Greindarprófið fræga

Einn frægasti prófesor Þýskalands Helmuth Stalh setti saman próf sem er að mörgum talið eitt merkilegsata gáfnapróf sem fundið hefur verið upp. Prófið samanstóð aðeins af þremur spurningum og tveimur getraunum ef svo má að orði komast.

1. Hvernig geta þrír þríhyrningar myndað hring?

2. Á sjórinn takmörk einhversstaðar?

3. Eru litirnir óendanlegir?

1. Tveir froskar hlaupa 1 km á dag. Hver var meðal hraðinn?

2. Spilastokkurin er 52 spil. Hvað er hægt að endurtaka leikinn oft? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður spyr sig. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Halla Rut

Ég hlýt að vera hálviti, ég skil ekkert í þessu.

Halla Rut , 22.7.2007 kl. 01:20

3 identicon

Þeir geta það með því að halla hver að öðrum lárétt.

Sjórinn á engin takmörk.

Litirnir eru ekki óendanlegir.

25 km

346 sinnum.

Óli Geir

Ólafur Geir (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 01:28

4 Smámynd: Ding Dong

1. Með því að beygja þá

2. Sjórinn getur aldrei verið stærri en jörðin og því eru það hin fræðilegu takmörk.

3. litirnir eru óendanlegir

4. Það er hægt að endurtaka leikinn óendanlega oft.

5. ef þeir ferðast í 24 tíma og ná 1 km á þeim tíma þá hlýtur meðalhraðinn að vera 1/24, sem er um það bil 0,04167km/klst

Ding Dong, 22.7.2007 kl. 08:25

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég hef næstum enga lógiska hugsun, ég er eiginlega bara abstrakt í hugsun !

Alheimsljós til þín kæri tommi !

steina  

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 09:01

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvaða fjandans leik?

Jóna Á. Gísladóttir, 22.7.2007 kl. 15:14

7 Smámynd: Jens Guð

  Þetta eru skemmtilegar pælingar.  Hinsvegar er greind stórlega ofmetin sem eitthvað eftirsóknarvert.  Það er miklu betra að stjórnast sem mest af ómeðvituðum viðbrögðum við aðstæðum,  það er að segja eðlisávísun,  heldur en rökhugsun. 

  Ég vinn markvisst í því að þróa upp hjá mér eins mikla heimsku og mögulegt er.  Það er strembið verkefni.  En þess virði. 

Jens Guð, 22.7.2007 kl. 22:21

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

1. Breyta formi þeirra.........t.d. klippa þá og tengja í hring eða rúlla þeim upp í hring

2. Já sjórinn takmarkast við salt

3. Já þar sem litir eru endurkast ljóss

1. 1 km á dag

2. Hvaða leik

Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband