Hettuþjófar á ferð

Ég varð fyrir því öðru sinni nú í vikunni að vera rændur af hettuþjófum. Ég fæ engan botn í áráttuna hjá þjófunum. Hvurn skrattann gera þeir við hetturnar? Eða er þetta bara stríðni góðra vina? Ef svo er. Mikið ósköp láta þeir líða langt á milli prakkarastrikanna.

 

Í dag eru þessar hettur náttúrulega með öllu óþarfar. Ventlar dekkja halda orðið 100 % og það er liðin tíð að sjá dekkjaverkstæðismenn hrækja á puttann á sér og slengja slummunni á ventilinn. Það er samt notalegt að vita af hettunum, enda fer maður að verða einn af þeim sem eru af gamla skólanum og vill hafa allt á sínum stað. Ventlahettur spila þar m.a. stóra rullu.

Mér hefði óneitanlega liðið betur með hetturnar á ferð minni um Mývatnssveit í vikunni, næst fallegustu sveit landsins. Þetta voru nú engar gúmmíhettur eins og á Velamos hjólinu mínu.

Nei!

Þetta voru alvöru stálhettur, svona rétt til að réttlæta áhuga þjófanna eða stríðnispúkanna á þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég hélt fyrst að þú værir að fjalla um getnaðarvörnina hettu.  En þú ert sem sé að fjalla um lokin á ventlum dekkja.  Ég hendi þeim alltaf.  Þau eru algjörlega óþörf í dag.  Vertu bara feginn að losna við þetta óþarfa drasl. 

Jens Guð, 28.7.2007 kl. 02:06

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég vil hafa hetturnar, eins og Kalli. Það er andskotans töf að því að þurfa kannski að skrúfa ventilinn úr til að hreinsa stútinn þegar maður ætlar bara að athuga þrýstinginn í dekkjunum -- sem alltof margir gera alltof sjaldan!

Ventilhetturnar eru þannig ekkert óþarfa drasl, en kannski helst þér betur á þeim, Kalli minn, ef þú ferð bara til hans Dags í Bæjardekki -- eða heitir það kannski ekki neitt (ekki N-1) núna og færð bara ómerkilegar svartar plasthettur…

Sigurður Hreiðar, 28.7.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hettuþjófar. Hmmm. athyglisverður starfsvettvangur.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.7.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hettuþjófur í Mosó !!!

Ljós og friður til þín frá mér

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Setja rannsóknarnefnd í þetta mál ,þetta er líklega alþjóðlegur glæpahringur

Halldór Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband