Trabant station

Trabant StationMinn fyrsti nýi bíll var Trabant station. Síðan er ég búinn að eiga marga bíla og nokkra nýja en aldrei hef ég verið jafn hamingjusamur eftir bílakaup eins og þegar ég fékk Trabbann minn. Þetta var árið 1984 og bílinn fékk ég að sjálfsögðu hjá Ingvari Helgasyni. Þegar ég náði í Trabbann stóð hann glansandi og glæsilegur og beið eftir mér. Það var búið að líma miða í afturgluggann sem á stóð Klúbburinn skynsemin ræður en það var félag sem starfrækt var af Tabant eigendum. Ég var leystur út með gjöfum og fékk meðal annars þennan fína álf sem ég er búinn að setja á myndasíðuna. Álfurinn hefur alla tíð síðan verið í miklu uppáhaldi hjá mér.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim á nýja bílnum var að taka öll hurðarspjöld úr honum og troða steinull allstaðar sem mögulegt var að koma henni fyrir. Þá skellti ég spjöldunum aftur á og kom græjum fyrir. Að þessu loknu voru mér allir vegir færir og Trabbinn minn sló ekki feilpúst þau rúmu tvö ár sem ég átti hann. Það eina sem ég þurfti að gera var að kaupa á hann ný þurrkublöð.

Það sem meira er að þegar ég seldi hann fékk ég staðfest að merkingin í afturglugganum voru orð að sönnu. Ég keypti nefnilega bílinn á 86.000.- og seldi hann eins og áður sagði rúmum tveimur árum síðar á kr. 75.000.- á borðið. Afföllin voru semsagt kr. 11.000.-

Heitir þetta ekki að láta skynsemina ráða?

Með kveðju Kalli Tomm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Kalli minn maður ætti að láta þessa sögu kenna sér eitthvað.... Ég hef alltaf tapað á mínum bílaviðskiptum sem eru nú farinn að telja þriðja tuginn og hefur maður iðulega tapað á viðskiptunum. Annars er ég farinn að kaupa eldri bíla og keyri þá þangað til þeir gefast upp og hendi þeim síðan og fæ 10.000 kr í endurgreiðslu.

Gestur Valur Svansson (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: HP Foss

Þetta hefur sjálfsagt verið gott en ég man nú ekki til þess að þetta hafi verið þægilegir vagnar, en kannski brúklegir. Menn verða að velja og hafna í þessu eins og öðru, minn fyrsta bíl eignaðisit ég 85, 70 módelið af Land Rover og þótti mér það bara gott. Átti hann skuldlausan.
Eignaðist svo konu 1990, einnig 70 módelið. Hún er bara fín en þyngri í rekstir en Roverinn.
Roverinn er eins og nýr.

HP Foss, 4.4.2007 kl. 18:33

3 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir heimsóknina Gestur Valur og Helgi. Eftir að ég troðfyllti Trabbann af steinull var hljóðeinangrunin eins og í dýrustu sort af Wartburg. Ég var að spá í það áðan var ekki Trabbinn bara langt á undann sinni samtíð? Smíðaður úr trefjaplasti (ekkert ál kjaftæði) eins og farið er að gera núna og tiltölulega vistvænn. Mig minnir að ég hafi þurft að setja einn af olíu á móti tveim af bensíni. Á betri bensínstöðvum voru dælur með réttu blönduna maður fór oftast þangað. Ég sé að þið reynið báðir að slá mig út. Gestur Valur fær 10.000 í endurgreiðslu og Helgi talar um að hafa átt Roverinn skuldlausann. Hvað veist þú Helgi minn nema að ég hafi átt Trabbann skuldlausann?

Kær kveðja úr Mosó. Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 4.4.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: HP Foss

Ég er ekkert að efast um það, hvað er þetta. Það er hinsvegar munur á því sem þá gerðist eða því sem nú tíðkast. Nú eiga allir að taka bílalán og keyra um á 3-5 milllj. kr bílum og borga tugi þúsunda á mánuði fyrir herlegheitin. Eiga svo ekki fyrir nauðsynjum. Ég skil ekki svona lagað.

HP Foss, 4.4.2007 kl. 19:42

5 Smámynd: Karl Tómasson

Það er rétt Anna, ég var búinn að gleyma þessu með nafnið. Hann einn bíla hefur kunnað að segja það og nú fá allir sér páfagauka fyrir 300.000.-. Ég sem keypti Trabbann á kr. 86.000.-

Kær kveðja frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.4.2007 kl. 02:18

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Oh Anna...ég sem ætlaði að vera fyrst með nafnið ... en skemmtileg saga og á ég örugglega eftir að taka þetta upp í bloggfærslu einhvern daginn. Minn fyrsti bíll var Austin Mini, sem ég fékk í gjöf frá stóra bróður mínum (handlaginn vélstjóri Anna ), en smíðaði hann bílinn úr tveimur og sprautaði BLÁ sanseraðan og setti á nýjar álfelgur, fallegasti bíll sem ég hef séð og eyddi hann nánast engu ....

Herdís Sigurjónsdóttir, 5.4.2007 kl. 13:17

7 Smámynd: HP Foss

Hvað kostaði Trabantinn Kalli?

HP Foss, 5.4.2007 kl. 14:57

8 Smámynd: Karl Tómasson

Hann kostaði kr. 86.000.-

Karl Tómasson, 5.4.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband