Ótrúlegt en satt!!!

Fyrir all nokkrum árum síðan þegar ég var duglegur að stunda Varmárlaug, var þar tíður gestur sem er mér eftirminnilegur, við tókum oft spjall saman á sundlaugarbakkanum.

 

Einu sinni sem oftar sagði hann mér sögu og ein þeirra var nokkurn vegin svona.

 

„Dóttir mín var að kaupa sér bíl“ sagði hann. „Já“ sagði ég.  

„Hún keypti sér W Golf árgerð 1989“ sagði hann.„Já“ sagði ég. 

„Nei, hann var sennilega árgerð 1988“ sagði hann. „Já“ sagði ég.

„Nei, þegar betur er að gáð var hann sennilega 1990“ sagði hann. „Já“ sagði ég.

„Hann var ljósgrænn“ sagði hann. „Já“ sagði ég.

„Margir vilja meina að hann sé bara grænn“ sagði hann. „Já“ sagði ég. 

Þá sagði hann: „Ég vil meina að hann sé meira mosagrænn“ „Já“ sagði ég.

„Hann er ekinn 35.000 km.” sagði hann. „Já“ sagði ég.

„Nei, hann er ekinn 37.000 km þegar betur er að gáð“ sagði hann. „Já“ sagði ég.

„Gamla Toyotan mín var ekinn 120.000 km þegar ég seldi hana“ sagði hann. „Já“ sagði ég.

„Nei, hún var sennilega nær því að vera ekinn 125.000 km“ sagði hann. „Já“ sagði ég.

„Jæja nú er klukkan að verða fimm, þannig að það er best að koma sér upp úr sagði hann.“ „Já“ sagði ég.

Þá sagði hann, „nei, látum djöfulinn dingla til fimm mínútur yfir fimm sagði hann“.

Þá hugsaði ég með mér, fimm mínútur í viðbót, eða verða þær jafnvel sex?

 

Það skal tekið fram að á þessum tíma var Varmárlaugin ísköld vegna sundæfinga og langt stopp við bakkann var ekki gott.

Eftir að hafa hitt þennan ágæta mann í nokkur skipti í Varmárlaug passaði ég mig alltaf á því að vera í heita pottinum á meðan hann var að synda.

Þetta er sönn saga og allar hinar sögurnar frá honum voru líka svona nákvæmar. Ég gafst upp eftir nokkur skipti enda að því kominn að fá krampa af kulda á meðan ég beið eftir því hvort það var árgerð 1989 eða 1990 og svo framvegis og svo framvegis. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Anna mín takk fyrir síðast. Okkur hjónunum þótti afskaplega gaman að fá þig í heimsókn. Ættfræðin vefst greinilega ekki fyrir þér.

Það var sérstaklega gaman að heira þig segja frá gömlum sögum úr Mosó frá því í gamla daga.

Hvað varðar Súbarúinn þinn er hann ekki meira út í það að vera ljósgrænn?

Kær kveðja frá Kalla og Línu.

Karl Tómasson, 3.6.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband