Óskar Þ.G. Eiríksson

Vestur-Skaftfellingurinn Óskar Þ. G. Eiríksson er mörgum Mosfellingum að góðu kunnur. Eftir hann birtust fjöldi greina og ljóða um árabil í bæjarblöðum Mosfellsbæjar sem vöktu ávalt athygli. Óskar dvaldi löngum stundum í Mosfellsdalnum við skriftir og er Dalurinn honum alltaf kær.

Óskar sendi mér línu á dögunum og fór þess á leit við mig þar sem hann er ekki með bloggsíðu að fá að koma sínum hugrenningum við og við á framfæri hjá mér. Það var auðsótt bón hjá skáldinu. Ljóðið sem hann langaði að byrja á því að senda birtist fyrst á forsíðu Dalalæðunnar og er eitt af hans frægustu og virtustu ljóðum. Það var ort árið 2000 eftir gott sumar í Mosfellsdal og hér kemur það:

Óskar Þ.G. EiríkssonMosfellsdalur                                

Dýrðlegt er í Dalnum,

umvöfnum fjallasalnum,

Þar eru:

Rósabændur og söngfuglar,

grautvíxlaðir graðfolar,

yxna kýr og ofvitar,

nóbelsskáld og gullmolar,

frekjusvín og drykkjusvolar,

ljóðskáld og þurfalingar,

hestamenn og monthanar,

þingmenn og snillingar,

listamenn og letingjar,

klerkur, kirkja,

ég er hættur að yrkja. 

Ó.Þ.G. Eiríksson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Sæll Óskar og þakka þér fyrir síðast.

Við Óskar áttum góðar stundir á arsþingi félags sæðingamann, félag sem telur nú orðið á 7. mann. Voru þar fagnaðarfundir þar sem við frændur höfðum ekki hist frá því tuddinn Runni frá Rauðafelli fékk 4. verðlaun á landbúnaðarsýningunni á Selfossi 1978. Var talið að brögð hafi verið þar í tafli, þar sem heimatuddi fór með sigur af hómi, afi hans var frá Brúnastöðum.

kv
Helgi Páls

HP Foss, 13.4.2007 kl. 19:22

2 identicon

sæll og blessaður Kalli minn

það hefur verið skemmtilegt að kíkja á þessa síðu, en það toppar allt að það eru farin að koma inn ljóð eftir Óskar kallinn

berðu honum bestu kveðjur frá mér og mínum

gangi þér allt í haginn

Hanna

Hanna (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 20:05

3 identicon

Pistillinn sem Óskar ritaði um umferðarmál í Mosfellsblaðinu er og verður mér alltaf hugleikinn.

Það voru orð í tíma töluð og eiga við enn í da tæpum tíu árum síðar. Ég skora á ykkur að koma með hann. Ég á ekki blaðið leingur sem hann kom í.

Haukur Ólafs (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: HP Foss

Við Óskar erum um margt líkir, báðir erum við frá fallegum stöðum, hann frá Útnesi, ég innar. Þegar hann var ungur átti hann til að leggjast í flakk. (Ég veit að honum er sama þótt ég segi frá þessu, okkar vinátta er þannig) Kom hann þá oft að Innnesi og var þá glatt á hjalla. Hann er þónokkuð eldri en ég og var því meira fyrir Siggu vinnukonu en ég. þau áttu stundir saman á bak við gamla Willysinn. Á ég nokkrar myndir af honum. Eftir þessa fundi var margt skrafað í baðstofunni á Innesi og man ég sérstaklega efitir hákarlslyktinni af Óskari. Hann var alltaf svangur, Óskar, enda iðinn maður við kolann, eins og sagt er.

Svo flutti ég heim.

HP Foss, 15.4.2007 kl. 00:35

5 Smámynd: HP Foss

Menn sem eru í þessu félagi stunda sæðingar. Það eru ekki allir sem átta sig á því út á hvað þetta gengur en verður ekki tíundað hér, sökum velsæmissjónarmiða.
Á reyndar myndband, kennslumyndband, þar sem þetta er kennt í smáatriðum. Gengur enganvegin jafn langt og hjá Guðmundi í Byrginu en þó er viðkomandi hlekkjaður og halinn strekktur til hliðar. Nóg um það.

HP Foss, 15.4.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband