Svandís blómstrar

Mikið er gaman að fylgjast með Svandísi og hennar fjölskyldu. Tryggðin og samheldnin er aðdáunarverð og allt gengur eins og í sögu.

Yfirbragð fjölskyldulífsins er eitthvað sem við öll megum taka okkur til fyrirmyndar. Ég og mín fjölskylda höfum farið undanfarnar helgar til að kanna hvernig vegnar hjá þeim skötuhjúum sem komu nú 15. árið í röð til Íslands til að efla stofn sinn.

Allt virðist ganga eins og í sögu hjá þeim hjónum og afkomendurnir blómstra sem aldrei fyrr.

Ég skora á alla að gera sér ferð á Seltjarnarnes að litlu tjörninni við golfvöllinn og kíkja á hjónin lukkulegu. Það er tilvalið að fá sér í leiðinni besta ísinn í bænum sem seldur er rétt hjá KR vellinum.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Ég man þegar er ég varð næstum heylaus eitt vorið.  það var álftarskömminni að kenna. það verður að fara að leyfa bændum að skjóta þessi kvikindi,  túnin eru rótnöguð eftir þetta og það fæst ekki bætt úr bjargráðasjóði.
Gef ekki mikið fyrir svona hégóma.

HP Foss, 11.6.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 talandi um Gleðispillir HP Foss. Ég las bloggið hans Kalla með gleði í hjarta og svo fær maður bara blauta tusku í andlitið þegar maður les kommentið. Og Hjördís fékk mig til að hlæja upphátt.

Ég er dýravinur. Það er ekki vinsælt að fá mig til að hlæja að tali um dýradráp.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.6.2007 kl. 11:59

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

geri ráð fyrir að þetta séu svanir sem þú skrifar um, tók nokkur augnablik að fatta það.

það er gott með lukku, hjá dýrum og mönnum.

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:55

4 identicon

Kalli minn, það gleður auðvitað mitt gamla vesturbæjarhjarta að heyra að þú farir um langan veg til að fá þér ís rétt hjá mínum ástkæra KR-velli. Efast ekki um að úr þeirri för hafa menn komið endurnærðir bæði til sálar og líkama.

Hvað Svandísi varðar gæti mér ekki verið meira sama enda býr hún á Seltjarnarnesi, það hefur aldrei þótt góður kostur

Örn F. (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 09:07

5 Smámynd: Karl Tómasson

Eins gott að Enir Hrafn fór ekki í Gróttu-KR. Það hefði Pabba gamla greinilega ekki þótt góður kostur.

Karl Tómasson, 14.6.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband