Tengdamömmur!!!

Já það eru merkilegar konur sem við getum lært margt af.

Ég á eina slíka sem hefur allt frá fyrstu tíð verið mér svo góð. Það er verst hvað ég hef gaman að því að stríða henni en hún tekur því nú sem betur oftast vel.

Henni er meinilla við gas og einu sinni sagði ég henni að nú á næstu dögum vegna viðgerða í götunni þyrfti að koma fyrir gasbúnaði í öll hús og Mosfellsbær myndi standa straum af kostnaði þess. Ég vissi ekki hvert sú gamla ætlaði að fara og óttaðist ég mjög um að hún fengi hjartaáfall, slík voru viðbrögðin. Þegar hún var komin hálfa leið í símann til að afþakka þetta í sitt hús sagði ég henni sannleikann, henni til mikils léttis. Það tók hana samt nokkurn tíma að jafna sig á vitleysunni.

Það sem ég hef reynt að læra af henni og gengur það nú ekkert allt of vel er,  allt í hófi reglan

Hún kaupir súkkulaðistykki og á það í viku. Hún kaupir sér kippu af bjór sem dugar í 2 mánuði. Hún reykti tvær sígarettur á mánuði í 20 ár en fanst nú samt ástæða til að hætta. Hún bakar marmaraköku um helgar með 3 eggjum í en notar bara eitt hvunndags. Hún setur bara rjóma í sósuna um helgar. Ég sé hana aldrei þrífa en það er alltaf hreint. Hún er ekki hátekjukona en á alltaf pening. Hún hefur aldrei neitað sér um neitt í mat en er alltaf í kjörþyngd. Hún hefur aldrei farið í líkamsrækt en gengur heilu kílómetrana án þess að blása úr nös. Hún hefur alla tíð verið ótrúlega heilsuhraust á líkama og sál, orðin hálf áttræð.

Hver er lykillinn. Er ekki allt best í hófi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Hún tengdamamma þín er afar viðfelldin kona, hana þekki ég nú ekki vel en af lýsingunum að dæma er hún konan þín ekki ósvipuð, sjaldan fellur eggið langt frá eikinni, í alla staði frábær kona og hefði svo sannarlega átt skilið að giftast góðum manni.

HP Foss, 15.6.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ertu að meina hvunndagseggið eða helgareggin?

Karl Tómasson, 15.6.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband