Gylfi Ægisson

Gylfi ÆgissonÞað er eitthvað í fari Gylfa Ægissonar tónlistarmanns sem hefur höfðað til mín allt frá barnæsku. Ég held að það sé einlægnin í lögum hans og textum, samt veit ég ekkert hvað veldur. "Það er ekki hægt að fela neitt í tónlistinni" sagði einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum, Sting, "það kemst alltaf upp".

Þetta eru orð að sönnu. Tónlistin er galdur eins og öll önnur list og það ber að virða hana þrátt fyrir að hún verði vinsæl á þorrablótum, árshátíðum eða í óskalögum sjúklinga. Lög Gylfa Ægis njóta mörg hver og hafa notið óhemju vinsælda við slík tækifæri og það er gott en þau eru líka falleg og einlæg. Þess vegna ber þeim að fá þá virðingu sem þau eiga skilið. Ég setti af tilefninu nokkur lög frá Gylfa á fóninn hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gylfi er auk þessa mikið eðalmenni, þrælskemmtilegur og svo skilst mér að hann stundi skotfimi með skammbyssu - karlmannlegra verður það vart.

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2007 kl. 23:13

2 identicon

Já, Gylfi má eiga það að hann er frábært skáld.
Ég hef alltaf haft mikið dálæti á honum og hans lögum.
Lögin hans lifa með okkur öllum og börnunum okkar um ár og aldir.

Þorsteinn Hannesson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:15

3 identicon

Mig langar bara koma á framfæri kærum þökkum til Gylfa Ægissonar fyrir tónlistarfluttning hans á árshátíð Mosfellings á dögunum. Það var mér og öðrum viðstöddum sannur heiður að eiga kvöldstund með þessum mæta manni sem sló algjörlega í gegn með sínum frábæru lögum.
Að heyra öll þessi lög í upprunalegu útgáfum Gylfa var mikil upplifun.
Sjúddirarirei, Stolt siglir fleyið mitt, Minning um mann o.fl. góð.... og allir tóku undir

Gylfi má eiga bestu þakkir fyrir hans innlegg

Kveðja Hilmar Gunnarsson
ritstjóri Mosfellings

Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 01:20

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Kalli minn það er allt gott sem kemur frá Siglufirði  .... en Hilmar af hverju var mér ekki boðið á árshátíðina

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.4.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Karl Tómasson

Ég tek undir það Ingvar Gylfi er mikið eðalmenni. Kemur mér reyndar óvart þetta með skammbyssuna, mér finnst hann svona meira bogfimi karl, einbeittur og yfirvegaður.

Kemur nú ekki gamli Siglfirðingurinn á siglandi ferð.

Já Herdís mín, var ég ekki líka búinn að segja við þig að Siglufjörður hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.

Gildran var alltaf með trobba á Sigló. Þú verður einhverntímann að leyfa mér að smakka hákarlinn.

Karl Tómasson, 12.4.2007 kl. 15:20

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já það er líka eins gott fyrir þig .... ég er nefnilega með byssuleyfi líka, við fáum slíkt í vöggugjöf á Sigló... 

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.4.2007 kl. 15:43

7 identicon

Það er góð spurning Herdís mín...  við þurfum að bæta úr þessu

Þú býður mér með næst til Færeyja og þá færð þú inngöngu á næstu árshátíð Mosfellings ;) 

EÐA... við höldum bara næstu árshátíð í Færeyjum        ...og málið er dautt

Jógvan og Brandur Enni sjá um skemmtiatriði

Kv. Hilmar 

Hilmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:05

8 identicon

Hákarl - nefndi einhver hákarl...ha? Namminammminamminamminamm.

Hef aldrei smakkað siglfirskan hákarl - bara vestfirskan! Herdís ég fer að þiggja hjá þér kaffiboðið bráðum

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:13

9 Smámynd: HP Foss

Syndir ekki hákarlinn um landsins höf, eða heimsins. Ég vona að ég verði ekki talinn Siglfirðingur þótt ég hrökkvi uppaf þar? Ha?

XB Ekkert stopp.

HP Foss, 12.4.2007 kl. 19:35

10 identicon

Já mikil ósköp hann er mikill snillingur,en hefur hann eithvað samið eftir hann hætti að smakka það ??                Það væri nú gaman að heyra eittvhað nýtt "ala Gylfaægis"

HSH

Högni (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 20:55

11 Smámynd: Karl Tómasson

Nei það er búið að vera stopp allt of lengi.

Karl Tómasson, 12.4.2007 kl. 21:08

12 identicon

Burt séð frá H-karlinum þá er G-karlinn betri.  G. Ægis er BARA góður

Halldór (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 21:42

13 identicon

Flottur pistill og æðisleg mynd af Gylfa, hvar er hún tekin? Er hún nýleg?

Ég hef alltaf elska Gylfa Ægisson alveg síðan ég var lítil stelpa og lögin hans eru í sérstöku uppáhaldi hjá me´r og mínum.

Það verður gaman að fylgjast með hvort þú kemur með fleiri svona pistla

Linda Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:42

14 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hilmar minn..vildi bara tryggja að ég yrði með næst ..nei ekki Færeyjar, það er svo hel...... miki rok þar. Hef aldrei komið til Grænlands og væri alveg til í það .

Já Hjördís, kaffi og hákarl, ekki spurning, verð bara fyrst að tryggja hákarl frá Sigló.... en kaffið er alltaf til .

XD upp á topp

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.4.2007 kl. 23:44

15 identicon

Var reyndar að fatta eitt með Kalla - í einni færslunni hér að framan lýsir hann yfir geggjaðri fóbíu fyrir hákörlum, svo mikilli að Lína þarf að halda á honum á ströndinni þegar þau eru úti, því hákarlarnir gætu hugsanlega, kannski og örugglega ósjálfrátt ráðist á hann - en í þeirri næstu er hann farinn að tala um að éta hákarl. Þetta lýst mér á Kalli - horfast í augu við óttann og éta hann bara eins og hann leggur sig ef ekkert annað dugar

Herdís - er það þetta sem Siglfirðingar kalla "kaffi og með því"? hehehe

Hjördís

Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 00:09

16 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl Linda Björk og takk fyrir heimsóknina.

Myndin er tekin þegar Gylfi Ægis skemmti hjá okkur Línu á Vestmanaeyjakvöldi sem haldið var á heimili okkar í Mosfellsbæ í vetur.

Hann fór á kostum og endurtók svo leikinn fyrir okkur á árshátíð Mosfellings 17. mars s.l. Gylfi er engum líkur.

Kær kveðja og takk fyrir heimsóknina. Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 13.4.2007 kl. 02:44

17 Smámynd: Jens Guð

Herdís,  það er alrangt að alltaf sé rok í Færeyjum.  Ég hef áreiðanlega farið 20 sinnum til Færeyja.  Og sjaldan verið þar skemur en viku í senn.  Ég man varla eftir roki þar.  Jú,  það gjólar smá.  En ekkert meira en á Sauðárkróki eða í Reykjavík.  Gegnum gangandi er hlýrra í Færeyjum en á Íslandi.  Til að mynda festir ekki snjó í Færeyjum.  Þess í stað er rigning,  þoka eða smá úði að meðaltali 282 daga á ári. 

  Gylfi er merkilegur tónlistarmaður.  Lagasmíðar hans eru ofur einfaldar og flottar.  Samt eru laglínurnar ekki alltaf að öllu leyti fyrirsjáanlegar.  Ég þekki manninn ekki en hef grun um að sum lög hans séu samin á harmoniku ef marka má að stundum eru sumir tónar með upphafsrisi.  Hann virðist þó spila mest á hljómborðsskemmtara og kannski er þetta bull hjá mér.  Kannski spilar hann ekki á harmóniku.  En ef að hann semur á skemmtarann þá spilar hann skrýtilega þegar hann er að semja lög.

  Í góðum útsetningum eru lög Gylfa perlur,  samanber "Í sól og sumaryl".  Það er ofmælt að skilgreina texta hans góða.  En það er einhver heillandi einlægni í textasmíðinni sem harmónerar vel við lögin og sérstaklega vel við flutning hans sjálfs á söngvum hans.   

Jens Guð, 14.4.2007 kl. 01:55

18 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk fyrir þetta Jens. En ef þetta var gjóla þá vil ég ekki lenda í roki þar ... ég kom þangað líka þegar ég var að vinna á Norrænu og var þá yfirleitt "gjóla".... en það er kannski ekki að marka mig, því ég er alin upp á Siglufirði eins og áður hefur komið fram og var alltaf logn og hiti  a.m.k. í gamla daga..

Herdís Sigurjónsdóttir, 14.4.2007 kl. 22:45

19 identicon

Já Herdí alltaf logn og hiti ...og ég er hár og grannur.........

Högni

HSH (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:03

20 Smámynd: Jens Guð

Herdís,  þú hefur klárlega alist upp við ranghugmyndir um rok.  Láttu mig vita allt um það.  Móðir mín,  Fjóla Kr.  Ísfeld,  er frá Seyðisfirði.  Sá einn fallegasti staður landsins er umkringdur fjöllum sem blokkera af alvöru rok.  Seyðfirðingar alast upp við það að þegar logn hreyfist sé það rok.   

Þegar ég hef kennt skrautskrift á Seyðisfirði hefur mér til skemmtunar önnur hver manneskja þekkt mömmu.  Á síðustu árum var minn nánasti ættingi á Seyðisfirði Palla heitin Waage.  Í dag þarf að fara til Mjóafjarðar til að heilsa upp á nána ættingja,  Önnu Mörtu eðalsnilling á Hesteyri og heimilisfólkið á Brekku.

Afi og amma hvíla í gröfum á Hesteyri.    

Jens Guð, 16.4.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband