lau. 14.4.2007
Topp 100 á fimm dögum
Aldrei hefði ég trúað því hvað það er gaman að blogga. Á blogginu skiptist maður á skoðunum við fólk sem að margt hvert maður hefur aldrei átt samskipti við. Hittir á gamla kunningja, fær hlýjar kveðjur, meira að segja frá fólki sem átti samskipti við pabba og mömmu og afa og ömmu. Þetta er bara gaman. Auðvitað er þetta allt saman mis gáfulegt og ég ákvað það strax í byrjun að hafa það þannig líka. Ég ætla að halda ótrauður áfram og reyna að hafa eins gaman af og ég mögulega get. Markmið mitt í upphafi var nú ekki að ná einhverju sæti á vinsældarlista, vissi ekki einu sinni að hann væri til. En þegar góður vinur minn hringdi í mig og benti mér á að eftir fimm daga blogg mitt væri ég kominn á topp 100 geri ég vart annað en að tékka á stöðunni. Ég er nr. 107 núna. Bloggið fær mig oft til að hlæja og ég hef gaman að því. Hláturinn lengir lífið. Lifið heil.
Kær kveðja. Kalli Tomm.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
- Hulda Bergrós Stefánsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sigurður Hreiðar
- Bjarni Bragi Kjartansson
- Bergþóra Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Brynjólfur Þorvarðsson
- Hrannar Baldursson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eyþór Árnason
- Fjarki
- Baldur Fjölnisson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Gústav J. Daníelsson
- Haukur Nikulásson
- Heimskyr
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Kaleb Joshua
- Sigga Hjólína
- Hlynur Hallsson
- HP Foss
- Hvíti Riddarinn
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- JEA
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Kristjánsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Ingi Cæsarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Bergur Thorberg
- Þorkell L. Þorkelsson
- Pétur Björgvin
- Kristján Kristjánsson
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Valdemarsson
- Guðjón H Finnbogason
- Laugheiður Gunnarsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Helga Sveinsdóttir
- Magnús Már Byron Haraldsson
- Alfreð Símonarson
- Hlynur Þór Magnússon
- Markús frá Djúpalæk
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Paul Nikolov
- Vilborg
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ragnar L Benediktsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Huld S. Ringsted
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Ásgeir Eiríksson
- Gammur drils
- Matti sax
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Óskar V Kristjánsson
- Guðmundur St. Valdimarsson
- Halldór Sigurðsson
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Gunnar Ólafur Kristleifsson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Sverrir Stormsker
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sverrir Þorleifsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þrúður Finnbogadóttir
- TómasHa
- Halldór Egill Guðnason
- Úrsúla Jünemann
- Vefritid
- Vestfirðir
- Guðfríður Lilja
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Auðunn Hilmarsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bwahahaha...
- Dunni
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Pétur
- kreppukallinn
- Leikhópurinn Lotta
- Linda litla
- Ólafur Th Skúlason
- Páll Rúnar Elíson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Steingrímur Helgason
- steinimagg
- Sveinn Arnar Sæmundsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þórður Björn Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 457769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú, popparar og stjórnmálamenn eru vinsælir í bloggheimum. Þar sem þú ert hvort tveggja gat þetta ekki klikkað!
Hafðu það sem allra best.
Ingvar Valgeirsson, 15.4.2007 kl. 19:57
Heill og sæll Ingvar minn.
Þú ert nú eitt dæmið um gamlan kunningja sem að maður hittir á blogginu og hefur ekki heyrt í lengi. Gangi þér allt í haginn minn læri.
Kær kveðja. Kalli Tomm.
P.s. Það er enn tækifæri til að sjá Paul Mc, þú veist það. Ég sagði við konu mína þegar við fórum á tónleikana með honum að ég hefði áhyggjur af því að ég myndi fara að gráta þegar hann tæki The long and winding road. Ég fór að gráta um leið og hann tók fyrsta lagið og skammaðist mín óskaplega fyrir aumingjaleikinn. Svo keyptum við dvd diskinn og horfðum á. Í dag skammast ég mín ekkert. Það voru allir grenjandi. Þetta er með ólíkindum.
Kær kveðja gamli félagi. Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 16.4.2007 kl. 01:14
Bévítans væluskjóður eru þessir vinstri menn... híhí.
Ég myndi reyndar væla sem versta kerling (nú verður Sóley Tomm örugglega brjáluð) ef ég kæmist á Rush-tónleika. Fór næstum því að grenja á Duran í Lundúnahreppi um árið.
Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 01:31
Bloggið er fljótt að hlaða utan á sig. Ég byrjaði að blogga fyrir 2 mánuðum. Fyrstu dagana voru heimsóknir bara 10, 20. Ég horfði öfundaraugum til þeirra sem voru með 100 heimsóknir.
Heimsóknum fjölgaði reglulega um nokkrar á dag. Ég man ekki hvenær þær náðu hundraðinu. En þá varð ég glaður. Svo fjölgaði þeim - ennþá hægt og bítandi - í 200. Síðan 300 og loks 400. Í dag fara þær ætíð yfir 1000.
Lykillinn er að blogga daglega. Ég fer reglulega daglegan bloggrúnt. Ef einhver á þeim bloggrúnti bloggar ekki daglega dettur viðkomandi fljótlega út - nema ef ég þekki viðkomandi þeim mun betur.
Það sem mér hefur þótt svo gaman við bloggið er að rekast á gömul skólasystkini eða gamla vini. Fólk sem ég hef ekki hitt í áratugi. Svo bara allt í einu fylgist ég með þeim daglega. Í gegnum blogg þeirra frétti ég af fjölskylduhögum þeirra og öðru daglegu stússi.
Svo rífst ég um pólitík, trúmál, músík og fleira á hinum ýmsu bloggsíðum. Ég þarf samt að passa upp á að verja ekki meira en 20 mínutum hámark á dag í bloggheimsóknir og færslur. Það er auðvelt að missa sig í þessu.
Jens Guð, 16.4.2007 kl. 03:14
Ingvar, fórstu næstum að grenja þegar þú áttaðir þig á hvað Duran er ömurlegt fyrirbæri?
Jens Guð, 16.4.2007 kl. 03:15
Ég vissi ekki af þessum vinsældarlista fyrr en nýlega og var í topp 100 fyrir landsfund og fór í smá pásu ... en var svo komin í 150 þegar ég mætti í blogg"vinnuna" á mánudagsmorgni ...hvernig verður þetta þegar ég fer að vinna aftur .... Það er rétt hjá þér Jens tíminm flýgur á blogginu og er það allt í lagi þegar maður hefur ekkert annað að gera, en ætli það séu til blogg-fíklar ... en ætli það sé ekki best að snúa sér aftur að skólabókunum.
Herdís Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 11:53
uss, ég er lítð fyrir að fá fólk í heimsókn. Sérstaklega ef það vill kaffi.
HP Foss, 16.4.2007 kl. 22:06
Herdís, það á ekki og má ekki vera keppikefli að skora hátt á Topp 400 eða Topp 50. Þetta er eins og með músíkina. Bitastæðasta músíkin er ekki sú sem skorar hæst á vinsældalistum.
Ég hef í mörg ár skipst á daglegum tölvupósti við bræður mína, systrasyni og fleiri. Þetta hefur verið #reply to all" dæmi. Við höfum "komminterað" á eitt og annað sem okkur er hugleikið varðandi músík, stjórnmál og fleira. Ég færði mín innlegg yfir á bloggið. Þegar ég les eitthvað sem mér þykir umhugsunarvert eða áhugavert í fjölmiðlum þá deili ég því með öðrum. Það er bara gaman að fleirum þyki gaman að lesa það en ættingjar og vinahópurinn.
Ég er fréttafíkill. Kaupi mikið af erlendum blöðum og rekst oft á eitthvað sem ekki ratar í íslenska fréttamiðla. Eins og sést á eldri bloggum mínum er ég sérlega áhugasamur um hvað er um að vera í færeyskri músík. Mér þykir gaman að miðla upplýsingum úr þeirri átt. En það er full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart því að eyða ekki miklum tíma á netinu. Ég dreg línuna við 20 mín. á dag.
Jens Guð, 18.4.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.