lau. 5.5.2007
Ein lota eftir
Einn frægasti bardagi Muhammad Ali var við George Forman á áttunda áratugnum.
Þá var Ali kominn af léttasta skeiði og fáir höfðu trú á því að hann ætti möguleika í þessum bardaga.
Allir helstu sérfræðingar ráðlögðu Ali að leggjast aldrei í kaðlana því þá væri leikurinn búinn fyrir hann. Höggþyngd Formans var slík að enginn venjulegur maður átti að þola látlausar barsmíðar frá honum. Því sögðu allir við Ali dansaðu Ali dansaðu
Það fyrsta sem Ali gerði þegar hann fór í hringinn var að leggjast í kaðlana og þar lumbraði Formann á honum í heilar átta lotur. Í þeirri níundu stökk Ali fram eins og tígrisdýr og rotaði Formann. Það er er að mörgum talið eitt frægasta rothögg hnefaleikanna.
Margir stjórnmálamenn hafa óbeit á hnefaleikum enda er íþróttin ekki leyfð í þeirri mynd sem hér um ræðir. Ekki ætla ég að leggja mat mitt á það enda hef ég svosem lítið pælt í því þrátt fyrir að hafa gaman að því að horfa á góða hnefaleikara.
Undanfarið hef ég velt því fyrir mér hvort að hinn pólitíski boxhringur sé nokkuð skárri þegar öllu er á botninn hvolft. Hann er því miður oft á tíðum óvæginn, ljótur og grimmur bardagi sem jafnvel skilur eftir stærri ör. Allt er gert til að koma höggi á andstæðinginn og oft eru þau undir beltisstað. Það er til að mynda ólöglegt í hnefaleikum.
Ég vona að þessi síðasta vika fyrir kosningar verði drengileg og öllum flokkum til sóma.
Vinstrihandar stungan í græna hanskanum fer ekki undir beltisstað heldur beint í mark þann 12. maí.
Athugasemdir
Þetta var flottur bardagi, hef séð brot úr honum. Er jafnvel að hugsa um að vaka fram eftir og horfa á Oscar de la Hoya í nótt. Er hann ekki annars í nótt. Hitti nokkra hressa vinstri græna í Kringlunni í dag. Held að það verði blússandi gengi í kosningunum. Var einmitt í afmæli í dag hjá góðu VG-fólki. Allir mjög bjartsýnir á þeim bænum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.5.2007 kl. 22:57
Sæl Guðríður og takk fyrir heimsóknina.
Jú það er svakalegur bardagi í kvöld og ég bíð spentur.
Þetta verður vinstri stunga þann 12. maí.
Kær kveðja frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 5.5.2007 kl. 23:11
ég held að þetta verði varnarsigur Framsóknarflokksins, sigur fyrir þá sem vilja sjá landsbyggðina dafna. Það er ekkert að marka þessa kújóna hér í bænum sem segjast vera Framsóknarmenn, þeir eru það ekkert. Það ætti ekkert að vera að reyna að halda þeim flokki út á höfuðborgarsvæðinu.
Það veit enginn hvernig það er að búa úti á landi nema reyna það, og þá er ég ekki að tala um að búa þar hluta af árinu.
Árangur áfram- Ekkert stopp- XB
Ps-Við getum ekki verið að leika okkur með framtíð barna okkar og eiga það á hættu að Vinstri Grænir og samfylking taki hér völd og setja allt á kaldan klakann í mörg ár. Nei takk.
HP Foss, 5.5.2007 kl. 23:37
Sæll Helgi minn. Hvenær fer Atli Páll að vinna í álverinu á Reyðarfyrði?
Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 5.5.2007 kl. 23:39
Hann verður í Straumsvíkinni í sumar, allavega.
HP Foss, 5.5.2007 kl. 23:44
Já en ekki lengur? Er þetta ekki framtíðarstarf fyrir hann?
Pabbi John Lennon sagði þegar hann gaf honum fyrsta gítarinn. Hérna færðu loks þennan gítar sem þú hefur suðað um í mörg ár en ég ætla að láta þig vita af því sonur sæll, þú verður aldrei ríkur á því að spila á gítar.
Kær kveðja frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 5.5.2007 kl. 23:51
Hann stefnir á að verða flugmaður, þá getur hann flutt til landsins ferðamenn sem vilja arka um fjöll og fyrnindi ósnortinnar nátturu Íslands, í flugvél úr áli, þeir aka um uppbyggða vegi landsins, gista á glæsilegum gististöðum landsins sem bjóða upp á 1. flokks aðstöðu, borða og drekka íslenskar afurðir, hreinar og lífrænt ræktaðar, skoppa um öræfin með álstafi í hönd, skella sér í heitu pottana, rafmagnshitaða, bruna svo í bæinn með hópferðabifreiðum, staldra við á Hellu, sem byggðist í kringum virkjanaframkvæmdir, fljúga svo út með Atla Páli á 757 vélinni, sælir og kátir með það sem Íslendingarnir höfðu að bjóða þeim.
Þarf ekki að vera hæfilegur skammtur af þessu öllu svo hægt sé að láta þetta ganga upp?
HP Foss, 6.5.2007 kl. 00:00
Þessi brandari um ál dósirnar og flugvélarnar er náttúrulega orðinn löngu þreyttur Helgi minn og nú ert þú búinn að bæta við göngu stöfum. Notaðist afi þinn ekki við tré staf? Það er til nóg af álverum og við þurfum ekkert að bæta við þau hér á þessu skeri. Ég myndi klárlega láta það verða part af jólaundirbúningnum t.d. að keyra með fjölskyldu mín á Foss á Síðu til þess að fá heimareykt hangikjet og rauðkál frá mínum uppáhalds sveitabæ í Vestur Skaft.
Kær kveðja frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 6.5.2007 kl. 00:12
Það er einmitt það sem ég er að segja, það er svo notalegt að komast út í sveit , í heimsókn, fá sér kjet og kartöflur og bruna svo á Bensanum í bæinn. Það þarf að vera hægt að lifa þetta af út á landi og sjálfsagt að gefa hverju tækifæri sem gefst tli uppbyggingar á landsbyggðinni gaum, einnig þó tækifærin séu stór. Lítil fyrirtæki eru mjög góð, vel haldið utanum alla hluti, aðhald og útsjónarsemi ríkir þar yfirleitt. Samt er ekki hægt að gera stóra hluti í kringum slíkt, þar felst munaðurinn í að yngja Renóinn upp um 2 ár.
HP Foss, 6.5.2007 kl. 00:26
Helgi minn ég gleymi aldrei okkar fyrsta vinnudegi saman.
Við þekktumst ekkert og fengum það verkefni að bera margra metra stóra planka tugi metra. Við gengum að plönkunum og vorum báðir að hugsa það sama. Hvað tökum við marga í einu. Hvorugur okkar þorði að taka af skarið og á endanum voru c.a. fimm plankar komnir á milli okkar. Með þetta hlass gengum við svo á milli okkar og hugsuðum báðir sama hlutinn eins og fram kom síðar. Skratti er karlinn sterkur. Við gáfum ekki þumlung eftir og kláruðum daginn algerlega að niðurlotum komnir báðir tveir. Þvermóðskan var alsráðandi þennan dag. Við höfum oft talað um þetta atvik. Ég held að við séum en jafn þverir. Eini munurinn á okkur er sá að þú ert Framsóknarmaður.
Kær kveðja frá K. Tomm.
Karl Tómasson, 6.5.2007 kl. 00:39
Já, þetta var strembinn dagur, svo fór nú að lærði hvor á hinn og við tók ákaflega skemmtilegur tími á Blikastöðum, í túngarðinum hjá Sigsteini og Helgu. Seinna átti ég því láni að fagna að fá að vinna fyrir þessi heiðurshjón, við ýmislegt viðhald á bænum. Borðaði stórmáltíðir hjá Helgu, alltaf á slaginu 12. Þar var spjallað saman og kl 20 mínútur yfir 12 hækkaði sá gamli í útvarpinu, ef við Helga hækkuðum róminn, þá hækkaði hann bara meira. Þar var ósvikið heimili, heimili sem byggðist á gömlum gildum, orð stóðu. tékkheftið var tekið á loft á föstudögum og kaupið greitt, upp á krónu.
Þessi kynni mín af sveit Mosans voru góð, eins og tíminn í smíðinni þótt alltof stuttur hefði verið. Kynnin af Tomma frá K 14, þar sem tomman skiptir máli, frábær tími, endalaus uppbygging, ekkert stopp.
HP Foss, 6.5.2007 kl. 00:52
Já Helgi minn, það var ekki talað um álver í þá daga.
Sveitarómantíkin var allsráðandi í sveit Mosans í þá daga.
Karl Tómasson, 6.5.2007 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.