fös. 4.5.2007
Hvað eru margir í Varmársamtökunum í dag???
Nú velti ég því orðið fyrir mér hvað eru margir í Varmársamtökunum.
Á fundi sem Mosfellsbær hélt í gær til að kynna nýja tengibraut í væntanlegt Leirvogstunguhverfi mættu að vanda áhugasamir meðlimir Varmársamtakanna. Eins og undanfarið eru þetta yfirleitt sömu 3-5 manneskjurnar sem láta að sér kveða. Því spyr ég mig, hvar er áhuginn???
Samtökin státa sig af hundruðum félagsmanna en hvar eru þeir? Fund eftir fund eftir fund mæta aðeins 4 - 9 félagsmenn Varmásamtakanna og oftar en ekki eru c.a. þrír sem spyrja fyrir hönd samtakanna.
Hvar er áhuginn??? Hvar eru Bryndís, Jón Baldvin, Árni Matt, Samfylkingin, Framsókn, og allir sem hafa stutt samtökin með ráðum og dáðum og endalausum skrifum???
Það koma engar jákvæðar athugasemdir við hinum nýju tillögum samtakanna að breyttri aðkomu í Helgafellsland frá þessum aðilum.
Þetta áhugaleysi vekur óneitanlega furðu.
Kær kveðja frá Kalla Tomm.
Flokkur: Bloggar | Breytt 5.5.2007 kl. 20:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
- Hulda Bergrós Stefánsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sigurður Hreiðar
- Bjarni Bragi Kjartansson
- Bergþóra Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Brynjólfur Þorvarðsson
- Hrannar Baldursson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eyþór Árnason
- Fjarki
- Baldur Fjölnisson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Gústav J. Daníelsson
- Haukur Nikulásson
- Heimskyr
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Kaleb Joshua
- Sigga Hjólína
- Hlynur Hallsson
- HP Foss
- Hvíti Riddarinn
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- JEA
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Kristjánsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Ingi Cæsarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Bergur Thorberg
- Þorkell L. Þorkelsson
- Pétur Björgvin
- Kristján Kristjánsson
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Valdemarsson
- Guðjón H Finnbogason
- Laugheiður Gunnarsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Helga Sveinsdóttir
- Magnús Már Byron Haraldsson
- Alfreð Símonarson
- Hlynur Þór Magnússon
- Markús frá Djúpalæk
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Paul Nikolov
- Vilborg
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ragnar L Benediktsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Huld S. Ringsted
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Ásgeir Eiríksson
- Gammur drils
- Matti sax
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Óskar V Kristjánsson
- Guðmundur St. Valdimarsson
- Halldór Sigurðsson
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Gunnar Ólafur Kristleifsson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Sverrir Stormsker
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sverrir Þorleifsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þrúður Finnbogadóttir
- TómasHa
- Halldór Egill Guðnason
- Úrsúla Jünemann
- Vefritid
- Vestfirðir
- Guðfríður Lilja
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Auðunn Hilmarsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bwahahaha...
- Dunni
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Pétur
- kreppukallinn
- Leikhópurinn Lotta
- Linda litla
- Ólafur Th Skúlason
- Páll Rúnar Elíson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Steingrímur Helgason
- steinimagg
- Sveinn Arnar Sæmundsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þórður Björn Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 457769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sérkennilegt að sjá Vinstri grænan í stríði við almenning sem elskar landið sitt og bæinn sinn. Er það kannski svona sem VG verður ef þeir komast að kjötkötlunum...skipta um hugsjónir og hugmyndafræði ??
Jón Ingi Cæsarsson, 4.5.2007 kl. 23:37
Ágæti Jón Ingi.
Þetta snýst ekki um áhugaleysi við þá sem elska land sitt og náttúru heldur valkost um leið að að löngu fyrirhuguðu hverfi.
Getur þú bent mér á betri kost en þann sem fyrirhugaður er???
Kær kveðja frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 4.5.2007 kl. 23:46
ég þekki ekki aðstæður þarna. Ég er formaður skipulagsnefndar Akureyrar og varaformaður umhverfisnefndar og legg mig fram um að hlusta á sjónarmið allra og leita lausna í samvinnu. Að fenginn niðurstöðu fer ég ekki í stríð við þá sem eru ósammála mér.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.5.2007 kl. 00:17
Kæri Jón.
Aðstæðurnar verður þú að þekkja til að geta myndað þér skoðun.
Um það snýst málið.
Við höfum hlustað, haldið fundi og farið yfir öll málin marg oft .
Stríðsmaður er ég ekki og hef aldrei verið.
Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mo
Karl Tómasson, 5.5.2007 kl. 00:23
Mér finnst skritið að bæjarfulltrúar séu í opinberum deilum við samborgarana á bloggsíðum...þá skiptir engu hvort þeir eru í minni eða meirihluta. Ég ætla ekki að reyna að skilja hvað er að gerast þarna en ljóst að mikill trúnaðarbrestur er í gangi sem ég vona að ykkur takist að leysa.
Já ég er þar fyrir hönd Samfylkingarinnar og er stoltur af því. Hér erum við að vinna mikið brautryðjandastarf í skipulags og umhverfismálum með Staðardagskrá 21 að leiðarljósi í eins mikilli sátt við bæjarbúa og mögulegt er.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.5.2007 kl. 02:18
Það er líka sátt hér í bænum um þessa tengibraut Jón. Hinsvegar er um að ræða háværan minnihluta sem er ósáttur og svo Samfylkingarfólk sem er að misnota aðstöðu sína og gera þetta mál að einhverju landspólitísku máli. Einfalt mál
Guðmundur H. Bragason, 6.5.2007 kl. 11:21
Heill og sæll Jón
Glöggt er gests augað. Hér í bæ er flest öfugsnúið í skipulagsmálum. Við stýrið situr tvíeyki, sem annarsvegar er íhald sem gætir í þessu máli eingöngu hagsmuna fjármagns og verktaka. Hinsvegar eru vinstri grænir sem með bloggdólgum og því miður verð að segja bulli ástunda aðför að umhverfissamtökum. Samtök með um 300 meðlimi, sem endurtekið hafa skipulagt vandaða fundi með um 70-150 manna þátttöku. Haldið 700 manna tónleika o.s. frv.
Við eigum brýnt erindi. Verktakar kaupa upp öll grænu svæðin hér í kring og til að hámarka gróðann 5-10 falda þeir íbúafjöldann. Svæðið upp með Varmá, gæti kallast "Varmárdalur", er frátekið fyrir hesthúsabyggð, íþrótta- og skólasvæði, listaþorp og endurhæfingarmiðstöð. Um það liggja líka helstu göngu- og reiðstígar bæjarins. Þessu vilja sumir fórna með tengibrautum þvers og kruss. En þeir hafa ekki þorað í vitræna umræðu um málið.
Unnið hefur verið gegn faglegum samanburði valkosta sem auðveldað hefði íbúalýðræðinu og hinum almenna bæjarbúa. Í þrjá mánuði hef ég kallað þau Hjördísi Ingibjörgu og Guðmund Halldór, sem endurtekið vilja spilla umræðunni og slá ryki í augu bæjarbúa varðandi hin brýnu og göfugu markmið Varmársamtakanna. Fyrir rúmum mánuði ráðlagði ég Karli Tómassyni, sem forseta bæjarstjórnar á að lýsa yfir ákveðinni fjarlægð á vörn og vinnubrögð Hjördísar Kvaran sem hafði endurtekið sýnt að hennar tilgangur var einhver allt annar en að ræða umhverfis- og skipulagsmál. Nýlega fékk tilfinning mín um skemmdarstarfsemi þessara fáu einstaklinga dýpri og alvarlegri merkingu. Þrír þeirra eru snöggir svars hér fyrir ofan, gegn þínum kurteisu og uppbyggjandi ábendingum. En með afhjúpunum Morgunblaðsins á IP tölunum þá sást hversu einmanaleg iðja þetta hefur verið.
Það er rétt að upplýsa Karl Tómasson og félaga um að áhyggjur hans af dvínandi áhuga á Varmársamtökunum eru óþarfar. Margt bendir til að málstaðnum sé að vaxa fiskur um hrygg með nýlegum samþykktum Hesthúseigendafélagsins og Foreldrafélags Varmárskála, ásamt áhyggjum margra starfsmanna Reykjalundar. Fleiri hundruð manns koma á hverjum degi á síðu samtakanna. Samtökin hafa fengið hlýja strauma frá fólki um land allt. Arkitekt í New York og annar arkitekt í Noregi hafa meira að segja gefið áherslum samtakanna alþjóðlega og faglega vídd!
Það er til lausn á báðum þessum vandamálum varðandi tengibrautirnar. Hún lítur að því að byggja mislægu gatnamótin eins og fyrirhugað er við Leirvogstungu og að gera önnur mislæg gatnamót ofan og norðan núverandi Helgafellsbyggðar til að þjóna nýja hverfinu þar. Með þessu næst það markmið að halda eftir grænu útivistarbelti upp með Varmá og nýju hverfin verða með fullnægjandi tengingu.
Það sem að stingur í augu og er með öfugum formerkjum er að Vinstri grænir leggja ekki lið áherslum verndunar, útivistar og íbúalýðræðis. Ég hafði miklar væntingar til Karls Tómassonar forseta bæjarstjórnar þegar ég leiddi hann af stað inn á umræðu um þessi mál hér á blogginu. Mig langaði að skilja hvernig að hann hugsaði málin, hvernig hann næði að sameina hinar vinstri grænu áherslur og tengibrautirnar um verndar- og útivistarsvæði bæjarins.
Jafnframt vonaðist ég eftir að hann mætti opinn og jákvæður til umræðunnar en ekki fullur tortryggni. Að hann gæti séð að það eru mörg sjónarmið sem eiga rétt á sér og þarf að taka tillit til og kanna. Því miður er eftirtekjan afskaplega rýr hvað varðar innlegg hans til málefnalegrar umræðu og ég skil alls ekki vinnubrögð hans né áherslur í pólitík.
Með ítrekuðum óskum um málefnalega og uppbyggilega umræðu,
kærleikskveðjur
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2007 kl. 19:09
Kæru Samfylkingarmenn Gunnlaugur B. og Jón Ingi.
Skipulagsmál í Mosfellsbæ rétt eins og á Akureyri eru í höndum bæjaryfirvalda. Ég furða mig Jón Ingi á ummælum þínum um að þér finnist skjóta skökku við að ég sem bæjarfulltrúi skuli svara og tjá mig um þessi mál á bloggsíðu minni. Við lifum nú á breyttum tímum. Tímum tölvu og upplýsinga jafn harðan. Það er nú staðreynd málsins. Árið er 2007 og ég er ekki eini bæjarfulltrúinn á landinu sem treysti mér til þess að reyna eftir bestu getu að svara spurningum sveitunga minna og annara. Margir þínir flokksfélagar eru að gera slíkt hið sama. Mér er ekki kunnugt um að þú hafir gert athugasemd við það.
Ég hef aldrei talið mig yfir það hafinn að gefa mér tíma til að ræða málin við hvern sem og hvar sem er. Gunnlaugur B. Ólafsson varaformaður Varmársamtakanna er dugnaðarforkur og í raun skil ég ekki afhverju maðurinn gaf ekki kost á sér fyrir hönd Samfylkingarinnar í s.l. sveitarstjórnarkosningum. Gunnlaugur verður hinsvegar að átta sig á því sem mikill talsmaður líðræðis að hápunktur þess eru kosningar. Þar gefst öllum tækifæri til að hafa sín áhrif. Bæjaryfirvöldum ber hinsvegar skilda til að hlýða á raddir allra íbúa hverju sinni og er ég sannarlega talsmaður þess. Það er akkúratt það sem við höfum gert hér í Mosfellsbæ. Sem kjörnum bæjarfulltrúa ber mér að hugsa um hag allra bæjarbúa. Varmársamtökin sem kenna sig við umhverfisvernd eru þar á meðal.Hvað varðar aðdróttanir samtakanna að Vinstri grænum allt frá upphafi er hlutur sem ég fer ekki nánar út í að þessu sinni.
Kær kveðja frá Kalla Tomm.Karl Tómasson, 6.5.2007 kl. 21:48
Sæll Kalli
Værir þú til í að innleiða viðmið sem er í Hafnarfirði, að ef fleiri en 20% íbúa óska eftir kosningu um mál, þá verður að bjóða það? Veit ekki hvaða fólk þú hittir og hlustar á en ég veit ekki betur en meginástæða fólks hér í Mosfellsbæ séu tengslin við náttúruna og flestir upplifi að því grunngildi sé ógnað.
Þú heldur að þú getir afgreitt mig út úr umræðunni með því að tengja mig við Samfylkinguna, sem ég er stoltur af fyrir komandi kosningar. Hinsvegar tengist áhugi minn á umhverfismálum miklu frekar frændskap og vinskap við Hjörleif Guttormsson stofnenda Vinstri grænna. Verð ég þá ekki verðugri viðmælandi?
Mbk
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2007 kl. 22:08
Þú hefur alltaf verið verðugur viðmælandi minn Gunnlaugur eins og allir aðrir.
Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Álafosskvosinni.
Karl Tómasson, 6.5.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.