Elsku góða Klara

Klara og KalliEins og bloggvinur minn Hlynur Þór Magnússon sagði í einni athugasemd til mín, elsku góða Klara.

Hann er ekki einn um þessar tilfinningar til hennar.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera með Klöru þegar hún vígði okkar nýju og glæsilegu Lágafellslaug í dag. Mikið óskaplega var ég stoltur af því að fá það tækifæri og ég mun aldrei gleyma því. Það var sérlega vel til fundið hjá Daða Þór Einarssyni og Ragnheiði Ríkharðsdóttur að fá Klöru til þess að vígja okkar nýju sundlaug. Klara var kennari í Brúarlandsskóla hjá afa Lárusi og síðar hjá pabba mínum Tómasi Sturlaugssyni í Varmárskóla í áratugi. Klara er einstök kona og það ber öllum saman um sem hafa fengið tækifæri til að kynnast henni. Eins og ég hef áður komið að vígði hún einnig Varmárlaug 17. júní 1964. Elsku Klara takk fyrir daginn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílíkur dagur!!!

Það er ekki amalegt að fá svona dag til að vígja nýju sundlaugina...

...og Klara stóð sig vel

Halldór (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 01:24

2 identicon

Það er naumast stíll á forsetanum.

Til hamingju með nýja lúkkið á síðunni...  

Halldór (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 16:35

3 identicon

Kalli, annar af þessum Halldórum, ef ekki báðir , eru skyldir þér.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband