Burt flognir Samfylkingarmenn

Það vakti athygli á fundi Varmársamtakanna í dag að tæplega helmingur fulltrúa stjórnmálaflokkanna voru burt flognir Samfylkingarmenn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Að sjálfsögðu Sveinn.

Ég efast ekki um að bæði Valdimar og Jakob Frímann eru öndvegis drengir. Valdimar þekki ég persónulega og hef lítilega rætt við kollega minn úr tónlistinni Jakob Frímann.

Takk fyrir komuna Sveinn.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 22.4.2007 kl. 01:50

2 identicon

HA !! Hvaða Halldór ert þú að tala um ?  Er ég orðin svona þreytt, ja klukkan orðin rúmlega tvö, gæti skýrt það.  Þetta er bloggið hjá Karli og hann var hér með færslu um burt flogna Samfylkingarmenn, heitir bloggarinn Karl Halldór Tómasson ???  Ég er ekki alveg að ná þessu.

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 02:26

3 identicon

" auðvitað hefði ég átt að svara Karli sem slíkum en ekki athugasemd annars staðar á síðunni "

Þú ert að svara í færslu Karls en varst ekki að svara þessu annars staðar á síðunni.

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 03:04

4 identicon

Sælar!!!

Halldór heiti ég og tjáði mig um fundinn undir annarri færslu
Hérna kemur umtöluð athugasemd mín!!!

En Aðalheiður, ert þú talsmaður systur þinnar? Af hverju skrifar hún ekki bara hérna sjálf? Þú reynir bara að snúa útúr hlutunum, líkt og systir þín á fundinum...
Lélegt svar að við spurningunni... stendur þú með ákvörðunn þinna flokksfélaga í tengibrautarmálinu?.... þá kom svar frá Framsókn.... Hmmm......   að vissu leyti bleble....  klofningur o.fl.
Enda, hvað átti hún að segja??? Frammarar hafa alltaf greitt atkvæði MEÐ tengibrautinni eins og aðrir flokkar.... en samt eru þeir á móti???

Svipað með Samfylkinguna...    að haga selgum eftir vindi

Hér kemur umtöluð athugasemd mín:

Þótt að fólk standi á fundi, þá þýðir það ekki endilega að það hafi verið fjölmennt!!!
Ég var sjálfur á fundinum og taldi 60 hausa.
Og menn vilja láta kjósa um þetta??? Þvílík vitleysa, það er ekki einu sinni áhugi fyrir þessu hjá bæjarbújum. Það eru íbúar Kvosarinnar, Samfylkingarfólk og nokkrir fylgisveinar sem láta sig málið varða.
Þrátt fyrir að samtökin/samfylkingin nái alltaf að tæla fjölmiðla á svæðið og gera úlfalda úr mýflugu.

3 af 5 frá Samfylkingunni í panel!!!
Það kemur ekki á óvart!!!
Ýmist fólk innan fylkingarinnar eða nýflúið .
Gunnar Svavarsson, Samfylkingunni
Valdimar Leó Friðsriksson, nýgenginn úr Samfylkingunni
Jakob Frímann Magnússon, nýgenginn úr Samfylkinunni.
  

Svo var þarna Kristbjörg Þórisdóttir, sem játaði það að innan Framsóknar í Mosó væri klofningur í afstöðu vegna tengibrautarinnar, enda flokkurinn alltaf kosið með henni. Svolítið sérstak?

Ögmundur og Guðfríður Lilja töluði fyrir Vinstri græna og reyndu að verja afstöðu þeirra í bæjarstjórn. Ekki öfundsvert.

Auðvitað vilja margir koma höggi á Vinstri græna og Sjallana fyrir kosningarnar 12. maí.

Berglind, formaður Varmársamtakanna á líka stórleik á fundinum þar sem hún fetaði í fótspor Bryndísar Schram. Þvíkíkt drama!!!

Halldór (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 04:13

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Karl

Þú nefnir að það sé undarlegt að Varmársamtökin hafi ekki boðað til fundar á þeim tíma sem hentaði bæjarfulltrúum. Þarna ert þú að leita að auðveldri flóttaleið. Samtökunum barst aldrei nein ósk frá þér um fundartíma. Ég setti inn á blogg hjá þér með ríflega viku fyrirvara að þessi fundur yrði haldinn tiltekinn dag. Þú sagðir í svari þínu einfaldlega að þú kæmist ekki. Auðvelt hefði verið að taka tillit til þinnar óskar hefðir þú viljað taka þátt í opinni umræðu um mál sem að brennur á mörgum bæjarbúum. Er ekki sannfærður um vilja þinn í þeim efnum. En ég sá upptökuljósið í kjöltu Hjördísar vinkonu þinnar.

Tvö meginþema voru á fundinum; Annarsvegar skipulagsmál og íbúalýðræði, en hinsvegar nýjar hugmyndir um vegtenginagar við Helgafellshverfi. Ef þú ert búin að hlusta á efni fundarins, innlegg og umræður þá er það sem þú hefur hér til málanna að leggja á blogginu ekki merki um að þú viljir fara mikla vitsmunabrekku. Þú ferð í skautaferð, bæði fram hjá umræðu um íbúalýðræði og nýjum hugmyndum um að sameina grænar áherslur og fullnægjandi vegtengingar við Helgafellshverfi. Kalli, ég skora á þig að gera betur. Það er þér ekki til sóma að gera lítið úr fundinum. Að sjötíu manns mæti, getur ekki talist fámennt. Þú veist að fundurinn á Draumakaffi var fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið á vegum VG-Mos. Þökk sé Varmársamtökunum. Annars hefðu ekki verið nema tveir til þrír fyrir utan frambjóðendur og stjórnarmenn í VG. Ef höfðatala á fundum er mælikvarði á gildi umræðunnar þá ættuð þið að vera búin að pakka saman fyrir löngu.

En boð um að ræða nýjar hugmyndir Varmársamtakanna við bæjarstjórn, Vinstri græna og Sjálfstæðisflokk stendur enn. Finndu tíma þegar þú ert ekki að ganga á Guðs vegum.

                                 Mbk

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.4.2007 kl. 05:11

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Kalli minn, þetta var fínn fundur með Varmársamtökunum og ég vildi að þú hefðir verið þar... en finnst þó flott hjá þér að hafa tekið upp og horft á það eftir á. 

Það eru að mínu mati ALLTAF góðar umræður þegar rætt er um íbúalýðræði og ég tel að slíkt eigi að virkja sem oftast. Ég skil ekki af hverju má ekki ræða alla kosti um vegalögn inn í Helgafellshverfið, því sú umræða myndi bara skila sem bestri niðurstöðu. Vel má vera að sú niðurstaða yrði einmitt sá vegur sem bæjarstjórnin hefur valið... en eftir að umræðan hefur átt sér stað og kostirnir vegnir og metnir með íbúana viðstadda og með í ráðum er það bara betri niðurstaða. 

Ég verð nú að viðurkenna að það er eitt sem ég hef aldrei skilið í þessari umræðu og það er af hverju íbúarnir mótmæla ekki svona stórri byggð þarna. Ef svo á að byggja enn meira þarna ofar/innar þá þætti manni eðlilegt líka að reikna með því að meiri umferð þurfi að far um valið vegastæði í framtíðinni.

Mig langar að segja við Halldór að ég tel ekki að Ögmundur og Lilja hafi einungis verið að verja afstöðu bæjarstjórnar... mér þótti þau bæði leggja áherslu á að umræðan ætti einmitt að eiga sér stað, að það ætti ALLTAF að fara fram með ítrustu varúð í skipulagsmálum og huga að öllum lögum um umhverfismat ... og að það þyrfti að endurskoða skipulagsferlið frá upphafi til enda með það í huga að íbúar ættu að geta haft meiri áhrif á það.

Umræðan er alltaf af hinu góða og ég tel eðlilegt að íbúar á svæðinu ætlist til að hún fari fram. Það er hins vegar áberandi hversu fjarlægur sjálfstæðisflokkurinn er í málinu.

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.4.2007 kl. 10:52

7 identicon

Ég svara ykkur Hjördís og Halldór þótt mér þyki athugasemdir ykkar á afar lágu plani.

Hjördís: Það að þú skulir gera mistök pirrar mig ekki á nokkurn hátt.

Halldór: Þið Hjördís gangið bæði með þá ranghugmynd að ég sé talsmaður tvíburasystur minnar.  Þú sagðir Halldór " En Aðalheiður, ert þú talsmaður systur þinnar ?? Af hverju skrifar hún ekki bara sjálf hérna ? "

Þetta er dónaskapur að mínu mati að þú komir svona fram við mig !! Ég er manneskja rétt eins og systir mín, ég hef MÍNAR EIGIN skoðanir og er það fylgin sjálfri mér að eins og ég sagði í athugasemd hér í hinni færslunni þá efa ég að ég mundi tolla í nokkrum flokki einmitt vegna þess.  Ég er ekki Framsóknarmanneskja þótt systir mín sé það.  Get alveg sagt þér að að ég er eins óflokksbundin og hægt er að vera.  Ég velti frambjóðendum frekar fyrir mér en að festast í kosningaloforðum korteri fyrir kosningar.  Mér leiðist að draga fólk í dilka, þessi er með svona stimpil á enninu og hinn með svona.  Þetta er bara mín persónulega skoðun en þótt ég eigi systur í pólitík þá Á ÉG RÉTT á að að tjá mínar skoðanir eins og annað fólk. Það er margt gott fólk í vg, það er líka margt gott fólk í öðrum flokkum.  Heimurinn er ekki svart hvítur þótt mörgum finnist það og sérstaklega í aðdraganda kosninga.

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 11:39

8 identicon

Það er í raun svolítið fyndið að þú teljir mig ósamkvæma sjálfri mér.  Sérstaklega þar sem þú sagðir við mig í athugasemd á síðu systur minnar að það væri alþekkt staðreynd að fólk telji aðra vera það sem það sjálft er í raun.  Ég er að tala um umræðuna þar sem þú endaðir á að benda mér á að leyta mér aðstoðar hjá Sálfræðingi en í þeirri umræðu gagnrýni ég að fólk skrifi undir dulnefnum og ekki fullum nöfnum.  Fyrst var skrifað undir dulnefninu Gamla kulið en var svo tekið við gagnrýni minni og skrifað undir fullu nafni sem reyndar ég gat hvergi fundið í þjóðskrá.  Gamla kulið tjáði mér hún héti í raun og veru Elínrós Jónatansdóttir og meira að segja lét vita að hún talaði frá Danmörku.  Í nýlegri umræðu á sama bloggi viðurkenndir þú að þú hafir skrifað undir dulnefninu Gamla kulið.  Elínrós Jónatansdóttir sem ég finn ekki í þjóðskrá hefur kannski skrifað undir dulnefninu Gamla kulið bara rétt eins og þú ?  Ég veit ekki, gæti hugsanlega verið að þetta hafi bara verið óheppileg tilviljun. 

Enn og aftur þá leiðrétti ég þig með að þótt þú hafir gert mistök þá pirrar það mig ekki.  En ég get fúslega viðurkennt að mér þótti þetta svolítið skondið og í svipinn þegar ég las þessi mistök þín hugsaði ég hvort hugsanlega þú værir að skrifa undir nafninu Halldór.  En veistu þetta er að verða nokkuð gott bara, ég hafði ætlað mér aðra hluti í dag svo ef þú hefur ekki áríðandi spurningu til mín sem ekki getur beðið þá kveð ég.  Eitt að lokum, mér þykir það dálítið merkilegt að þú gangir svona stíft á Gunnlaug og reynir að fá hann til að fullyrða á internetinu að þú hafir gert eitthvað rangt sem annars ekki er hægt að sanna, maður getur ekki annað en haldið að þig langi óskaplega mikið í meiðyrðamál.  En það er kannski bara stór misskilningur hjá mér.

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 13:42

9 Smámynd: HP Foss

Ég segi nú bara, er ekkihægt að lyfta þessu á svolítið hærra plan? Ha?

Ég sé ekki að þetta hnoð skili neinu, þú sagðir þetta en ég meinti hitt, eitthvað. Þetta virkar ósköp eitthvað komið í marga hringi og er ekkeet orðið nema pexið.

HP Foss, 22.4.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband