Karlar broslegir???

Karlar geta sem betur fer stundum verið broslegir. Það má nú heldur ekki taka þetta allt of alvarlega, ekki satt???

Karlar sem eru broslegir þykja af mörgum ekki trúverðugir.

Rétt eins og ákveðnar konur þykja frekar. Þá meina ég ákveðnar en ekki ákveðnar í þeirri merkingu einhverjar sérstakar og nú má engin kona móðgast því auðvitað eru þær allar sérstakar.

Ég þekki einn Karl sem er til að mynda alltaf broslegur. Það er hann Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumaður.

Auðvitað meiga Karlar rétt eins og Jónar, Sigurðar, Helgar, Gunnur, Önnur, Möggur alltaf öðruhvoru reyna að vera broslegir.

Hvernig nær maður í svona broskarla sem sumir nota óspart við athugasemdir í blogginu???

Bestu kveðjur frá BrosKarli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Vinur minn segir gjarnan þegar rætt er um einhvern sem hægt er að hlægja að, " Hann er ekki beint fyndinn, meira svona hlægilegur"

Þetta þykir mér alltaf jafn skemmtilegt.

HP Foss, 14.6.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Broskalla eru gulu táknin hér fyrir ofan, þú klikkar bara á kallinn þá kemur rammi með mörgum og þú velur þér einn eða fleiri. kveðja frá Selfossi

Ásdís Sigurðardóttir, 14.6.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kalli ertu að nota makka. Ef þú ert að nota makka þá þarftu að stilla á eitthvað Firefox kerfi. kann ekki skil á því. Makka-fólkið verður að útskýra þetta.

Einn maður kemur alltaf brosi á andlitið á mér þó hann bara standi og geri ekkert né segi. Það er Pétur Jóhann í Strákunum. Je dúdda mía hvað mér finnst hann yndislega náttúrulega fyndið fyrirbrigði.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.6.2007 kl. 23:29

4 Smámynd: Stefanía

Mér sýnist þú ekki þurfa neinn "extra" broskall, svona líka skælbrosandi sjálfur.

Tek undir með Jónu, Pétur er BARA fyndið fyrirbæri.

Stefanía, 15.6.2007 kl. 01:21

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Kalli minn þú ert til að mynda dæmigerður bros-Karl

Herdís Sigurjónsdóttir, 15.6.2007 kl. 09:29

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að vera karl og heita Karl og vera síðan broslegur að auki.....Ekki spurning, þú ert á toppnum hvernig sem á málið er litið. Halldór... ekki einu sinni fyndið og takmörkuð hætta á að ritað verði um "Halldórar broslegir"  (Nýbúinn að læra þetta)

Halldór Egill Guðnason, 15.6.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þeir sem ekki taka sig of hátíðlega eru að mínu mati fólk sem er í sátt við sig sjálfa.

þá er gott að þú ert broslegur af og til.

karl ágúst úlfsson var alltaf skemmtilegur fannst mér, en ég sé ekki spaugstofuna lengur. en geisladiskinn hans ladda fékk ég um daginn og hann er sko,klassískur. sólin mín sem er 10 ára og hefur alltaf búið í danmörku finnst hann líka frábær, svo laddi er á landamæra.

ljós til þín kæri karl.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband