Hestaferð um Mosfellsbæ

Laugardagur til lukku

Atvinnu- og ferðamálefnd Mosfellsbæjar hefur í sumar staðið fyrir fræðslu- og menningargöngum um sveitarfélagið. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum og er vel hugsanlegt að þetta verði árlegur viðburður.

Í allar ferðirnar hafa verið fengnir reynslumiklir leiðsögumenn sem hafa haft frá mörgu að segja.

Á morgun laugardaginn 23. júní verður Jónsmessureiðferð með sögulegu ívafi kl. 10- 17.
Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu kl. 10 og riðið um Mosfellsdal, Torfdal og Seljadal og síðan meðfram Hafravatni niður í Reykjahverfi. Meðal annars verður áð við Dalsrétt, Nessel og Kambsrétt í Seljadal.

Fararstjóri þessarar ferðar verður Bjarki Bjarnason.
Ég skora á alla að fá sér reyðtúr um bæinn með Bjarka og fræðast um leið um sveitina okkar.

Það eru allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þarf maður ekki að eiga hest?

Halldór Egill Guðnason, 22.6.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Karl Tómasson

Jú minn kæri eða fá hann lánaðan. Hestaleigur eru einnig í Mosó eins og þú veist.

Það væri gaman að sjá þig Halldór. Þar sem ég er ekki vanur ætla ég að stefna að því að hitta mannskapinn um kl 14 í Hafravatnsrétt og vera með seinnihluta ferðarinnar.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 22.6.2007 kl. 13:53

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

dásamlegt að ríða um sveitir landsins, hún hálf systir mín á marga hesta og á heima í kjós , ekki svo langt frá ! kannski er hún með.

góða ferð

ljós til þín karl

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband