Indverska greindarprófið

Einn frægasti slöngu, fíla- og páfagaukakennari Indlands Andgorinoræs Kúsandra fékk dýrin sín til að gera ótrúlegustu hluti og oftar en ekki stóð fólk agndofa að loknum sýningum hans.

Hann hefur um áratuga skeið verið talinn hafa ótrúlegt vald yfir dýrum.

Margir vilja meina yfirnáttúrulegt.

Í áratugi var hann hvattur til að útbúa greindarpróf fyrir menn og loks lét hann verða að því.

Í greindarprófi Kúsandra voru aðeins fimm spurningar og koma þær hér.

1. Er hægt að kenna páfagauki að segja já?

2. Er hægt að kenna páfagauki að segja nei?

3. Er hægt að kenna fíl að leysa ekki vind á meðan sýning stendur yfir?

4. Er hægt að kenna fíl að virka gáfaður, svona út á við?

5. Er hægt að kenna slöngu að taka sig ekki of alvarlega?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

1. Já
2. Nei
3. Já
4. Já
5. nei.

HP Foss, 2.8.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Sammála síðasta ræðumanni !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Pabbi hans Jóns á þrjá syni

Rip

Rap

og..............

Enn eitt greindarprófið !!!!!!!!!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.8.2007 kl. 22:31

4 Smámynd: Halla Rut

Já-há...við öllu.

Halla Rut , 2.8.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ropa fílar ?

Anna Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 23:34

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvernig væri að koma með svörin úr síðustu greindarprófum

1. Já

2. Já

3. Nei

4. Nei

5. Nei 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.8.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband