Greindarprófið fræga, seinni kafli

Nú er komið að seinni kafla greindarprófs Helmuth Stalh, prófessornum þýska sem vakti óhemju athygli og er enn af mörgum prófessorum talið eitt merkasta greindarpróf seinni tíma. Sjálfur sagði hann þessar seinni tvær spurningar aðeins á færi ofurgreindra að svara rétt.

1. Hvernig er hægt að breyta hring í tvo þríhyrninga an þess að klyppa hann í sundur?

2. Hvað nær hljóðið langt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ég nú lesið mikið eftir Stalh, en þetta er mér hulin ráðgáta.

ég segi pass

Þorlákur (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: HP Foss

Hjössa. Hann tók það sértstaklega fram að aðeins greint fólk réði við þetta. Haltu þig til hlés!

HP Foss, 23.7.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: HP Foss

Brrrr,, ég skelf. BWWAaahahahaha.

HP Foss, 23.7.2007 kl. 01:21

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ekki væri Rudolf Steiner sammála að þetta væri mælikvarði greindar !

Alheimsljós til þín kæri tommi í mosó ! 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.7.2007 kl. 06:46

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Blessaður Kalli minn -- og þakka fyrir boðið sem ég hef þegið, eins og þú sérð.

Hvað felst annars í því að vera bloggvinur?

Ég er farinn að tapa heyrn svo ég ætla ekki að ráðast á gáfnaprófið -- ég er ekki viss um að hljóðið nái alla leið til mín. En þetta með hringinn og þríhyrningana -- ætli sé ekki bara nóg að skipta um leturtýpu? Ætli þetta sé ekki bara hægt í Wingdings eða Webdings?

Góð kveðja

Sigurður Hreiðar, 23.7.2007 kl. 13:05

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svar við spurningunum:

1.  Breyta hringnum í tígul eða ferhyrning. Í tígul og ferhyrning eru tveir þríhyrningar.

2. Hljóðið endar þegar það kemur í tómarúm. Hljóð er bylgjur sem ferðast í gegnum efni og endar því í tómarúmi af því að í tómarúmi er ekkert efni. 

Náði ég prófinu?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 15:17

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég ætla að byrja á hljóðinu. Þú spyrð: "Hvað nær hljóðið langt?", þótt ég sé hrifin af svörum Hjördísar, Sigurðar og Margrétar og tel reyndar ekki ólíklegt að svarið sé þar að finna, ætla ég að svara öðruvísi vegna þess að hljóðið er með greini. Hljóðið er ekki bara eitthvað sem eyru nema heldur raunverulegt afl, samanber hljóðbylgjurnar sem brutu nýrnasteininn minn. Þannig að hljóðið nær til endimarka veraldar og ef heimurinn er óendanlegur er hljóðið það líka.

Ég hef ekki hugmynd um: "Hvernig er hægt að breyta hring í tvo þríhyrninga að þess að klippa hann í sundur?" En ef ég væri með járnhring mynda ég snúa upp á hann þannig að hann myndaði 8, síðan myndi ég móta restina með hamri. Það er mín ágiskun!

Benedikt Halldórsson, 23.7.2007 kl. 19:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bara greind

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 09:55

9 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Ég krefst nýrra spurninga ! Þetta er alltof létt !

Lárus Gabríel Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband