Verður valtað yfir lýðræðið?

Nú stefnir allt í að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Ekki efast ég um að allt það ágæta fólk sem að hana mun mynda reynir að gera allt sitt besta landi og þjóð til heilla. Vissulega sitja margir eftir með sárt ennið sem höfðu óskað einhvers annars.

Ég er einn af þeim.

Í eitt ár höfum við Vinstri græn í Mosfellsbæ þurft að sæta látlausri gagnrýni vegna meirihluta samstarfs VG og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn. Þar hafa farið fremst í flokki fulltrúar og félagar úr Samfylkingunni. Mörg þau orð og skrif sem hafa fallið í þeirri umræðu eru með ólíkindum. Flest hafa þau snúist um svik okkar Vinstri grænna við kjósendur og jafnvel aðra bæjarbúa.

Umræða  Samfylkingarinnar um meint svik voru fyrst og fremst vegna samstarfs okkar við Sjálfstæðisflokkinn. Þau orð meðal þeirra félaga hafa oftast snúist um að verið sé að valta yfir líðræðið.

Fljótt skipast veður í lofti.

Karl Tómasson. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Mikill meirihluti" og hvernig væri að láta Bæjarpólitík verða óháða Landspólitík?

Skal fyrstur manna leggast á sveifina um að allir verði vinir, öllum til heilla, hvar  og hvernig í bæ settir.

Halldór Egill Guðnason, 18.5.2007 kl. 00:45

2 identicon

Það er mikill munur þarna á.

 

Í bæjarstjórnakosningunum í Mosfellsbæ var Sjálfstæðisflokkurinn einn í meirihluta og var sá meirihluti felldur. Það var því klárlega ósk kjósenda að Sjálfstæðisflokkurinn færi frá en þá bar svo við að VG hljóp undir bagga og útvegaði Sjálfsæðisflokknum þann mann, sem til þufti til að halda áfram völdum.

 

Í Alþinigkosningunum var það hins vegar Framsóknarflokknum, sem var hafnað, en Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt. Það er því erfitt að lesa það út úr Alþingiskosningunum að kjósendur hafi viljað að Sjálfstæðisflokkurinn færi úr stjórnarráðinu. Þegar við bætist allt það ósætti, sem er milli VG og Framsóknarflokksins hefur SF ekki marga valkosti. Það er reyndar valkostur að vera í stjórnarandstöðu en ef SF velur það þegar kostur er á að komast í stjórn er vel hægt að líta svo á að það sé svik við kjósendur, sem kusu SF út á stefnumál flokksins, að velja þann kost að koma þeim ekki í verk með því að velja sér hlutskipti stjórnarandstöðuflokks. Með því að fara í stjórn er hægt að koma hluta stefnumálanna í höfn.

 

Svo má nú benda á það að VG stendur líka í biðröðinni að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokki ef stjórn SF og Sjálfstæðisflokks nær ekki að komast á koppinn.

 

Einnig er vert að benda á það að þeir Samfylkingarmenn í Mosfellsbæ, sem hafa gagnrýnt VG fyrir að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eru ekki að leiða neinar viðræður á landsvísu. Ég veit að helstu forkólfar SF í Mosfellsbæ eru á móti þessari sthjórn og að minnsta kosti einn eða fleiri þeirra hafa talað um að segja sig úr SF fari flokkurinn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Varla er hægt að saka þá um hræsni þó þeir tali illa um VG fyrir að framlengja líf Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.

 

Að lokum má svo benda á að bæjarpólitík í einstökum bæjarfélögum er allt annar hlutur en landsmál. Menn geta hugsanlega átt meiri málefnanlega samleið á öðrum staðnum en á hinum. Það, sem einstakir bæjarfulltrúar segja eða gera hefur ekkert með stefnu flokksins í landsmálum að gera jafnvel þó um þungarviktamenn sé að ræða í sínu bæjarfélagi.

Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband