Fámennur fundur Varmársamtakanna

Það er ekkert nýtt að hjá Varmársamtökunum og á fundum þeirra komi fram gagnrýni á Vinstri græn í Mosfellsbæ. Til þess hafa þessi "ópólitísku" samtök notað öll tækifæri Samtökin hafa einnig notið góðs stuðnings hjá Framsóknarflokki og sérstaklega Samfylkingunni í þeim efnum. Enda aðal forsvarsmenn Varmársamtakanna flokksbundið Samfylkingarfólk.

Það var fátt um svör þegar formaður Vinstri grænna í Mosfellsbæ og varaformaður skipulags- og byggingarnefndar bæjarinns spurði fulltrúa Samfylkingar og Framsóknarflokks um það hvort þeir væru ánægðir með afstöðu sinna manna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar til Tengibrautarinnar. Enda hafa fulltrúar bæði Samfylkingar og Framsóknarflokks aldrei greitt atkvæði sitt gegn staðsetningu fyrirhugaðrar tengibrautar en hafa haft til þess ótal mörg tækifæri.

Það vekur einnig athygli að einungis 60 manns hafi mætt á þennan vel auglýsta fund um þetta mikla deilumál í Mosfellsbæ að sögn Varmársamtakanna. 

 

Karl Tómasson.


mbl.is Vinstri græn gagnrýnd fyrir að nýta ekki oddastöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn einu sinni gerir þú að umræðuefni að samtökin séu pólitísk Karl, finnast þér umhverfis- og skipulagsmál ekki pólitísk? Ef marka má
stefnuskrá VG, Græn framtíð, eru þessi mál mjög pólitísk. Varmársamtökin eru hins vegar þverpólitísk og í þeim er fólk úr öllum flokkum. Það að þér þyki kirkjuskoðun mikilvægari en samskipti við íbúa bæjarins lýsir bara þinni forgangsröðun og heimildarmenn þínir hafa svolítið sérstakt sjónarhorn á fundinn verð ég að segja.

Ert þú ópólitískur Karl?

Bestu kveðjur
Kristín I. Pálsdóttir

Kristín I. Pálsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:34

2 identicon

Annað er það að í vikunni var blað VG í Mosfellsbæ borið í hús og svo virðist sem að Helgafellsbyggingar hafi greitt útgáfu blaðsins með heilsíðuauglýsingu um ljóðir í Helgafellslandi. Miðað við þá stöðu sem uppi er varðandi skipulagdeilur tengdar hagsmunum Helgafellsbygginga finnst þér þá eðlilegt að þetta fyrirtæki styrki útgáfu málgagnsins á þennan hátt? Er þetta ópólitísk ákvörðun?

Kristín (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:43

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Kristín greiddu þá Helgafellsverktakar einnig blað Framsóknar og Samfylkingar. Þetta er glórulaus málflutningur hjá þér mín kæra.

Hvað varðar hin ópólitísku samtök, þá ætla ég ekki að taka fjórða hringinn í þeirri umræðu.

Það kemur mér ekkert á óvart að þér finnist kirkjuskoðun bæjarfulltrúa óþörf.

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 22.4.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband