þri. 3.4.2007
Óttalegt raus er þetta
Í nýjasta tbl. Mosfellings, sem kemur út á morgun og hægt er að sjá á mosfellingur.is, er grein eftir Samfylkingarmanninn Árna Pál Árnason. Eina ferðina enn rausa Samfylkingarmenn um það að þeir séu höfuðmótvægið við Sjálfstæðisflokkinn, það vantar ekkert hjá Árna nema að segja að atkvæði greitt Vinstri grænum yrði dautt og ómerkt.
Þá herferð notaði Samfylkingin óspart fyrir sveitarstjórnakosningar sl. vor en annað kom á daginn, það vita allir. Eins og Össur Skarp, Bjarna Frammara Harðar, Björn Inga og Jón Baldvin svíður Árna tilvist VG í meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Nú er spurning hvort Árni Páll geri ekki bara eins og Jón Baldvin, fari í fundarherferð um landið til að tala um VG í Mosó. Nei, annars ég ætla að gefa honum og félögum hans gott ráð: notið herferðina frekar í að tala um ykkar eigið ágæti, það er örugglega happadrýgra.
Með kærri kveðju úr Mosó. Kalli Tomm.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Efni
Tenglar
Mínar síður
- Mosfellsbær Heimasíða Mosfellsbæjar
- Mosfellingur Bæjarblaðið Mosfellingur
- Vinstri Græn Vinstri hreyfingin - grænt framboð
Bloggvinir
- Hulda Bergrós Stefánsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Áslaug Helga Hálfdánardóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sigurður Hreiðar
- Bjarni Bragi Kjartansson
- Bergþóra Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Brynjólfur Þorvarðsson
- Hrannar Baldursson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Einar Sveinbjörnsson
- Eyþór Árnason
- Fjarki
- Baldur Fjölnisson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- gudni.is
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Gústav J. Daníelsson
- Haukur Nikulásson
- Heimskyr
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Kaleb Joshua
- Sigga Hjólína
- Hlynur Hallsson
- HP Foss
- Hvíti Riddarinn
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- JEA
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóhann Kristjánsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Ingi Cæsarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Bergur Thorberg
- Þorkell L. Þorkelsson
- Pétur Björgvin
- Kristján Kristjánsson
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Valdemarsson
- Guðjón H Finnbogason
- Laugheiður Gunnarsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Helga Sveinsdóttir
- Magnús Már Byron Haraldsson
- Alfreð Símonarson
- Hlynur Þór Magnússon
- Markús frá Djúpalæk
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Mummi Guð
- Myndlistarfélagið
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Paul Nikolov
- Vilborg
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ragnar L Benediktsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Huld S. Ringsted
- Rósa Harðardóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Ásgeir Eiríksson
- Gammur drils
- Matti sax
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Óskar V Kristjánsson
- Guðmundur St. Valdimarsson
- Halldór Sigurðsson
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Gunnar Ólafur Kristleifsson
- Sóley Valdimarsdóttir
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Sverrir Stormsker
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sverrir Þorleifsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þrúður Finnbogadóttir
- TómasHa
- Halldór Egill Guðnason
- Úrsúla Jünemann
- Vefritid
- Vestfirðir
- Guðfríður Lilja
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Auðunn Hilmarsson
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bwahahaha...
- Dunni
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Baldursson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- hilmar jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Pétur
- kreppukallinn
- Leikhópurinn Lotta
- Linda litla
- Ólafur Th Skúlason
- Páll Rúnar Elíson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Steingrímur Helgason
- steinimagg
- Sveinn Arnar Sæmundsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þórður Björn Sigurðsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 457764
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott að þið getið karpað um þetta fram og til baka, það verður bara til að okkar menn fá meira. Það nennir enginn að hlusta endalaust á fólk níða skóinnhvert af öðru.
Horfum frekar á hve listavel hefur tekist að reka ríkissjóð á undanförnum árum og gefum núverandi ríkisstjórn umboð til að halda áfram góðu starfi og þá þarf ekki að ræða um harkalega eða mjúka lendingu. Tökum eldsneytið á flugi og leyfum jumbóþotunni að halda áfram för sinni.
Kv
Helgi
HP Foss, 3.4.2007 kl. 22:42
Eins og júmbóþota á uppleið. Manstu eftir þessari fyrirsögn í DV minn kæri? Ég ætla að skella henni inn í myndasafnið af þessu tækifæri.
Bestu kveðjur úr Mosó Kalli Tomm.
Karl Tómasson, 3.4.2007 kl. 22:54
Leyfi mér að skjóta hér inn frómri ósk - viltu senda mér netfangið þitt? Ég er gamall Mosfellingur, afgamall, núna félagsmaður í Varmársamtökunum, og á mér uppáhaldskennara. Hann hét Tómas Sturlaugsson og var tengdasonur þess góða manns Lárusar Halldórssonar, skólastjórans míns. Ég hef látið í ljós undrun yfir því að krosstréð Vinstri grænir hafi brugðist gersamlega í Mosfellsbæ - það var áður en ég vissi hverra manna þú ert. htm (at) snerpa.is
Hlynur Þór Magnússon, 4.4.2007 kl. 13:13
Heill og sæll Hlynur og velkominn á bloggsíðu mína. Ég er að byrja að fóta mig í þessum heimi. Mér þykir vænt um hlý orð þín í garð míns fólks. Anna Kristjáns sendi mér einnig svona hlý orð í gær og er gaman að heyra með svo skömmu millibili í tveimur nemendum pabba og afa. Hvað varðar athugasemd þína í garð okkar Vinstri grænna í Mosfellsbæ þá er ég hræddur um að þú hlustir fullmikið á pólitíska andstæðinga okkar. Eins og þú sérð á blogginu mínu þá nota þeir orðið hvert tækifæri til að skjóta á okkur. Stórsigur okkar í Mosfellsbæ kom mörgum á óvart. Okkur hefur gengið vel og við komið góðum hlutum til leiða Nú erum við í stjórn og það fer fyrir brjóstið á mörgum. Það væri gaman að vita hvað þér finst helst hafa útaf brugðið hjá okkur og ég skal reyna að svara.
Bestu kveðjur úr Mosfellsbæ Karl Tómasson.
Karl Tómasson, 4.4.2007 kl. 14:21
Ég held að vinstri menn nái ekki almennilegum árangri fyrr en þeir átta sig á að það er ekkert mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn Í námi mínu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og skoðun á stjórnmálasögunni sást það mjög skýrt að í eltingaleik sínum við að vera eitthvað mótvægi við Stóra flokkinn þá var barist svo mikið innbyrðis að enginn árangur næst. Og við skoðun mála í dag á 21 öldinni virðist ekkert hafa breyst hjá vinstri mönnum í eltingaleiknum við Sjálfstæðisflokkinn
Guðmundur H. Bragason, 4.4.2007 kl. 14:42
Sæll Kalli
Þú ert að hugsa málin eitthvað vitlaust. Heldur að allir séu fastir í einhverri öfund út í einhvern "stórsigur ykkar", voru það ekki 9%, man það ekki. Þú ert líka að tala um "pólitíska andstæðinga okkar". Veit ekki hvernig þú lítur á málin, en ég er til dæmis gamall allaballi, frændi Hjörleifs stofnenda VG, en uppgötvaði að ég væri ekki nógu reiður og neikvæður fyrir þá vegferð og gerðist rómantískur jafnaðarmaður. Hjörleifur, að því er ég best veit er mjög ánægður með Varmársamtökin, eins og sem betur fer fjöldi vinstri grænna, eins og til dæmis Bjarki Bjarnason.
Tel að það sé mjög ótaktískt ef þú ætlar að reyna að afgreiða umræðuna með því að á bak við hana sé fullt af illa meinandi fólki í aðför að þér og VG. Sá vinkill á málinu er búin að fá næga athygli og nær ekki meiri þroska. Eru Sjálfstæðismenn ekki pólitískir andstæðingar þínir? Ég er ekki að skjóta á þig og geng ekki annarlegra flokkshagsmuna í þessu máli. Hef brennandi áhuga á að byggja upp útivistarmöguleika í Mosfellsbæ og því hvernig innviðir í uppbyggingu og skipulagi geti stuðlað að heilsu og vellíðan meðal íbúa.
Sameinumst um að byggja upp betri bæ og fögnum allri virkni og hugmyndum. Held að það sé mikilvægt í pólitík að gera ráð fyrir að allir séu verðandi samherjar frekar en að stimpla menn sem andstæðinga. Smá pæling svona fyrir svefninn . Með kærri kveðju,
Gunnlaugur B Ólafsson, 4.4.2007 kl. 23:14
Ég sé að Gunnlaugur perluvinur minn er að opinbera sig hér algerlega í póitíkinni. Neitar samt að undirrót allra látanna varðandi Tengibrautina og áróðurinn gegn KTomm hafi verið póitískur
Guðmundur H. Bragason, 4.4.2007 kl. 23:48
Kæri Gunnlaugur minn. Ég hef ekki nefnt Varmársamtökin á nafn, öðru máli hefur hins vegar gegnt hjá þeim gagnvart mér í öllum fjölmiðlum og þar hefur á köflum verið of langt gengið. Í mínum huga eru Varmársamtökin að mörgu leyti flott samtök og kom ég á stofnfund þeirra. Hinsvegar er ég sammála Hjördísi vinkonu minni og öðrum sem tjáð hafa sig marg oft um samtökin á síðum bloggsins að þau hafa farið offari í pólitíkinni. Það gengur ekki að þessi umhverfissamtök hampi Framsókn og Samfylkingu í einu og öllu en rappi yfir meirihluta bæjarstjórnar bókstaflega stanslaust og sér í lagi okkur Vinstri græn.
Hvort það voru 9% eða 20% er ekkert sem skiptir máli við Vinstri græn vorum sigurvegarar, komum heil frá öllu og erum nú í meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og það engur vel.
Kær kveðja frá Kalla Tomm. P.s það var gaman að lesa færslu þína um að þú ert Skaftfellingur. Þú ert líka flottur og hæfilega ánægður með þig. Það er gott.
Karl Tómasson, 5.4.2007 kl. 00:02
Smá viðbót Gunnlaugur minn, eitthvað sem heitir að sameinast um eitthvað, þá vita allir þínir félagar í pólitíkinni að sundrung var ekki mín ósk öðru nær. Líðan mín í dag er hinsvegar góð og ég starfa með góðu fólki í meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem gerir sér fulla grein fyrir um hvað samstarf snýst.
Karl Tómasson, 5.4.2007 kl. 00:17
Skaftfellingur?!Ekki nóg með að Gunnlaugur sé ekki Mosfellingur, eins og kemur berlega fram í skrifum hans, þá bítur hann höfuðið af skömminni með því að þykjast vera Skaftfellingur. Það er skiljanlegt að hann skuli vilja vera það en það dugar nú skammt að eiga forföður ði 7. lið úr austasta hluta Austursýslunnar.
Og þótt mús flytji í hesthús verður hún ekki sjálfkrafa hestur.
HP Foss, 5.4.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.