Hratt og öruggt

Árin líða hratt og hraðar eftir því sem við eldumst. Góður bloggvinur minn, Ingvar Valgeirsson tónlistarmaður, hefur ekki farið leynt með áðdáun sína á kanadísku Toronto-hljómsveitinni Rush.

Þessi hljómsveit var í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir tæpum 30 árum. Já, 30 árum. Plata þeirra Permanent Waves (vonandi skrifa ég þetta rétt) kom út að ég held í kringum 1980 og olli straumhvörfum hjá mér.

Svakalegir hljóðfæraleikarar og trommarinn Neil Peart á einhverri annarri plánetu í trommuleik, enda hafa fáir trommuleikarar fengið viðlíka viðurkenningar og hann í gegnum árin og hann verður bara betri og betri með árunum. Í framhaldinu keypti ég hverja vínylplötuna á fætur annari sem kom út með þeim félögum.

Svo kom sá tími að ég fjarlægðist þá kappa og tók hlé á því að hlusta á þá. En Ingvar minn,  þú hefur kveikt hjá mér gamlan áhuga og ég vil þakka þér fyrir það. Handleggir mínir voru undirlagðir gæsahúð þegar ég rifjaði upp gömul kynni við Rusharana nú á dögunum.

Að því tilefni set ég hér inn að gamni myndband frá félögunum viðfeldnu og jarðbundnu í Rush sem virðast láta fátt raska sinni ró í listinni og eru ekkert áfjáðir í að vera á forsíðu Séð og heyrt.

Góða skemmtun kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já, ekki hefur það farið fram hjá manni, með ólíkindum og reyndar magnað að upplifa þetta svona meðfram tilverunni, hún er nú þannig að sveiflan er meira til hliðar, fram og eilítið aftur, eitthvað sem menn voru nú ekki tilbúnir að samþykkja í samtökunum, samtökum sem ekki verða aftur eins, nú þegar hver einasti maður er farinn að viðurkenna þessa hluti, hlutir sem Gunnar í Krossinum á erfitt með að kyngja, er hann samt ýmsu vanur í þeim efnum, hefur marga fjöruna sopið, eða eins og vinur minn var vanur að segja, "það er nú svona hvorki svo"

HP Foss, 9.6.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband