sun. 22.4.2007
Hvernig bregst óharnaður unglingur við?
Hvernig bregst óharnaður unglingur við þegar linnulausar árásir hafa dunið á föður hans svo vikum og mánuðum skiptir? Syni mínum varð á að setja inn ljóta bloggfærslu þar sem hann lét miður vönduð orð falla í garð Varmársamtakanna. Aldrei skal ég réttlæta það og reyni ekki enda erum við feðgar búnir að fara yfir málið og ég hef þegar sett mig í samband við Gunnlaug B. Ólafsson varaformann Varmársamtakanna. Drengurinn iðrast gjörða sinna sem hann framkvæmdi að svo vanhugsuðu máli. Fjölskylda mín hefur þurft að þola ýmislegt slæmt vegna þeirrar ákvörðunar sem að Vinstri græn í Mosfellsbæ tóku vegna fyrirhugaðrar tengibrautar. Margt af því svo ljótt, bæði með símtölum inn á heimilið okkar, tölvupósti og í daglegu lífi. Nafn mitt hefur verið dregið inn í þessa umræðu allt frá upphafi og oft hefur það sem látið hefur verið falla reynt mjög á mig og mína. Ég hef reynt eftir bestu getu að útskýra minn málstað og Vinstri grænna á málefnalegan hátt. Ég vona að þessi færsla sonar míns verði ekki tilefni til þess að enn ein ómakleg hryna fari af stað gegn mér og mínum.
Virðingarfyllst. Karl Tómasson.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
- Hulda Bergrós Stefánsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sigurður Hreiðar
- Bjarni Bragi Kjartansson
- Bergþóra Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Brynjólfur Þorvarðsson
- Hrannar Baldursson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eyþór Árnason
- Fjarki
- Baldur Fjölnisson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Gústav J. Daníelsson
- Haukur Nikulásson
- Heimskyr
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Kaleb Joshua
- Sigga Hjólína
- Hlynur Hallsson
- HP Foss
- Hvíti Riddarinn
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- JEA
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Kristjánsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Ingi Cæsarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Bergur Thorberg
- Þorkell L. Þorkelsson
- Pétur Björgvin
- Kristján Kristjánsson
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Valdemarsson
- Guðjón H Finnbogason
- Laugheiður Gunnarsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Helga Sveinsdóttir
- Magnús Már Byron Haraldsson
- Alfreð Símonarson
- Hlynur Þór Magnússon
- Markús frá Djúpalæk
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Paul Nikolov
- Vilborg
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ragnar L Benediktsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Huld S. Ringsted
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Ásgeir Eiríksson
- Gammur drils
- Matti sax
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Óskar V Kristjánsson
- Guðmundur St. Valdimarsson
- Halldór Sigurðsson
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Gunnar Ólafur Kristleifsson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Sverrir Stormsker
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sverrir Þorleifsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þrúður Finnbogadóttir
- TómasHa
- Halldór Egill Guðnason
- Úrsúla Jünemann
- Vefritid
- Vestfirðir
- Guðfríður Lilja
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Auðunn Hilmarsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bwahahaha...
- Dunni
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Pétur
- kreppukallinn
- Leikhópurinn Lotta
- Linda litla
- Ólafur Th Skúlason
- Páll Rúnar Elíson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Steingrímur Helgason
- steinimagg
- Sveinn Arnar Sæmundsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þórður Björn Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætlar Hrafnkell Daníelsson að vera með íslenskukennslu á bloggi annara manna? Mér finnst það alltaf jafn hallærislegt þegar menn geta ekki horft í gegnum fingur sér þótt menn geri eina og eina vitleysu í stafsetningu. Ég kíkti á blogg Hrafnkells og sá þar hvernig mann hann hefur að geyma. Það skýrir málið.
Hallærislegt og dónalegt.
HP Foss, 22.4.2007 kl. 18:58
Leiðinlegt þegar pólitík verður svona persónuleg. Ég hef stundum orðið var við það þegar ég er að kenna skrautskrift í þorpum úti á landi að sumt fólk talast ekki við. Þegar ég forvitnast um málið kemur jafnan í ljós að fólk hefur orðið óvinir vegna pólitíkur. Þetta þykir mér skrýtið vegna þess að fátt er skemmtilegra en að þrefa í góðu og vinsemd um pólitík.
Hitt er spaugilegra; að sjá Hrafnkel prófarkalesa blogg annarra. Ég kíkti á nýjustu færslu á hans bloggsíðu. Í fyrstu tveimur setningum eru 4 ritvillur og ein málvilla.
Jens Guð, 22.4.2007 kl. 20:38
Algjörlega sammála HP foss, vissir fordómar og hroki í svona stafsetningarperrum.
Tómas Þóroddsson, 22.4.2007 kl. 20:52
Gott kvöld, ágætu bloggara.
'Eg blogga sjaldan en les bloggið víða. Þær athugasemdir sem hér birtast og tengjast stafsetningu eru frekar daprar og segja ekkert um málið sem um er ræða
Óharðnaður unglingur fer af stað og bloggar af því að hann stenst ekki lengur mátið og af hverju? Vegna þess að pabbi hans, Karl Tómasson, fór í pólitík í Mosfellsbænum vorið 2006 og það sem hann segir og gerir hentar ekki sumum pólitískum andstæðingum. Skrýtið ! En þegar pólitíkin birtist í þeirri mynd að vera heiftúðug í garð persóna en ekki málefna þá er fer af stað farið en heima setið.
Ég hef þekkt Karl Tómasson lengi og af góðu einu. Ég er sjálfstæðismaður og hann styður Vinstri græna en saman sitjum við í meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Það fer í taugarnar á mörgum. Málefnalega er hægt að mæta þeim en á persónulegum nótum geta þeir átt sig.
Ég skil óharðnaðan unglinginn að eiga erfitt með að þola aðdróttanir í garð pabba síns en ég skil ekki þá sem ætla að gera sér mat úr því í pólitík eða á öðrum vettvangi.
Bestu kveðjur og góða nótt
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:39
Að hafa svívirðingar í frammi við pólítikusa inn á þeirra eigin heimili er svívirðilegt brot á friðhelgi heimilisins og fjölskyldunnar og allt að því jafn fáránlegt eins og að hringja í J.R. og ausa yfir hann skömmum yfir því hvernig hann fer á bak við Bobby. Nei, svona seriously, kann fólk ekkert að skammast sín. Skilaðu kveðju til óharðnaða unglingsins.
Jóna Á. Gísladóttir, 22.4.2007 kl. 23:07
Hrafngell - eYnu sinni bað lítil frænka mín um sultu með Ísunni sem verið var að bera fyrir mannskabinn. Mamma hennar sagði þá í fári „maður notar ekki sultu með Ísu“ - „hver segir það“ svaraði sú stutta og fékk sultuna.
Kalli félagi - verðu strákinn, það skiftir öllu.
Pálmi Gunnarsson, 22.4.2007 kl. 23:25
Sæll Kalli
Takk fyrir spjallið í dag. Það var reyndar ég sem að hafði samband við þig og sagði þér frá því að við hefðum fengið send gögn varðandi IP-tölur. Þar kæmi fram að úr þinni tölvu og nokkurra vina þinna væri endurtekið verið að sækja að samtökunum með rógi sem væri engum samboðin og undir skálduðum nöfnum. Stjórn Varmársamtakanna er samsett af einstaklingum sem heita Berglind, Gunnlaugur, Sigrúnar tvær og Agla. Ekkert af þessu fólki hefur sýnt þér eða þinni fjölskyldu persónulega óvild.
Vonandi náum við að spjalla um þetta mál, stjórn samtakanna ásamt þér og þínu fólki. Við þurfum að tryggja virðingu fyrir skoðanamun og að geta aðgreint hann frá persónum. Þannig hef ég ekki orðið var við annað en persónulega hlýju í viðmóti bæði þegar ég hitti á þig og bæjarstjóra Ragnheiði Ríkharðs. Það á ekki að breytast þó við förum í gegnum skoðanaskipti og ólíkar áherslur. Við getum axlað okkar ábyrgð, hvert og eitt, þannig að við komum stolt en ekki löskuð út úr þessari umræðu. Hún er hreinlega það mikilvæg. Það er hluti af lífsfyllingu hvers og eins að fá svigrúm til að vera með í mótun síns nærumhverfis. Finnum farveg fyrir íbúalýðræði án beinskeyttra átaka. Íbúalýðræði er aðalumfjöllunarefni Sunnudagsmoggans í dag fyrir þá sem vilja spá í kosti þess og galla.
Kærleikskveðjur
Gunnlaugur B Ólafsson, 22.4.2007 kl. 23:25
Já.. hvernig ætli hitinn í mönnum væri hér í Reykjavík ef tengibraut væri lögð í gegnum Grjótaþorpið? Sumt getur orðið svo mikið tilfinningamál þegar tilfinningar fólks er annars vegar... En þetta fer vonandi allt vel að lokum svo allir aðilar geti verið nokkurn veginn sáttir.. Það ætti fyrst og fremst að huga að því..
Björg F (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 23:43
Er nokkur viðlíkjandi náttúruperla til á stórReykjavíkursvæðinu, ég er alinn upp í Vestmannaeyjum , svo ég veit vel hvað er náttúrufegurð. Illska manna getur verið óhemjuleg . En ég rétt vona að þessu linni.
Það má bara ekki vaða þarna yfir með tortímingu einni. Ég stið algjörlega verndun .
Högni Hilmisson, 23.4.2007 kl. 00:14
Hún er ansi góð sagan hans Pálma. Krakkar geta komið með skemmtilega óvænt rök. Sonardóttir mín ung spyr pabba sinn oft hvað klukkan sé. Þá er hún að passa upp á að mæta á réttum tíma í fimleika eða annað. Eitt sinn svaraði pabbinn: "Fjóla mín, þú verður að fara að læra á klukku svo þú þurfir ekki stöðugt að spyrja hvað klukkan er." Sú litla svaraði: "Af hverju ætti ég að læra á klukku? Ég á ekki einu sinni úr!"
Jens Guð, 23.4.2007 kl. 00:49
Sæll Karl.
Sé eitthvað hægt að fordæma eru það persónugeringar gagnvart þáttöku fólks í stjórnmálum hér á landi en þar hefi ég agnar ögn nasarsjón af slíku sem mikill þáttakandi í stjórnmálaumræðu hvern dag. Svo vill til að ég hefi tekið upp hanskann fyrir Davíð, og Ingibjörgu ,fyrir Halldór , fyrir Sverri, fyrir Árna Johnsen og hvern þann annan sem ég tel að hafi mátt þola persónulegum ádeilum fyrir þáttöku í stjórnmálum og eins fordæmi ég árásir á þig.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.4.2007 kl. 01:45
Það er merkilegt að næstu athugasemdir við vefbókarfærzlu sem fjallar um árásir, séu einmitt persónulegar árásir á þann sem ritaði fyrstu athugasemdina.
Ég sé ekki betur en að Hrafnkell hafi góðfúslega bent höfundi á villu sem hann hefur síðan leiðrétt. Viðbrögðin við þessari leiðréttingu eru með ólíkindum. Skammist ykkar bara!
Að lokum vona ég að árásir á þig Karl og fjölskyldu þína hætti sem fyrst.
Kveðja, Sigurjón
Sigurjón, 23.4.2007 kl. 08:34
Mig grunar að hegðun þessa fólks sé af sömu rökum reistur og innsetning færslu sonar þína Karl T. það er að fólk hugsar ekki áður en það framkvæmir, tekur ekki tillit til annara nægilega mikið, þetta höfum við öll gert og gerum og munum ávallt gera, mismikið samt, vonandi þroskumst við hægt og bítandi. að sjálfsögðu eru til einstaklingar sem eru bara í því að finna að hjá öðrum, jafnvel bara stafsetningarvilur ef ekkier hægt að finna neitt annað, þetta er afar sjúkt fólk.
Sigfús Sigurþórsson., 23.4.2007 kl. 11:14
Ótrúlegt að sonur þinn skuli enn þurfa að verða fyrir leiðindum af því að þú hefur skoðanir á hlutunum.
Skrítið með Ísland. Maður á að hafa skoðun, en það er bannað að vera með ranga skoðun því þá virðist maður gefa hinum skotleyfi á sig.
Mikil heift og reiði í okkar kúltur - Mikið um öfgafullar og ómálefnanleg leiðindi, þ.e. ef maður hefur ranga skoðun.
Það að setja út á stafsetningu er merki um þrot á rökum.
Með bestu kveðju,
Guðrún gamli kennarinn hans Óla....bið að heilsa honum btw
Guðrún Hulda, 23.4.2007 kl. 11:41
Rétthugsunin fer bráðum ða gelda alla umræðu og þeir sem eru hvað fastastir í slíku, eru oftlega manna verstir í heiftinni og ,,félagslegri útskúfun" þeirra sem ekki eru jábræður og systur þeirra.
Verðu drenginn þinn og komdu honum fyrir sjónir, að drenglyndi sé eftirsóknarvert en að vega úr launsátri er ekki nokkurri skoðun til framdráttar.
Kærar kveðjur.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 23.4.2007 kl. 14:05
Kalli, ég skil son þinn mjög vel að vilja verja þig og fjölskyldu þína. Það er mjög dapurt að heyra hversu lágt fólk getur lagst og hljómar þetta eins og einelti hjá fullorðnu fólki. Má það skammast sín. Mér svíður sárt að heyra að slíkt viðgangist í bænum okkar. Við kennum börnum okkar að einelti sé ljótt að fremja, það er eitt myndhorf ofbeldis og skulum við því gjöra svo vel og vera fyrirmynd barna okkar og taki til sín þeir sem eiga. Ég hef fengið að kynnast þér eftir að þinn flokkur hóf samstarf við minn hér í Mosfellsbæ og kann ég vel að meta þann mann sem þú hefur að geyma. Þú ert réttsýnn og vilt öllum vel og einnig hef ég aðeins fengið að kynnast konunni þinni þar sem hún er leikskólakennari yngstu dóttur minnar og er hún ekki síður yndisleg kona. Í okkar samfélagi er ekki pláss fyrir úlfúð því við tengjumst hvort öðru allsstaðar, hvort sem er í gegn um börn okkar í skólanum, íþróttum, leikskóla og svo lengi má telja. Ég óska að þið gangið heil í gegn um þetta fjölskyldan og mín fjölskylda sendum ykkur baráttukveðjur.
kv. Elín
Elín Karitas (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 17:06
Óhætt má segja að þessi persónulega gagnrýni á einn af okkar ágætu samborgurum, Karls Tómassonar, hafi gengið allt of langt. Hún hefur verið óvenju rætin og ekki studd nægum rökum.
Margt af þessu tilefnislausa hjali mætti heimfæra undir 25. kafla hegningarlaganna nr. 19/1940 sem fjallar um ærumeiðingar. Og þó svo að möguleikar internetsins séu nýttir til ítrustu, þá gilda þessar reglur um vernd ærunnar jafnt á interneti sem á prenti, töluðu orði eða hvern annan sambærilegan hátt. Ein skemmtilegasta doktorsritgerð sem rituð hefur verið á íslensku er Fjölmæli eftir Gunnar Thoroddsen fv. forsætisráðherra. Hvet eg alla sem hlut eiga að máli að kynna sér betur þau sjónarmið sem þar koma fram enda skal ætíð sýna fyllstu aðgát í nærveru sálar, hvar sem er, hvenær sem er og hvernig sem er.
Ekki hvet eg Kalla gamlan sveitunga minn að láta reyna á þennan fornar rétt því það væri eins og að stökkva vatni á villigæs.
Mér finnst að þeir bloggarar sem hafa sent Karli tóninn að undanförnu sjái að sér, líti í eiginn barm og biðji hann afsökunar. Í mínum augum yrðu þeir sömu menn að meiri.
Svo bið eg alla Mosfellinga og aðra að minnast þess að víða er fagurt umhverfi en í Álafosskvosinni sem einnig þarf að huga að. Við skulum ekki þurfa að minnast kvosarinnar að vegna hennar hafi verið framin slæm mannréttindabrot sem auðveldlega hefði verið unnt að komast hjá.
Mosi alias
Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2007 kl. 11:31
Undirstrika og ítreka að stjórn Varmársamtakanna er ekki aðili að neinni persónulegri aðför. Hinsvegar er eðlilegt að þau fái að vita hverjir hafa veitst að samtökunum með rógi undir upplognum nöfnum. Með birtingu Morgunblaðsins á IP tölum þá er ljóst hverra tölvur hafa verið notaðar. En persónurnar sem hafa haldið um pennann eiga í flestum tilfellum eftir að axla ábyrgð á skrifunum.
Með vinsemd og vilja til heilbrigðrar umræðu,
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.4.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.