fim. 17.5.2007
Varmársamtökin funda með Samfylkingunni
Gunnlaugur B. Ólafsson varaformaður Varmársamtakanna átti í morgun fund ásamt öðru stjórnarfólki með Jónasi Sigurðssyni oddvita Samfylkingarinnar.
Ég hef um nokkurra mánaða skeið reynt að benda á óeðlilega mikil tengsl Varmársamtakanna og Samfylkingarinnar og þess vegna væri ekki hægt að kalla samtökin ópólitísk og laus við alla flokkadrætti.
Varmársamtökin eru rammpólitísk hagsmunasamtök, ekki umhverfissamtök eins og ég hef marg bent á.Samtökin hafa einskis svifist til að reyna að ná sínum markmiðum.
Það væri miklu hreinlegra hjá samtökunum að starfa undir nafni síns flokks en ekki undir yfirskini einhvers sem á að heita umhverfisvernd.
Karl Tómasson.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
- Hulda Bergrós Stefánsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sigurður Hreiðar
- Bjarni Bragi Kjartansson
- Bergþóra Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Brynjólfur Þorvarðsson
- Hrannar Baldursson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eyþór Árnason
- Fjarki
- Baldur Fjölnisson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Gústav J. Daníelsson
- Haukur Nikulásson
- Heimskyr
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Kaleb Joshua
- Sigga Hjólína
- Hlynur Hallsson
- HP Foss
- Hvíti Riddarinn
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- JEA
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Kristjánsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Ingi Cæsarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Bergur Thorberg
- Þorkell L. Þorkelsson
- Pétur Björgvin
- Kristján Kristjánsson
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Valdemarsson
- Guðjón H Finnbogason
- Laugheiður Gunnarsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Helga Sveinsdóttir
- Magnús Már Byron Haraldsson
- Alfreð Símonarson
- Hlynur Þór Magnússon
- Markús frá Djúpalæk
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Paul Nikolov
- Vilborg
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ragnar L Benediktsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Huld S. Ringsted
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Ásgeir Eiríksson
- Gammur drils
- Matti sax
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Óskar V Kristjánsson
- Guðmundur St. Valdimarsson
- Halldór Sigurðsson
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Gunnar Ólafur Kristleifsson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Sverrir Stormsker
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sverrir Þorleifsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þrúður Finnbogadóttir
- TómasHa
- Halldór Egill Guðnason
- Úrsúla Jünemann
- Vefritid
- Vestfirðir
- Guðfríður Lilja
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Auðunn Hilmarsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bwahahaha...
- Dunni
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Pétur
- kreppukallinn
- Leikhópurinn Lotta
- Linda litla
- Ólafur Th Skúlason
- Páll Rúnar Elíson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Steingrímur Helgason
- steinimagg
- Sveinn Arnar Sæmundsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þórður Björn Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Karl minn
Með þessu innleggi heldur þú áfram að berstrípa skynsemi þína, ógna ímynd og getu til að gegna embætti forseta bæjarstjórnar. Maðurinn sem á að vera markaður af persónulegri aðför virðist heltekin af því markmiði að ófrægja mína persónu. Það er auðveldara að kenna heilræðin en halda þau. Ég ákvað að fara niður í Álafosskvos í morgun og sjá nýju vegalagninguna sem að er komin nokkra metra frá ánni. Jónas var þarna niður frá en fundir okkar höfðu ekki verið planlagðir. Við tókum spjall.
Þó það sé rigning þá ættirðu endilega að kíkja á hvað er að gerast í kring um þig. Á uppstigningardag gengur verktakafyrirtækið Magni fram af meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Var þarna að taka myndir í morgun og var þá ógnað af Sölva Jónssyni framkvæmdastjóra sem lýsti mig í gær ábyrgan fyrir milljónatjóni og að ég færi hamförum. Skoðaðu nú hverjir fara hamförum í kringum þig án nokkurs skipulags. Einungis með einhvern tölvupóst frá framkvæmdasviði bæjarins.
Ef þú værir utandyra, þá geri ég ráð fyrir að ég myndi spjalla við þig. Væri það hættulegt? Gæti það orðið í þágu umhverfisverndar? Þú gefur þig nú út fyrir að vera grænn, en kanski ekki alveg í gegn. Hef margoft ítrekað óskir um að funda með þér til að lyfta umræðunni um þessi mál á hærra plan og sýnt þér fyllstu kurteisi. En lengi skal manninn reyna og þetta innlegg þitt í umræðuna er þér mjög til vansa. Þú hefur kosið að fela þig í greni, umvafin bulli og bloggdólgum.
Ég er ekki lengur þátttakandi í þessari umræðu sem fer fram á síðunni þinni. Hún er einfaldlega algjörlega inntakslaus og afskaplega óuppbyggileg. En þó verð ég að verja mig dylgjum og ósannindum. Skora á þig að gera betur og afla embætti þínu og bæjarfélaginu aukinnar virðingar.
Gunnlaugur B Ólafsson, 17.5.2007 kl. 14:25
Að hluta til er þetta alveg rétt sem Karl er að segja. Varmársamtökin eru hagsmunasamtök. Hins vegar kemur ekki fram hvaða hagsmuni Varmársamtökin eru að verja. EFtir mínum skilningi, sem eflaust er takmarkaður eins og annarra sem bera hugsanir sínar á þessum vettvangi, þá eru hagsmunir VS vistvænt umhverfi og gott samfélag. Samtökin hafa augljóslega lagt mikla og óeigingjarna vinnu í að skoða skipulagsmálin. Tilgangurinn er að halda opnum framtíðarmöguleikum Kvosarinnar svo þið Mosfellingar hafið allir tækifæri til þess að njóta hennar um ókomna framtíð. Skipulagsmálin hjá ykkur, sem eru að mestu arfur úr fortíðinni, hafa ekki að öllu leyti heppnast vel og þess vegna er ekki auðvelt að leysa úr þessu máli. Bæjaryfirvöld þurfa að nálgast þetta af framsækni og með opnu hugarfari, en ekki með drottnunargirni og allra síst með því að vera með dylgjur í garð íbúasamtaka. Það er mikið byggingarland handan við Helgafellslandið. Hætt er við að tengibrautin um Kvosina verði ekki lengi að renna sitt skeið.
Minni þig á funda og félagafrelsið. Það vita allir að það eru Samfylkingarmenn í VS, það þarf ekki að koma á óvart og hefur sjálfsagt aldrei verið leyndarmál. Mér finnst að flokksmenn í Samfylkingunni eigi að hafa rétt til að tjá skoðanir sínar, þó svo að ég hafi aldrei verið hlynntur þeim flokki.
Það er einlæg von mín að stjórnviska þín muni stuðla að skynsamlegri lausn í málinu.
Ragnar Pálsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 15:07
Sæll Gunnlaugur.
Eins og þú veist hef ég ekkert bloggað í eina viku en auðvitað fylgst með umræðunni.
Ég sá í morgun á heimasíðu Varmársamtakanna skrifað um mig eina ferðina en og því haldið fram að ég færi með rangt mál.
Ekki ætla ég að fara nánar út í það. Það sem verra var að undir greinina skrifar maður sem beðinn hefur verið margítrekað um að gera grein fyrir sér. Hann fær ekki sjálfur að svara spurningum sem beint er til hans heldur fjarlægir ritstjóri Varmársíðunnar spurningarnar jafnóðum út.
Er hann ekki fær um að svara fyrir sig sjálfur? Þessi maður hefur áður veist að mér með rangfærslur eins og nú í morgun.
Hvað varðar það Varmársamtökin hvort fólk svari spurningum sem beint er til þess?
Ef þú sérð eitthvað ruddalegt í þinn garð í færslu minni hér að ofan, þá er það túlkunnaratriði sem ég fæ ekki skilið.
Karl Tómasson, 17.5.2007 kl. 15:12
Sá yðar sem syndlaus er kastið fyrsta steininum.
Var að skoða heimasíðu á netinu, ég telst þá líklega til netnjósnara. Á ferð minni um netheima fann ég eftirfarandi setningu á einni síðu "Í Mosfellbæ er nefnilega engin hryðjuverkaógn og við gætum haft þetta svo huggulegt og skemmtilegt teboð"
Þá blés skálda gyðjan mér í brjóst.
Merkilegt í ljósi þess að hriðjuverkasamtök eru að berjast fyrir málstað sem því finnst vera réttur. Með aðferðum sem því finnst vera réttar. Að vekja athygli á málstað sínum með hverjum þeim aðferðum sem eftir er tekið, t.d. með því að vinna eignarspjöll, skapa glundroða og jafnvel ótta. Lama stjórnkerfið með linnulausu áreiti, að þeirra mati fullkomlega réttlaætanlegt þar sem málstaðurinn er góður. Auðvitað eru svona samtök rampólitísk, hverra flokka sem þau tilheyra, einfaldlega vegna þess að á bak við þau standa venjulega einhverjir hugmyndasmiðir með ákveðnar hugsjónir og sannfæringu, með einhverja hagsmuni að leiðarljósi.
Þetta er bara sett hérna inn til gamans þar sem mér leiðist svona frídagar þegar ég hef ekkert að gera. Þessi texti er allur skáldaður upp fyrir utan ein setning sem fengin er að láni af annari síðu. Af virðingu við höfund hennar mun ég ekki geta hanns hér. Ef einhvejir sjá einhverja samsvörun í skáldskap þessum er það alfarið á þeirra ábyrgð. Lifið heil
Góðar stundir.
Guðmundur St. Valdimarsson, 17.5.2007 kl. 15:44
Ef svona fundarhöld væru í nánasta aðdraganda kosninga væri sjálfsaægt að skoða samsæriskenningu þína sem eitthvað annað en "samsæriskenningu" en á þessum stað í tíma og rúmi eru tilraunir hagsmunasamtaka til að ná sambandi við stjórnmálaflokka og menn sjálfsagður "lobbýismi" og fráleitt að samtökin reyni ekki að funda með öllum stjórnmála og áhrifaaðilum sem mögulega fást til þess.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.5.2007 kl. 17:01
Heill og sæll Helgi.Ég hef um nokkurra mánaða skeið reynt að benda á óeðlilega mikil tengsl Varmársamtakanna við einn tiltekinn stjórnmálaflokk. Það er félaga þinna í Samfylkingunni.Aldrei á nokkru stigi málsins hafa fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar mótmælt fyrirhugaðri legu tengibrautarinnar. Eins hafa sömu bæjarfulltrúar ekki en séð ástæðu til að tjá sig um hugmyndir Varmársamtakanna að legu hennar sem voru gerðar opinberar fyrir allnokkru síðan.Þessir sömu bæjarfulltrúar hafa hinsvegar ítrekað séð ástæðu til að gagnrýna afstöðu VG í málinu.Í mínum huga er það jafn sjálfsægt að pólitískir fulltrúar ræði við félagasamtök af öllum stærðum og gerðum gefi einnig upp sína skoðun og skoðanir á því sem þau hafa fram að færa.Það gengur ekki að taka þátt í gagnrýni ef maður hefur ekkert annað eða betra fram að færa.
Karl Tómasson, 17.5.2007 kl. 17:56
Ósköp er þetta nú aulalegt hjá þér , Kjartan minn, og ekki Vestur Skaftfellingi sæmandi, efast reyndar um að þú sér það.
Að þú skulir ætla þér að draga son Kalla inn í þessa umræðu er með ólíkindum og svo yfirgegngilega aumingjalegt að ég dauð skammast mín fyrir þig. Hafðu þínar hugsanir fyrir þig.
kv
Helgi Pálsson
HP Foss, 17.5.2007 kl. 18:01
sæll Kjartan.
Ég sé að langa langafi þinn, Ólafur var frá Hörgsdal, bróðir Helgu, langa langömmu minnar, við því frændur og ég búinn að skamma fræmda minn. það verður að hafa það.
Þú ert sem sagt af skaftfellskum ættum, rétt er það.
HP Foss, 18.5.2007 kl. 09:19
Sæll Kalli,
Er ekki nóg nóg komið af þessum blessuðu varmársamtökum sem virðast vera iðjuleysingjar sem hafa ekkert betra að gera en að stunda hriðjuverk,sitja í drullupollum og mótmæla því sem að er löngu ákveðið.
Nú er nóg komið, endilega drífið þessa tengibraut af og látið ekki örfáa leigjendur þarna í kvosinni skemma fyrir þúsundum annara.
Fannar Pálsson íbúi í Mosfellsbæ.
Fannar Pálsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 11:35
Mig langar að fá tækifæri til að útskýra hvers vegna ég óskaði eftir því að Varmársamtökin fjarlægðu athugasemdir mínar af síðu þeirra. Fyrsta setningin í fyrstu athugasemdinni var " Mér finnst það nú liggja í augum uppi hverjir bera ábyrgð á þessum skemmdarverkum " Fólk tók þessu sem svo að ég vissi hverjir frömdu þessi skemmdarverk á vinnuvélunum, ég sá eftir það hve klaufalega ég hafði orðað þetta og leiðrétti mig. Ég tek það fram að ég tel ekki og hef aldrei talið að pólitískir flokkar né Varmársamtökin beri ábyrgð á verknaðnum. Mér var ekki gert annað fært en að láta fjarlægja athugasemdirnar sem og ég gerði, einnig lét ég fjarlægja skrif mín því þau voru mjög rangtúlkuð og greinilega voru að valda leiðindum sem ekki var ætlun mín. Í fullri einlægni þá vil ég ekki og vildi engin leiðindi. Ef fólk trúir því ekki þá verður það að eiga það við sjálft sig. Ég set þetta hér inn á þessa síðu undir þessa færslu því hér að ofan kemur fram að ég bað um að láta fjarlægja skrif mín svo ég vildi koma hér á framfæri að skrif mín voru rangtúlkuð. Ég vona að þótt ég útskýri mitt mál hér að fólk fari ekki enn að túlka athugasemdirnar sem ég er að vísa í.
Með vinsemd, Aðalheiður Þórisdóttir
Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:05
Sæl Aðalheiður, ég er einn af þeim sem misskildi athugasemd þína á síðu Varmársamtakanna og beindi spurningu til þín sem þú hefur útskýrt ágætlega og er engin ástæða til að misskilja það frekar eða rangtúlka orð þín.
Við skulum bara öll vona að deiluaðilar hætt þessum skotgrafarhernaði í þessu bæjarpólitíska máli þar sem það er skoðun mín að umræðan á þessu plani eins og hún hefur þróast er einungis til að spilla fyrir almennri umræðu um náttúruvernd á Íslandi. Ágæt frétt í morgun þess efnis að Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna fyrirætlanir Shea Shepard samtakanna þar sem baráttuaðferðir þeirra spilla fyrir málefnalegri umræðu um mikilvægt málefni. Það hefur reyndar vakið athygli mína að ekki einn einasti af framlínuvörðum Vinstri Grænna í landspólitíkinni hefur haft dug eða þor til að ganga fram í þessu máli og hafa opinbera skoðun á því þar sem þeir telja sig jú framverði alvöru náttúruverndar. Blessuð pólitíkin er jú alltaf vinsældarpop og hégómi þegar allt kemur til alls. Þessu máli í Álafosskvosinni má líkja við ummæli eins ágæts Índíánhöfðingja hér áður fyrr með ensku orðunum: " Big Smoke, No Fire"
Kveðja,
Ólafur
Ólafur Ragnarsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:36
Eftir atburðarrás undanfarinna skrifa , sér í lagi þau rætnu orð sem Gunnlaugur B. Ólafsson hefur látið falla um eiginmann minn, Karl Tómasson, get ég ekki lengur staðið hjá og orða bundist.
Ég hef fylgst með umræðunni sem átt hefur sér stað varðandi skipulagsmál hér í Mosfellsbæ og margumrædda tengibraut sem fyrirhuguð er fyrir ofan Álafosskvosina. Það hefur ekki farið fram hjá mér að allt frá því að Karl tók við embætti forseta bæjarstjórnar hafa illar raddir farið á kreik og ótrúleg illgirni og hatur beinst að honum.
Það var reyndar búið að vara mig við því af fólki sem vel þekkir til að ég þyrfti að taka á honum stóra mínum og brynja mig gagnvart persónum sem aldrei kæmu til með að láta hann í friði, sama hvaða málefni væru til umræðu. Það eitt að maður kemst til valda hefur alltaf þau áhrif að ákveðnir menn, eða persónur, geta ekki unnt því sökum þess að það sjálft hefur ekki náð þeim markmiðum sem það óskaði sér.
Oft á tíðum er þetta sjálfumglatt fólk sem reynir allt hvað af tekur að koma sér á framfæri en á ekki erindi sem erfiði sökum aðferðarfræðinnar sem það notar.Líney Ólafsdóttir .Líney Ólafsdóttir. (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:18
Sæl Líney
Finnst þú gætir beint athyglinni annað en að mér og minni persónu til að breytt verði um aðferðafræði í umræðu um skipulagsmál. Hef aldrei farið inn á persónu eiginmanns þíns í mínum skrifum. Hinsvegar lét hann standa í tvær vikur inn á sínu vefsvæði stórkarlaleg skrif gegn mér og útúrsnúning á grein í Mosfellingi. Bætti svo í fyrradag enn um betur með því að gera enn eitt innleggið um mína persónu og finna út úr því stórt samsæri. Þá fyrst fannst mér mælirinn fullur. Ráðlegg þér að byrja á því að fá mann þinn til að eyða þessum færslum, hafa hugrekki til að ræða málin af skynsemi, á opinn og heiðarlegan hátt.
Þó ég hafi síðustu daga í fjölmiðlum orðið fyrir alvarlegri ásökunum í óupplýstu lögreglumáli heldur en dæmi eru um síðari misserin, hef ég ekki séð ástæðu til að opinbera mitt tilfinningalíf eða áhrif þess á fjölskylduna. En undir þessar dylgjur hafa fulltrúar úr meirihluta bæjarstjórnar tekið í viðtölum og skrifum. Hef boðið Karli bæði í síma og netskrifum að funda með honum um leiðir til að lyfta umræðunni á hærra plan. Það hefur hann ekki þegið, en notað ómerkilegustu atriði til að vega að mér úr launsátri. Að blanda fjölskyldu minni inn í þessa umræðu sem snýst um þróun byggðar og samfélags hefur mér ekki dottið í hug og þykir í raun ósmekkleg aðferðafræði.
Óska fjölskyldu þinni og mannlífi öllu í Mosfellsbæ alls hins besta,
Gunnlaugur B Ólafsson, 19.5.2007 kl. 11:05
Komið þið sæl.Les hans heilagleiki ekki yfir það sem hann skrifar um fólk áður en hann setur það inn. Getur verið að hans heilagleiki sé svo gleymin að hann muni ekki stundinni lengur hvað hann skrifar um annað fólk. Ég mæli með að hans heilagleiki lesi yfir skrif sín og skoði það sem hann hefur að undanförnu látið frá sér fara áður en hann leifir sér að minnast á að hann hafi aldrei veist að persónum eða fjölskyldum. Ég gerði mjög stutta skoðun á því á skrifum hans heilagleika og sá þetta bara svona í sviphendingu.heldur þú áfram að berstrípa skynsemi þína, ógna ímynd og getu til að gegna embætti forseta bæjarstjórnar. Sagt um Karl.Það er auðveldara að kenna heilræðin en halda þau Sagt um Karl.
Ef þú værir utandyra, þá geri ég ráð fyrir að ég myndi spjalla við þig. Væri það hættulegt? Sagt um Karl í hæðnistón, til þess að gera lítið úr honum.
Þú gefur þig nú út fyrir að vera grænn, en kanski ekki alveg í gegn Sagt um þá sem ekki eru gáfaðir. Notað til þess að hæðast að Karli.Þú hefur kosið að fela þig í greni, umvafin bulli og bloggdólgum. Hér er komið að því að vanvirða það heimili sem Líney hefur byggt upp með því að kalla það greni og gera lítið úr vinahópnum með því að kalla þá bullara og Bloggdólga, nema að hans heilagleiki eigi við sjálfa fjölskylduna í þessu tilfelli. Ég er ekki hissa á að hún hafi ákveðið að leggja til málana. Hans heilagleiki snýr bara út úr því eins og venjan er.
Skora á þig að gera betur og afla embætti þínu og bæjarfélaginu aukinnar virðingar Veit nú ekki alveg hvernig túlka skal þetta, senilega sem bróðurlega kærleiksábendingu um að gera betur.síðan höfum við fulltrúa VG í Mosó sem að þykir ekki mjög vænt um þátttöku íbúasamtaka í skipulagsumræðunni og vilja helst eyðileggja hana og skemma sem mest má vera. Þetta er svo yfirlýsing sem meira að segja ég skil og þá ekki sem föðurlega ábendingu.
Eflaust ef ég hefði meiri tíma, áhuga og nennu til, gæti ég fundið fleira sem hans heilagleiki hefur látið sér um fingur fara á þessum síðum öllum sem svo mjög hefur verið rætt á, á málefnalegum nótum. Mér fannst ég sjá nýjan tón í skrifum hans um daginn og þar væri komin hin einlagi náttúruverndarsinni með fallegar og réttmætar hugsjónir sem vel áttu rétt á sér, en þá eins og alltaf kom eitthvað til þess að skemma það og aftur er byrjað á að.......
Guðmundur St. Valdimarsson, 19.5.2007 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.