lau. 21.4.2007
Fámennur fundur Varmársamtakanna
Svo virðist sem vel auglýstur fundur Varmársamtakanna um fyrirhugaða tengibraut í væntanlegt Helgafellshverfi hafi ekki vakið áhuga Mosfellinga. Aðeins 60 manns sóttu þennan fund sem samtökin boðuðu til þar sem þingmenn og framjóðendur í suðvesturkjördæmi sátu m.a. fyrir svörum. Einnig kynntu Varmársamtökin sínar hugmyndir um aðra aðkomu í Helgafellshverfi.
Það hlýtur að vera áhyggjuefni hjá samtökunum að umræður um svo umdeilda tengibraut, að þeirra sögn, skuli ekki vekja meiri áhuga hjá íbúum Mosfellsbæjar. Því miður gat ég ekki setið fundinn þar sem ég var ásamt nokkrum bæjarfulltrúum og fulltrúum úr sóknarnefnd Lágafellssóknar að skoða kirkjur og safnaðarheimili í nokkrum bæjarfélögum. Sú ferð var löngu fyrirhuguð og Varmársamtökunum tilkynnt um það um leið og þau boðuðu bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ á sinn fund. Maður skyldi ætla að það hefði átt að vera hægur leikur hjá samtökunum að seinka fundinum um tvær klst. til að allir bæjarfulltrúa Mosfellsbæjar kæmust.
Það vekur athygli mína að Samfylkingin í Mosfellsbæ hafi ekki séð ástæðu til að senda nokkurn fulltrúa sinn í þá ferð sem bæjarstjórnin var í í dag, heldur miklu frekar séð ástæðu til að fjölmenna á fund Varmársamtakanna þar sem umrædd tengibraut var rædd eina ferðina enn.
Við Mosfellingar hyggjumst nú reisa nýja kirkju og er með ólíkindum að Samfylkingin hafi ekki séð ástæðu til að senda sinn fulltrúa í skoðunarferð bæjarstjórnar í dag til að kynna sér það áhugaverða verkefni. Þetta var löngu ákveðin ferð þar sem að okkur voru m.a. sýndar mjög svo áhugaverðar tillögur að samnýtingu kirkju og safnaðarheimila með m.a. menningarlegt sjónarmið í huga.
Athugasemdir
Það var fullsetinn fundur, ég gat ekki betur séð en að hluti fundargesta hafi þurft að standa. Ef þú hefðir geta mætt klukkan 16.00 þá hefðir þú geta náð pallborðsumræðunum en þær stóðu til u.þ.b 16.40. Guðfríður Lilja var nú ekkert öfundsverð að sitja fyrir VG. Enda eins og flestir vita er þetta heitt mál.
Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 23:48
Sæll Karl.
Ég var nú ein af nokkrum sem stóðu nær allan fundinn en fundurinn var afskaplega fróðlegur og upplýsandi fyrir okkur sem tökum þátt í stjórnmálum í þessu kjördæmi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.4.2007 kl. 00:01
Að sögn fjölmargra fundargesta stóð Guðfríður Lilja sig mjög vel. Settist í panelinn algjörlega óvænt og var fljót að stela senunni. Mér er til efs að nokkur fulltrúi í panel hafi sett sig eins vel inn í málið og hún undanfarnar vikur og mánuði. Þau eru enda mörg símtölin og fundirnir sem við höfum átt vegna áhuga hennar á að kynna sér málið til fullnustu.
Karl Tómasson, 22.4.2007 kl. 00:03
Þrátt fyrir "fámenni", var nú samt 500% betri mæting á hann heldur en fund VG á draumakaffi, sem hefði verið fámennur ef ekki hefði verið fyrir Varmársamtökin.
Ég gat ekki séð bæjarfulltrúa frá Vg á þessum fundi, og verður það að teljast ámælistvert að enginn hafi getað séð sér fært að mæta.
Þess má einnig geta að allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar mættu á fundinn, undirritaður þar á meðal, en meira en lítið undarlegt að ekki skuli hafa fundist einn einasti maður af 22 manna lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu til að sitja fundinn.
Baldur Ingi (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:22
Heil og Guðrún María.
Ég fagna því að fundurinn hafi verið fróðlegur og upplýsandi og dreg efa minn ekki í það. Ég tel það samt umhugsunarefni að aðeins 60 gestir hafi séð ástæðu til að mæta á svo vel auglýstann fund ef um svo mikið hitamál bæjarbúa er að ræða eins og Varmársamtökin vilja meina. Spurningin snýst að sjálfsögðu ekki um það hvort einhverjir hafið þurft að standa í litlum húsarkynnum. Málið er áhugaleysi bæjarbúa á málefninu. Aðeins 60 gestir segir allt sem segja þarf um það.
Takk fyrir heimsóknina Guðrún.
Kær kveðja frá Kalla Tomm
Karl Tómasson, 22.4.2007 kl. 00:26
Heill og sæll Baldur.
Ég var í öðrum og löngu fyrirhuguðum erindagjörðum í dag eins og ég kem inn á í minni bloggfærslu hér að ofan.
Áhugaleysi Samfylkingarinnar í þeirri heimsókn er þegar farið að vekja furðu.
Það voru fulltrúar okkar Vinstri grænna á fundi Varmársamtakanna í dag. Það veist þú. Formaður okkar og varaformaður skipulags-og byggingarnefndar Ólafur Gunnarsson sat fundinn ásamt Ögmundi og Guðfríði Lilju. Óttalegt bull er þetta í þér Baldur minn.
Áhugi Varmársamtgakanna og Samfylkingar á fundi okkar Vinstri grænna á Draumakaffi var dásamlegur.
Kær kveðja frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 22.4.2007 kl. 00:34
Það var enginn bæjarfulltrúi frá Vg á fundinum. Það veist þú. Ólaf sá ég og heyrði, en hann er ekki bæjarfulltrúi. Það veist þú.
Hvergi er ég að gefa í skyn að þú hafir hunsað fundinn en finnst skrýtið að varabæjarfulltrúi Vg hafi ekki komið. Hinsvegar lýsi ég furðu minni á meintu áhugaleysi Sjálfstæðismanna á fundinum, hvort heldur úr kjördæminu eða úr bænum.
Baldur Ingi (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:58
Ágæti Baldur.
Varabæjarfulltrúi Vinstri grænna í Mosfellsbæ Bryndís Brynjarsdóttir er formaður menningarmálanefndar Mosfellsbæjar.
Ég geri ekki ráð fyrir að þér finnist það athugavert hjá henni að hafa kosið að fara í kynningarferð bæjarfulltrúa í dag til að skoða möguleika á samþættingu kirkjubyggingar og safnaðarheimilis með alla þá menningu í huga sem völ er á í slíkri byggingu.
Kær kveðja frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 22.4.2007 kl. 01:14
Sú staða sem Guðfríður Lilja var í dag er ein ástæðan fyrir því að ég fer ekki í pólitík. Hefði ég verið í hennar sporum þá væri eflaust búið að reka mig úr flokknum núna. Einfaldlega vegna þess að ég hefði ekki geta setið á mér með að segja mína persónulegu skoðun. Það er sama fyrir hvaða flokk ég sæti i pallborði niðurstaðan væri sú sama, ég yrði látin fara. Allir flokkar hafa á einhverjum tímapunkti tekið ákvörðun sem ég gæti ekki afsakað. Ég hef ekki tekið eftir því að menn almennt hafi komist upp með að tala á móti sínum eigin flokk, efa að ég fengi undanþágu.
Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 01:16
Þótt að fólk standi á fundi, þá þýðir það ekki endilega að það hafi verið fjölmennt!!!
Ég var sjálfur á fundinum og taldi 60 hausa.
Og menn vilja láta kjósa um þetta??? Þvílík vitleysa, það er ekki einu sinni áhugi fyrir þessu hjá bæjarbújum. Það eru íbúar Kvosarinnar, Samfylkingarfólk og nokkrir fylgisveinar sem láta sig málið varða.
Þrátt fyrir að samtökin/samfylkingin nái alltaf að tæla fjölmiðla á svæðið og gera úlfalda úr mýflugu.
3 af 5 frá Samfylkingunni í panel!!!
Það kemur ekki á óvart!!!
Ýmist fólk innan fylkingarinnar eða nýflúið .
Gunnar Svavarsson, Samfylkingunni
Valdimar Leó Friðsriksson, nýgenginn úr Samfylkingunni
Jakob Frímann Magnússon, nýgenginn úr Samfylkinunni.
Svo var þarna Kristbjörg Þórisdóttir, sem játaði það að innan Framsóknar í Mosó væri klofningur í afstöðu vegna tengibrautarinnar, enda flokkurinn alltaf kosið með henni. Svolítið sérstak?
Ögmundur og Guðfríður Lilja töluði fyrir Vinstri græna og reyndu að verja afstöðu þeirra í bæjarstjórn. Ekki öfundsvert.
Auðvitað vilja margir koma höggi á Vinstri græna og Sjallana fyrir kosningarnar 12. maí.
Berglind, formaður Varmársamtakanna á líka stórleik á fundinum þar sem hún fetaði í fótspor Bryndísar Schram. Þvíkíkt drama!!!
Halldór (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 01:49
Það er ómögulegt að vita.
Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 01:50
Eitt að lokum...
Ég hélt að fundurinn væri í Hlégarði... og sá að það var flaggað Samfylkingar-fánanum... Það kom mér lítið á óvart, en þegar inn var komið var mér tjáð að þar færi fram árshátíð flokksins í kvöld.
Þannig að í þessum töluðu orðum eru Samfylkingin/Samtökin að skemmta sér í góðum gír í Hlégarði.... allir nema Jakob Frímann og Valdimar Leó....
Halldór (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 02:04
Góða kvöldið, gott fólk.
Ef það er rétt að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafi verið á fundi Varmársamtakanna í gær þá vekur það furðu mína. Því þeir boðuðu forföll í ferð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar en sú ferð var boðuð löngu áður en Varmársamtökin boðuðu fyrst til málþings en síðar til íbúaþings laugardaginn 21. april.
Þeirra forgangsröðun er þá ljós ef rétt er að þeir hafi verið þar.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 23:08
Ég tek undir að forgangsröðun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar er ljós.
Forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins er einnig ljós. Það hefur verið mikið að gera sl laugardag því enginn af tuttugu og tveimur mönnum Sjálfstæðisflokksins gat gefið sér tíma til að mæta á fundinn hjá Varmársamtökunum.
Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.