sun. 1.4.2007
Glíman er flott
Glíman er mögnuđ íţrótt og í raun ótrúlega flott ţegar mađur fer ađ spá í hana. Einu sinni fór ég á glímućfingar í kjallaranum í Brúarlandi en ţrátt fyrir fjöldann allan af efnilegum glímumönnum var aldrei stofnuđ glímudeild hjá Aftureldingu, ekki frekar en hjá svo mörgum öđrum íţróttafélögum. Mikiđ vćri gaman ef ţessi ţjóđaríţrótt fengi veglegri sess.
Grettisbeltiđ er merkasti og sögufrćgasti gripur í gjörvallri íţróttasögu Íslands og einnig sá elsti. Hefur ţađ veriđ farandgripur allt frá upphafi og vinnst aldrei til eignar. Sama ólin fylgir beltinu og var á ţví upphaflega. Grettisbeltiđ var smíđađ í Reykjavík af Erlendi gullsmiđ Magnússyni. Ţađ er úr silfri og er mynstur ţess mjög skrautlegt. Ađ framan er á ţví kringlóttur skjöldur međ andlitsmynd er á ađ tákna Gretti fornkappa Ásmundarson er var fangbragđakappi mikill eftir ţví sem saga hans segir. Umhverfis skjöldinn er letrađ höfđaletri: "Glímuverđlaun Íslands, Grettir." (tilvitnun: Glímusamband Íslands)
Úr Mývatnssveitinni hafa margir frćknustu glímukappar landsins komiđ. Hver man ekki eftir tvíburabrćđrunum Pétri og Inga Ţór Yngvasonum frá Skútustöđum? Ingi Ţór hlaut Grettisbeltiđ fjórum sinnum og Pétur fimm sinnum. Minn mađur í glímunni var Eyţór Pétursson frá Baldursheimi, ţađ er augljós ástćđa fyrir ţví hjá mér. Ég var í sveit hjá honum í nokkur sumur, ţađ var skemmtilegur tími. Eyţór var af mörgum talinn hafa óhemju fallegan líkamsburđ í glímunni. Eyţór hlaut Grettisbeltiđ tvisvar sinnum. Nú er strákurinn hans, Pétur, búinn ađ slá pabba gamla út ţví hann varđ Grettisbeltishafi í ţríđja sinn nú á dögunum. Hvađ ćtli pabbi gamli segi viđ ţví?
Međal frćknustu glímukappa á árum áđur má nefna Sigurjón Pétursson frá Álafossi. Hann varđ Grettisbeltishafi fjórum sinnum á árunum 1910-1913. Ömmubróđir Hjalta Úrsusar Árnasonar, Sigurđur Greipsson frá Biskupstungum í Haukadal, hlaut beltiđ fimm sinnum á árunum 1922-1926 en enginn hefur en slegiđ Ármann J Lárusson út, hann hlaut Grettisbeltiđ hvorki meira né minna en fimmtán sinnum á árunum 1952-1967. Ţađ er ótrúlegt afrek.
Kćr kveđja Kalli Tomm.
Pétur og Svana unnu Íslandsglímuna | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Já ţeir eru ekkert smáflottir, ţessir feđgar. Er ţetta ekki ađ vera föđurbetrungur? Ţađ er ljóst ađ eitthvađ verđur minnst á ţađ viđ eldhúsborđiđ í sveitinni í sumar . Fín síđa Kalli.
Kveđja
Fríđa Hemmert.
Fríđa Hemmert (IP-tala skráđ) 1.4.2007 kl. 19:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.