Af trausti og heiðarleika

Fyrir ári síðan stóð ég í þeim sporum sem félagi minn Steingrímur J Sigfússon stendur nú í varðandi myndun meirihlutastjórnar. Ég var ásakaður um að hafa komið í veg fyrir að vinstri stjórn yrði mynduð í Mosfellsbæ. Fremst í flokki í þeirri umræðu fóru félagar úr Samfylkingunni og Framsóknarflokki.

All flestir held ég að þekki nú orðið þá sögu. Úr þeim stjórnarviðræðum slitnaði vegna karps oddvita Framsóknar og Samfylkingar um bæjarstjórastól. Þar komum við Vinstri græn hvergi nærri. Við sýndum frá fyrstu tíð mikinn vilja og heiðarleika til myndunnar nýs meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.

Nú stefnir allt í myndunn nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og  Sjálfstæðisflokks. Eina ferðina enn er reynt að koma þeim skilaboðum til landsmanna að það sé Vinstri grænum að kenna að ekki hafi tekist að mynda vinstristjórn.

Vinstri græn voru sigurvegarar síðastliðinna sveitarstjórnarkosninga og einnig nú ný afstaðinna alþingiskosninga. Vinstri græn er sá flokkur sem hefur stækkað meira og á styttri tíma en dæmi eru um í íslenskri pólitík.

Ég er mjög stoltur af því að hafa verið einn af fyrstu mönnunum til þess að koma Vinstrihreyfingunni grænu framboði í meitihlutastjórn. Það samstarf hefur gengið vel og er byggt á gagnkvæmu trausti og virðingu.

Karl Tómasson.

Grænt grænt grænt grænt

er grasið út í haga

grænt grænt grænt

er gamla pilsið mitt.

Allt sem er grænt grænt

finnst mér vera fallegt

fyrir vin minn

litla Jón á Grund. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband