sun. 1.4.2007
Uriah Heep
Nú eru gömlu átrúnaðargoðin mín í Uriah Heep væntanleg til landsins öðru sinni. Fyrir 19 árum síðan, í apríl 1988, komu þessir höfðingjar til landsins og héldu tvenna tónleika. Þá urðum við, félagarnir í Gildrunni, þess heiðurs aðnjótandi að fá að hita upp fyrir þá.
Ég gleymi því aldrei þegar umboðsmaður hljómsveitarinnar hringdi heim til mín, en þá bjó ég í foreldrahúsum og fór þess á leit við mig að við Gildrufélagar myndum hita upp. Í fyrstu taldi ég að um símaat væri að ræða en trúði manninum í lokin enda talaði hann klárlega ensku að hætti innfæddra. Félagar mínir hlógu dátt þegar ég hringdi í þá og tjáði þeim tíðindin. Þeir sögðu: "Kalli, nú ert þú að láta hafa þig að fífli!!!". Annað kom sem betur fer á daginn og þetta varð staðreynd. Þetta var mikil upplifun fyrir okkur sveitarmennina úr Mosfellsbæ og við stóðum okkur bara mjög vel í upphituninni.
Seinna urðum við svo þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Status Quo, Nasareth og Jethro tull. Engin íslensk hljómsveit hefur hitað upp fyrir eins margar hljómsveitir sem hafa heimsótt landið. Já, við vorum flottir á sínum tíma gömlu Gildrukarlarnir. Ég hef að þessu tilefni bætt við nokkrum lögum eftir gömlu snillingana í Uriah Heep hér í lagalistann til vinstri. Í myndasafninu má sjá mynd af okkur Gildrufélögum og Uriah Heep. Góða skemmtun.
Kær kveðja Kalli Tomm.
Athugasemdir
Forsetinn bara mættur.
Hlakka til að fylgjast með skrifum á síðunni.
Kveðja frá vini þínum
Hilmar (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:20
Já, ungir eru þeir, en við skulum nú bara hafa þetta eins og það er og ekkert hafa þetta lengra.
HP Foss, 2.4.2007 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.