Opinn kynningarfundur um nýjan Tunguveg

Rétt er að skora á sem flesta Mosfellinga að mæta í dag fimmtudaginn 3. maí kl. 20 á opinn kynningarfund í sal yngri deildar Varmárskóla um nýjan Tunguveg.

Farið verður yfir fyrirhugaða legu tengivegarins og kynnt fyrirhuguð hliðrun Skeiðholts, undirgöng og aðrar breytingar sem bæta eiga umferðaröryggi barna á leið í og úr skóla.

Allir íbúar Mosfellsbæjar eru boðnir velkomnir.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  1. Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur fer yfir sjónarmið Mosfellsbæjar um væntanlegan Tunguveg. Gylfi Guðjónsson arkitekt og skipulagsráðgjafi fer yfir skipulag og legu vegarins.
  2. Yngvi Loftsson frá Landmótun kynnir fyrirliggjandi umhverfisskýrslur.
  3. Stefán G. Thors frá VSÓ-Ráðgjöf kynnir væntanlegt umhverfismat og aðkomu almennings að ferlinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta var prýðisgóður kynningarfundur. En margt þarf að skoða betur áður en lokaákvörðun liggur fyrir.

Svo er fuglaskoðunin við Leirvog á morgun, laugardag 5.5. á vegum Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar. Við höfum fengið  Jóhann Óla fuglafræðing og ljósmyndara að koma og að miðla okkur heilmikinn fróðleik. Ókeypis þátttaka fyrir alla sem áhuga hafa fyrir nánasta umhverfi okkar.

Mæting á göngustígnum neðan við Arnartanga og Leirutanga kl.10.00. Fyrir þá sem eru bílandi  er tilvalið að leggja bílnum við malarveginn í beinu framhaldi af Þverholti. Þar er heill hellingur af öspum sem nú eru óðum að taka við sér eftir langan en fremur mildan vetur.

Við að lifa í voninni að gott veður verði en Veðurstofan spáir þokkalegu veðri, gæti verið smágola og stöku skúrir. Endilega hafið sjónauka með!

Bestu kveðjur

Guðjón Jensson (Mosi)

Guðjón Sigþór Jensson, 4.5.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband