Gleðileg jól!!!

JólinÞað  er gaman að upplifa hluti sem eru manni svo minnisstæðir að maður gleymir þeim aldrei. Stundum eru þeir nú samt þannig að þeir voru ekki góðir á þeim tíma sem þeir gerðust.

Þetta þekkjum við væntanlega flest.

Frá þessum ævintýrum segjum við nú samt sennilega oftast þegar upp er staðið.

Ég hef verið svo heppinn að fá að starfa og vinna með fólki sem hefur gefið mér og kennt mér svo margt meðal annars fólki með down syndrum. Hversu oft segjum við ekki sama brandarann ef okkur líkar hann vel?

Einn besti brandari sem ég hef heyrt gerðist þegar ég og Björgvin vinur minn sem er með down syndrum fórum í smá búðarölt saman.

Við félagarnir fórum á einum besta sumardegi sem ég hef upplifað að ná í myndir í framköllun fyrir Bjögga minn. Það var sennilega 25 stiga hiti.  Á þeim tíma voru jólin eða jólastemning eins víðs fjarri huga manns og hugsast getur. Þegar við komum inn í framköllunarbúðina kemur á móti okkur maður á besta aldri og býður okkur kurteislega góðann daginn.

Þá sagði Björgvin, gleðileg jól.

Aumingja búðareigandinn fór gjörsamlega í kerfi og vissi hvorki í þennan heim eða annan, ég hljóp út og hló bókstaflega endalaust að brandara Björgvins sem mér fanst slík snilld að ég átti ekki orð og lét þá um að klára málið með myndirnar.

Skömmu síðar kom minn maður út alsæll með myndirnar sínar og við skoðuðum þær í veðurblýðunni.

Já það geta fleiri sagt brandara en Laddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Þú ert með húmorinn á réttum stað Anna mín. Það vissi ég reyndar alltaf.

Karl Tómasson, 16.6.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: HP Foss

Svo les maður það í blöðum að fóstrum er miskunarlaust eytt ef eitthvað er að, afsakið innskotið í þessa fallegu sögu, en ég get ekki orða bundist. Hver gefur okkur leyfi til að taka þessa ákvörðun? Hvenig í ósköpunum getum við tekið okkur það vald að hafna einstaklingum sem eru ekki alveg eins og almúginn? Hver segir að  einstaklingur með litningagalla sé verri en annar með alla litninga í lagi. Sá getur jú verið meingallaður.

Mér er hreinlega misboðið, ásaka ekki fólkið sem tekur þessa ákvörðun, valið er fyrir hendi á meðan lögin leyfa þetta. Fólki er gert að velja á milli þess að eiga fatlaðan einstakling eða fara í fótureyðingu.  Hver er bætr til að meta stöðuna "rétt" þegar læknar hafa tilkynnt að barnið verði fatlað. ?

Er ég að fara villu vegar, blindur á aðstöðu aðstandenda fatlaðra?

HP Foss, 16.6.2007 kl. 09:42

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mína skoðun og fleira fólks við athugasemd HP Foss má sjá hér: http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/240621/#comments

Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 01:11

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Svo vildi ég reyndar taka undir með þér Kalli; það geta sko fleiri sagt brandara en Laddi

Jóna Á. Gísladóttir, 17.6.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þessi er dásamlegur !

ég vinn líka með fólki sem á við hina ýmsu fötlun að stríða, og er það mjög gefandi, hef reyndar gert það alla tíð.með námi og á milli stríða. líður einhvernveginn best þar. 

Gleðilega hátíð

ljós til þín og hafðu fallegan sunnudag

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 04:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband