Bassinn er frábær!!!

Það þekkja allir tónlistarmenn hversu mikilvægt það er hjá bassaleikara og trommuleikara að hlusta vel hvor á annan í hljómsveit. Ef vel tekst til hjá hljóðfæraleikurunum þá myndast órjúfanleg heild og allt bandið nýtur góðs af.

Þarna er jú grunnurinn og það er alltaf heillavænlegast að hafa hann traustann. Við Íslendingar eigum marga frábæra bassaleikara og tveir þeirra eru meðal minna bloggvina, Jakob Magnússon og Pálmi Gunnarsson.

Ég er mikill bassaaðdáandi og ef eitthvað er eykst áhugi minn á hljóðfærinu ár frá ári. Nú er svo komið að þetta er farið að há mér því ég stend sjálfan mig að því trekk í trekk þegar ég hlusta á lög að hlusta bara á bassaleikinn. Með öðrum orðum blokkera ég hin hljóðfærin frá svona við fyrstu hlustun a.m.k. Svo fer ég nú auðvitað á mixerinn í kollinum og hækka í hinum hljóðfærunum svona jafnt og þétt.

Ég ákvað að setja að gamni mínu smá getraun á bloggið mitt og hún hljómar svona:

Hvaða bassaleikari spilar og samdi þessa bassalínu?

http://ktomm.blog.is/users/18/ktomm/files/hva_a_lag_2689.wav

Eftir hvern er lagið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar eins og í Super Mario Bros tölvuleik...  

Hilmar (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

Þarna er á ferðinni hinn frábæri Motown bassaleikari James Jamerson og lagið er "I was made to love her" eftir Stevie Wonder. Sami bassaleikari á bassalínuna í "For once in my life" með Stevie Wonder sem er algjör snilld. Takk fyrir hlý orð í minn garð. Þinn sveitungi Jakob Smári.

Jakob Smári Magnússon, 1.6.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Jakob Smári.

Hrósið átt þú sannarlega skilið.

Ég ætla aðeins að bíða með niðurstöðurnar, hver veit nema að þær komi þér á óvart. Sjáum til.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 1.6.2007 kl. 18:16

4 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

sæll Kalli. Þá voru nu lagagetraunirnar þínar með bjór í verðlaun á Draumakaffi skemmtiegri en þessi hehehe. Kannski bara vegna þess að éghef ekki hugmynd hver samdi þessa laglinu

Guðmundur H. Bragason, 1.6.2007 kl. 21:31

5 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

Ég veit svosem ekki hver spilar bassann á þessari upptöku sem þú ert með. En upphaflega var það James Jamerson sem gerði þessa línu. Samanber þetta hér : http://www.bassland.net/jamerson.html

Þú vilt kannki meina að þetta sé Carole Kaye ? Samanber þetta hér :

http://www.bassland.net/books-n-mags.htm

Ég skal ekki segja.

Jakob Smári Magnússon, 1.6.2007 kl. 22:23

6 Smámynd: Karl Tómasson

Hvað varðar alla punkta Óli minn þá er Jakob að koma mér í vanda.

Hann er svo full viss í sinni sök. Ég held að þessi bassalína sé samin af allt annari manneskju en hann.

Vonandi eigum við eftir að komast að hinu sanna.

 Ég segi ekkert þangað til.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 02:31

7 Smámynd: Karl Tómasson

Gummi minn.

Hver veit nema að þú fáir einn kaldann ef þú kemur með rétta svarið.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 02:33

8 Smámynd: HP Foss

Tommi Tomm, ekki spurning. Tommi Tomm.

HP Foss, 2.6.2007 kl. 10:50

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Sæll Tommi -  gaman að heyra í þér og trúlega hefðir þú farið flikk flakk og heljarstökk hefðir þú heyrt í sumum bassaleikurnunum sem voru að leika listir sínar hjá okkur á AIM festival um helgina.  Eg held að þetta sé Carole K frekar en James J, dálítið dempaður tónn í þessu en sú gamla spilar með nögl og notar dálítið dempaðan tón, hinsvegar var James eins og fleiri Motown bassaleikarar með furðulegan tón stuttan, stundum varla hljómandi. Einhver sagði að það hefði verið vegna þess að þeir skiftu aldrei um strengi en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það  ... en lagið eins og Jakob segir hér fyrr að sjálsögðu I was made to love her .. eftir munnhörpusnillinginn, söngvarann og tónskáldið SW. 

Pálmi Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 17:21

10 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna Pálmi gaman að fá þig í hópinn.

Lagið höfðu þið bassasnillingar tveir Jakob Smári og Pálmi að sjálfsögðu á hreinu.

Pálmi hafði hinsvegar rétt fyrir sér með það hver lék á bassan. Það var sú gamla og ótrúlega Carole Kaye. Ég stóð í þeirri meiningu að þessi bassalína væri eftir hana en Jakob Smári er á öðru máli þannig að nú er ég í vandræðum.

Hver veit hið sanna í því?

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 17:46

11 Smámynd: Karl Tómasson

Eitt svona að gamni varðandi þá gömlu Carole Kaye og þetta er sönn saga.

Svona viku áður en stórmerkilegur þáttur um Carole Kaye var sýndur á Rúv sátum við hjónin við kvöldmatarborðið og ég fór að tala um það við konuna mína að það væri með ólíkindum að konur gætu ekki spilað á bassa og trommur. Það bara virkar ekki hjá ykkur kellunum sagði ég.

Eins og við manninn mælt reis gamla mín á afturlappirnar og spurði mig hvort ég væri algerlega geggjaður og snarvitlaus karlremba. Ég sagði nei, þetta er staðreynd.

Viku síðar þegar þátturinn var sýndur á Rúv um Carole Kaye þurfti ég að éta þetta allt ofan í mig.

Ég reyndar bíð eftir að sjá jafningja Carole Kaye á trommum.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 18:11

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég held að hún heiti Sheena E ef ég man rétt slagverksleikarinn og trommarinn sem lengi hefur verið í slagtogi með Prince. Hún er af ætt brasilískra slagverksleikara og ef ég man rétt er karl faðir hennar einn sá allra þekktasti í bransanum.

Pálmi Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 18:33

13 Smámynd: Karl Tómasson

Pálmi og Jakob Smári.

Spurningin mín er nú, hver samdi þessa bassalínu sem getraunin að hluta til sníst um???

Ég stóð í þeirri meiningu að það væri gamla kellan, en Jakob Smári er á öðru máli.

Hvor ykkar treystir sér til að segja til un það?

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 2.6.2007 kl. 18:54

14 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Þau skötuhjú James og Carole hafa lengi slegist um höfundarrétt af bassalínunni í laginu hans Wonder og trúlega fæst aldrei niðurstaða í málið. Ég hef meiri trú á því að kella hafi samið þessa línu hún er ágætlega funkuð en samt er einhver smátréhestu í henni og tréhestur ekki í slæmri merkingu. Carole samdi fullt af flottum línum sem voru samdar og maður lærði þær eins og skot... trúlega er enginn núlifandi rafbassisti sem á fleiri auðkennisbassalínur en hún. James finnst mér aðeins meira loose og því segi ég hiklaust að kella eigi barnið.

Pálmi Gunnarsson, 2.6.2007 kl. 19:11

15 identicon

Sæll Kalli minn.

Þetta er Carole Kaye að spila gamla Stevie Wonder lagið I Was made to love her.

Kær kveðja frá Jonna Ólafs

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 19:29

16 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Tek undir með Pálma varðandi Sheenu E, hörku slagverksleikari og trommari. Hélt mikið upp á Prince í "den" og geri reyndar enn,  og man vel eftir henni í slagtogi með honum. 

Svo er stefnan reyndar sett á tónleika með Prince í London í byrjun ágúst með eldri soninn

en Kalli, kem frekar með einn(eða fleiri) kaldann í heimsókn til þín en að giska á eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á!! 

Guðmundur H. Bragason, 3.6.2007 kl. 00:55

17 Smámynd: Jakob Smári Magnússon

Ég skil ekki alveg hvernig menn geta haldið því fram að þetta sé Carole Kaye og verið vissir í sinni sök. Sennilega er það vegna þess að ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þetta sé James Jamerson. En svo kom hún fram á sjónarsviðið og hélt því fram að hún hefði spilað þetta lag, og að mér skilst fleiri sem eignuð hafa verið Jamerson hingað til. Eina sem ég get því sagt er að ég trúi því að þetta hafi verið James Jamerson en get ekkert fullyrt.

Jakob Smári Magnússon, 4.6.2007 kl. 16:38

18 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Jakob Smári.

Félagar þínir á bassanum segja greinilegt að notuð sé nögl í þessari spilamennsku. Carole Kaye notar nögl en James Jamerson ekki.

Hitt er annað að ég þori ekki að fara með hvort þeirra samdi bassalínuna en fleirri virðast á því að Carole eigi hana.

Þetta er mjög sérstakt hvernig þessir tveir bassasnillingar hafa barist um eignarrétt sinn á þekktum bassalínum.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.6.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband