðupunkti.

Gríðarleg harka einkennir keppnina um bestu bloggsíðu Íslands. Nú er svo komið að nöfn þekktustu bloggara eru komin í baráttuna sem þó má með sanni segja að hafi einkennst af drengskap og góðum anda meðal þeirra sem eru í fremstu víglínu þess sæmdarheitis að verða kosinn besti bloggari Íslands.

Efstu bloggarar keppast við að kjósa hvern annan og ruglar það óneitanlega talningarfólk við störf sín. Því fer ég að ráði bloggvinkonu minnar Guðríðar Haraldsdóttur og skelli þeim tíu efstu að loknum sólarhring í hina hefðbundnu Moggabloggs skoðanakönnun.  

Röð efstu manna að loknum síðasta sólarhring er að mestu óbreytt.  Nú er að sjá hverjir komast í úrslit. Það ræðst eftir sólarhring.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Bara svona rétt til að allt sé á hreinu.

Ég sagði í færslu minni setningu sem má misskilja. Efstu bloggarar keppast við að kjósa hvern annan. Meining mín er ekki sú að þeir séu að kjósa sjálfa sig, heldur að andinn meðal þeirra sé svo góður að þeir kjósi helstu andstæðinga sína sem geti þá um leið velt þeim úr efstu sætum.

Ég vona að þetta hafi ekki misskilist kæru bloggvinir.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 7.8.2007 kl. 00:19

2 Smámynd: Jens Guð

  Í aðra röndina þykir mér mjög gott að vakin sé athygli á skemmtilegum eðalbloggurum á borð við Gurrí Har,  Prakkaranum,  Jónu,  Jenný,  Önnu Ólafs og öðrum sem ég er að gleyma í fljótu bragði (sorry fyrir það). 

  Í hina röndina er ég andvígur því að verið sé að gera upp á milli þeirra.  Þetta er svona dálítið eins og spurningin um Lennon eða McCartney.  Ég geri ekki upp á milli þeirra.  Eða spurning um Bítlana og Stóns.  Ég geri heldur ekki upp á milli þeirra.  Þannig lagað.

  Samt.  Það er alltaf gaman að svona pælingum.  Það er að segja þegar þetta er bara til gamans gert.   

Jens Guð, 7.8.2007 kl. 03:14

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Nokkuð sammála Jens, án þess að vera meðvirkur. Væri ekki fínt að hætta bara þegar úrslitin liggja fyrir og birta þau ekki. Þetta gæti orðið persónutengd samkeppni sem gæti leit til bloggvinarofs.

Bara vangaveltur.

Þröstur Unnar, 7.8.2007 kl. 09:15

4 identicon

Má ég minna á einn öflugasta og úthaldsmesta bloggara landsins sem hefur bloggað árum saman, þann sem fyrstu manna bloggaði á hafi úti og er með eitt vinsælasta blogg norðan heiða. Sjóarinn, blúasarinn og stjórnmálamaðurinn BVG var byrjaður að blogga af fullum krafti mörgum árunm áður en mogginn fékk íslenska bloggara í lið með sér. Einn af fáu stóru og óháðu bloggurum landsins á www.bvg.is fær mitt atkvæði.

Liljan (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo sammála honum Jens varðandi það að það er ekki hægt að bera saman og velja á milli bloggara, frekar en Bítla og Stóns, en ég veit að þrátt fyrir umferðarniður og önnur óþægindi þarna í Mosó, Kalli minn, þá ertu að búa til skemmtilega dægradvöl og það er bara skemmtilegt. 

Í tilefni flottrar athugasemdar hjá honum Jens og að sjálfsögðu vegna frábærrar bloggsíðu hans þá bæti ég honum við og merki x við Jens líka.

Þú mannst að telja Önnu (anno), Jónu (jonaa) Gurríu (gurrihar) og Dúu (dua-athugasemd) með x 4.  Allar uppáhalds (ásamt svo mörgum öðrum) og ekki hægt að gera upp á milli þeirra.

Kveðja

The voter

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 11:00

6 identicon

Ég ætla að kjósa að jöfnu, bloggið hennar Hjördísar Hvaran og Varmársamtakanna. Afskaplega áþekkar og áhugaverðar síður, báðar frá rótgrónum Mosfellingum.

Hrossi (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 13:33

7 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og ég set myndir og myndbönd inn á mína síðu í dag - og kýs mig - í allri minni hógværð

Halldór Sigurðsson, 7.8.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband