Vorhugur í Mosó

nullNagladekkin hafa aldeilis komið að gagni í vetur. Hvað, voru þetta tveir dagar eða þrír? Ég er hræddur um að rykið hafi svifið hressilega og komið sér vel fyrir upp á húsþökum borgarbúa og nærsveitunga. Jafnvel má búast við að eitt og eitt rykkorn hafi læðst í lungun líka. Nú er bara að bretta upp ermarnar og byrja að malbika aftur. Silli á Brúarhóli þarf ekki að hafa áhyggjur af að vera svifryksskaðvaldur á gamla Massanum sínum (myndin var tekin á Skólabraut sumarið 2003). Af þessu tilefni ætla ég að setja inn gamalt og gott lag með hljómsveitinni Kansas, Dust in the wind.

Það er kominn vorhugur í okkur Mosfellinga, búið að opna sundlaugina í Lækjarhlíð, vatnsrennsli er með skárra móti, frostið farið úr nýja glæsilega gervigrasvellinum (spurning hvort að Framararnir taki ekki einn sýningarleik, Marteinn væri flottur sem fyrirliði). Álafosskvosin virðist ætla að koma sæmilega undan vetri og er hestaumferð talsvert að færast í aukana á staðnum. Bryndís hefur ekkert látið sjá sig í Kvosinni, kápan er en í hreinsun og Nonni hennar Bald er en að spá í Vinstri græna í Mosó og heldur nú orðið fyrirlestra um allt land flokknum til heiðurs. ZemZagt eins og þýskur vinur minn sagði allt í blóma.

Kær kveðja, Kalli Tomm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Nagladekkin naga mig,
náinn er ég konum.
Sumardekkin eiga sig,
sárin gróa á honum.

HP Foss, 2.4.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eina sem vantar upp á er að við gerum öflug mislæg gatnamót ofan byggðar í Mosfellsbæ, sem myndu þjóna nýju hverfunum tveimur og Þingvallaafleggjara. Opnum umræðuna og stefnum að meira íbúalýðræði um skipulagsmál í Mosfellsbæ. Þá færu hlutir að verða í ró og spekt. Allavega er þá betra að leyfa kosningar um lausnir heldur en að láta bæjarbúa kokgleypa umdeildar hugmyndir. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.4.2007 kl. 13:13

3 Smámynd: HP Foss

Það var nú verið að kjósa um breytingu á deiliskipulagi hér í Hafnarfirði, gjörningur sem flestum þykir bera vott um kjarkleysi samfylkingarinnar, Lúðvík dauðlangaði í stækkunina en þorði ekki að hleypa tillögunni áfram, langaði samt í aurinn  til að lappa uppá afleita stöðu bæjarsjóðs. Svo kemur náttúrulega í ljós að Alcan stækkar fyrir því, meir helv. vitleysan og þessar kosningar ekkert nema skrípaleikurinn.

Kv
Helgi Páls

HP Foss, 3.4.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Karl Tómasson

Sæll Gunnlaugur og velkominn í blogvinahópinn.

Hvar eiga stjórnendur bæjarins að draga mörkin. Hvenær er rétt að láta íbúa kjósa um hlutina?

Stærsta og fjölmennasta íþróttafélag Mosfellsbæjar Afturelding hefur lengi haft áhyggjur af aðkomunni á Tungubakka.

Þúsundir barna og unglinga hafa í gegnum árin þurft að fara upp á Vesturlendsveg til að komast þangað.

Það verða margir sem fagna nýrri tengingu og Tunguvegi.

Karl Tómasson, 3.4.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: Karl Tómasson

Já Helgi það er spurning hvort oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi langað í stækkun.

Það er gaman að vera búinn að fá Skaftfellinginn hlédræga hingað á síðuna. Ljóðið er óhemju fagurt. Á hverjum gróa sárin?

Karl Tómasson, 3.4.2007 kl. 15:20

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Kalli

Ég er líka Skaftfellingur uppfullur af hógværð og hlédrægni en vil sem opnasta umræðu og tel að virk aðkoma fólks að stefnumótun sé mjög mikilvægur mælikvarði á pólitískt heilbrigði. En Varmársamtökin munu kynna tillögur sem tengjast tengibrutunum tveimur og Vesturlandsvegi eftir páska og vonandi fást uppbyggjandi umræður um þær. Rokin austur á land! Njótið lífsins. Kær kveðja.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.4.2007 kl. 17:18

7 Smámynd: HP Foss

Púff,, ég flettonum upp, hann er skyldur mér í 6. ættlið í gegnum Hörgsdalsættina svo hógværðin er líklega orðin frekar þynnt. Svona getur munað litlu stundum. Ha?

HP Foss, 3.4.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband