mán. 30.7.2007
Eins og bloggið er gott og gefandi
Eins og bloggið er gott, gefandi og fræðandi þá er það líka því miður ómögulegt.
Ég hef oft hugsað um það hvað það er gaman og gefandi að fá tækifæri til að lesa þankagang fólks á blogginu. Samlanda sinna af öllum stærðum og gerðum. Fólks sem óhrætt og þorir að tjá sínar skoðanir á hinum ólíklegustu málefnum og taka um leið við gagnrýni á skrif sín í athugasemdum.
Á blogginu situr engin á hliðarlínunni. Þúsundir manna lesa bloggið á hverjum degi og marga þeirra dreymir eflaust um að blogga en treysta sér ekki til.
Í frelsinu felst ábyrgð og ef ábyrgðin er virt að vettugi er frelsið ekki lengur frelsi. Þegar frelsið er farið að bitna á öðrum er það heldur ekki lengur frelsi.
Kæru bloggarar vöndum okkur, stökkvum ekki upp til handa og fóta um leið og við sjáum og lesum frétt á Mbl eða á öðrum vettvangi.
Lifið heil. Kalli Tomm.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
- Hulda Bergrós Stefánsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sigurður Hreiðar
- Bjarni Bragi Kjartansson
- Bergþóra Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Brynjólfur Þorvarðsson
- Hrannar Baldursson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eyþór Árnason
- Fjarki
- Baldur Fjölnisson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Gústav J. Daníelsson
- Haukur Nikulásson
- Heimskyr
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Kaleb Joshua
- Sigga Hjólína
- Hlynur Hallsson
- HP Foss
- Hvíti Riddarinn
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- JEA
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Kristjánsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Ingi Cæsarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Bergur Thorberg
- Þorkell L. Þorkelsson
- Pétur Björgvin
- Kristján Kristjánsson
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Valdemarsson
- Guðjón H Finnbogason
- Laugheiður Gunnarsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Helga Sveinsdóttir
- Magnús Már Byron Haraldsson
- Alfreð Símonarson
- Hlynur Þór Magnússon
- Markús frá Djúpalæk
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Paul Nikolov
- Vilborg
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ragnar L Benediktsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Huld S. Ringsted
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Ásgeir Eiríksson
- Gammur drils
- Matti sax
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Óskar V Kristjánsson
- Guðmundur St. Valdimarsson
- Halldór Sigurðsson
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Gunnar Ólafur Kristleifsson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Sverrir Stormsker
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sverrir Þorleifsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þrúður Finnbogadóttir
- TómasHa
- Halldór Egill Guðnason
- Úrsúla Jünemann
- Vefritid
- Vestfirðir
- Guðfríður Lilja
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Auðunn Hilmarsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bwahahaha...
- Dunni
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Pétur
- kreppukallinn
- Leikhópurinn Lotta
- Linda litla
- Ólafur Th Skúlason
- Páll Rúnar Elíson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Steingrímur Helgason
- steinimagg
- Sveinn Arnar Sæmundsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þórður Björn Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.7.2007 kl. 01:52
Sammála síðasta ræðumanni en er þetta ekki dálítið eins og veruleikinn sjálfur ?
Þar finnurðu spekinginn, kjaftakellinguna, hávaðasegginn og nördinn hlið við hlið. Bloggvinur minn skinkuorgel líkti þessu við landsins stærstu kaffistofu. Flott samlíking nema það góða við bloggið hér er að þar er sem betur fer ekki einn sem stýrir umræðunni og menn eru ekki að kjafta um of ofan í hvern annan.
Lárus Gabríel Guðmundsson, 30.7.2007 kl. 02:03
Hef ekki sagt neitt við þessum atburðum í dag og mun ekki gera. Þekki ekki til mannanna eða atburðanna og ætla ekki að þykjast gera slíkt.
Ólafur Þórðarson, 30.7.2007 kl. 02:36
Já, það er mikið til þessu hjá þér Karl, en ekki allt.
HP Foss, 30.7.2007 kl. 07:09
Langt síðan ég hef litið til þín og mikið að vinna upp. Sammála þessu, höldum áfram að vanda okkur og bloggum sem aldrei fyrr um lífið og tilveruna .
Herdís Sigurjónsdóttir, 30.7.2007 kl. 09:58
Sammála, þörf ábending hjá þér Karl, átti mjög bágt með mig þegar fólk var strax farið að hengja útlendinga, dópista og jafvnel ríkisstjórnina upp í næsta tré um leið og fyrstu fréttir bárust af þessum sorglegu atburðum sem áttu sér stað í gær.
Bjarni Bragi Kjartansson, 30.7.2007 kl. 10:16
Ég er sammála og langar að bæta svolitlu við.
Þegar fólk bloggar er það oft í skjóli tölvunnar sinnar og jafnvel í nafnleynd og þá getur það sagt nánast hvað sem er og því finnst sjálfsagt að upphrópa fólk og kalla það ýmsum illum nöfnum sem það mundi annars ekki gera ef það stæði fyrir framan viðkomandi. Því finnst mér fólk sem bloggar þurfa að gæta þess að segja ekkert um neinn sem það mundi ekki vilja að væri sagt um það sjálft.
Þegar fólk gagnrýnir eitthvað eða einhvern í bloggi finnst mér mjög mikilvægt að það sé rökstutt og ekki bara til þess að særa einhvern eða eitthvað. Ég hef oft lent í því að vera kallaður einhverjum ónotalegum nöfnum á netinu og það er særandi og maður spyr sig "afhverju er þessum einstakling svona hatdræmt til mín?" oft er þetta öfund, innbyrgð reiði, þörf til þess að mikla sjálfan sig gagnvart öðrum og fá viðurkenningu fyrir að segja eitthvað sem maður heldur að aðrir vilji heyra og eflaust margar aðrara ástæður. En þegar öllu er á botninn hvolft þá berum við ábyrgð á því sem við segjum.
Ég hef fylgst með því að oft á síðum eins og www.youtube.com þar er commenta kerfi og fólk virðist óspart nota þessi commenta kerfi til þess að kalla einhverja, sem hafa verið að búa til einhver myndbönd, öllum illum nöfnum og að viðkomandi eigi að deyja hægum dauðdaga fyrir að búa til vont myndband....... ég spyr HVAÐ ER AÐ? Ef manni líkar ekki við eitthvað er ekki nauðsynlegt að hrauna yfir fólk með dónaskap. Og ef maður er virkilega knúinn til að segja eitthvað að koma þá með rökstudda gagnrýni eins og "Bjarni töframaður mér finnst stafsetningin hjá þér vera frekar léleg og hún bendir til þess að þú sért að nóta lélegt macintosh lyklaborð" frekar en "ROFL Þvílíkur looser deyðu kannt ekki að stafa STFU!!!!"
Ég veit að við leysum ekki öll heimsins vandamál með því að blogga en kannski les einhver það sem við skrifum og tekur jafnvel mark á því og fer eftir því höfum þá það sem við skrifum jákvætt og uppbyggilegt.
Takk fyrir.
Kveðj Bjarni Töframaður.
Bjarni Töframaður (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 11:36
Mikið rétt.
Marta B Helgadóttir, 30.7.2007 kl. 12:14
eins og svo oft er þetta spurning um að hugsa áður en maður talar (bloggar). Jafnvel fylgjst með úr fjarlægð áður en tjáningarfrelsið fær að taka völdin.
Jóna Á. Gísladóttir, 30.7.2007 kl. 13:09
Ég er svo algjörlega sammála þér og vona að ég hafi náð þeim þroska að blogga vel. Í kosningum notaði ég orð sem ég sá eftir og hafði vit að biðjast afsökunar og hef gætt mín síðan. Vona að mér takist það. Takk fyrir þetta innlegg.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 15:42
Það þarf að vanda sig og læra af mistökunum.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 30.7.2007 kl. 17:10
Segir nokkuð
Kjartan Pálmarsson, 30.7.2007 kl. 22:59
Innilega sammála þér Karl. Stórskemmtilegur miðill, sem þarf að fara varlega með.
Halldór Egill Guðnason, 30.7.2007 kl. 23:51
Það er kannski úr háum söðli að detta þegar ég gagnrýni bloggara. Þá á ég við að ég er dálítið yfirlýsingaglaður og mér hættir til að mála hlutina í svart-hvítu. Ekki síst þegar kemur að músík, barnaníðingum og dópsölum. En mér ofbýður hvað grunnt er á múgæsingi. Ég hef viljandi sneitt hjá umræðu um hundinn Lúkas, morðið í gær og öðru álíka. Í þannig dæmum opnast fyrir allar flóðgáttir og bloggarar fara langt fram úr sjálfum sér í yfirlýsingagleði. Skrílmenning tekur völd. Bloggarar sem að öðru jöfnu eru skemmtilegir missa taumhald á sér og dómgreind víkur fyrir stemmningu augnabliks fárs.
Jens Guð, 31.7.2007 kl. 01:37
Ég skil hvað þú ert að fara Karl og er alveg sammála þér hvað það varðar að það fylgir því ábyrgð að blogga og það þarf að varast að orð sem látin eru falla meiði og særi.
Ég verð samt að láta það fylgja með að mér hefur fundist sú gagnrýni sem látin hefur verið falla undanfarna daga um hina bloggarana eiginlega lítið betri. Það sem ég hef verið að sjá undanfarna daga er að bloggarar hafa verið að tala niður til annarra bloggara með kommentum um vafasamt gáfnafar, móðursýki, og fólk er kallað múgæsingalið og dramadrottningar, fólk er jafnvel dæmt fyrir að nota orð eins og sorglegt, harmleikur og annað álíka um voveiflega atburði.
Annað sem ég hef orðið vör við er að það er hálfpartinn farið að flokka bloggara eftir því hvað þeir kjósa að blogga um og hvernig þeir setja það fram. Þannig virðast það vera orðnir einhverjir annars flokks bloggarar sem tengja í fréttir eða endurtaka eitthvað upp úr þeim (sem ég geri t.d. oft til að kynna efni fréttarinnar þannig að fólk þurfi ekki sjálft að smella á linkinn á fréttinni). Flestir þessi bloggarar bæta nú einhverju við frá sjálfum sér en jafnvel þó að þeir geri það ekki finnst mér að það eigi bara að virða þeirra rétt til að haga sínu bloggi eins og þeir vilja.
Mér finnst dómharka á aðra bloggara ekki neinum til sóma, hún getur líka meitt. Í leiðinni ítreka ég það sem ég sagði í upphafi að mikilvægt er að gæta orða sinna, pointið mitt er kannski í hnotskurn: það á við um okkur öll, ekki bara hina
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.